Var rekinn úr BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 11:27 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen. Vísir/AFP Danski uppfinningmaðurinn Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall, var rekinn úr dönskum BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur og taka ekki virkan þátt. Þetta kom fram í svörum vitnis við réttarhöldin yfir Madsen, sem halda áfram í dag. Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Madsen hófst í dag og eins og áður er þeim lýst í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Fyrsta vitni dagsins var karlmaður, sem sat í stjórn samtakanna „Det Sorte Selskab“ eða „Svarta félagsins“, í hverjum Madsen var félagsmaður um aldamótin 2000. Samtökin eru fyrir fólk sem leitast eftir því að stunda svokallað BDSM-kynlíf, sem samkvæmt heimasíðu BDSM á Íslandi snýst um „valdaskipti og/eða blæti á einn eða annan hátt,“ og hittust félagsmenn reglulega til þeirrar ástundunar. Vitnið sagði Madsen hafa verið meðlimur í samtökunum í stuttan tíma en að hann hafi verið rekinn vegna þess að hann virtist „yfirvegaður og rólegur maður, sem lét fara vel um sig og fylgdist með. Hann virtist frekar vera áhugasamur en virkilega knúinn áfram af losta.“Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinnÁður hefur komið fram að Madsen hafi verið „heillaður af dauðanum.“ Fjölmörg myndbönd, sem fundist hafa í síma og tölvu Madsens, hafa verið sýnd við réttarhöldin og innihalda þau flest gróft ofbeldi og misþyrmingar af einhverju tagi. Þá hefur Madsen sjálfur leikið í klámmyndum, að því er fram kom í framburði eins vitnis í vikunni, og hann er auk þess sagður hafa viljað taka upp svokallaða „snuff“-mynd með konu í kafbáti sínum. Í slíkri mynd deyr einhver í alvörunni. Peter Madsen er grunaður um að hafa myrt Kim Wall í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur um siglingar. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Danski uppfinningmaðurinn Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall, var rekinn úr dönskum BDSM-samtökum fyrir að vera of rólegur og taka ekki virkan þátt. Þetta kom fram í svörum vitnis við réttarhöldin yfir Madsen, sem halda áfram í dag. Sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Madsen hófst í dag og eins og áður er þeim lýst í beinni textalýsingu á vef danska ríkisútvarpsins. Fyrsta vitni dagsins var karlmaður, sem sat í stjórn samtakanna „Det Sorte Selskab“ eða „Svarta félagsins“, í hverjum Madsen var félagsmaður um aldamótin 2000. Samtökin eru fyrir fólk sem leitast eftir því að stunda svokallað BDSM-kynlíf, sem samkvæmt heimasíðu BDSM á Íslandi snýst um „valdaskipti og/eða blæti á einn eða annan hátt,“ og hittust félagsmenn reglulega til þeirrar ástundunar. Vitnið sagði Madsen hafa verið meðlimur í samtökunum í stuttan tíma en að hann hafi verið rekinn vegna þess að hann virtist „yfirvegaður og rólegur maður, sem lét fara vel um sig og fylgdist með. Hann virtist frekar vera áhugasamur en virkilega knúinn áfram af losta.“Sjá einnig: Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinnÁður hefur komið fram að Madsen hafi verið „heillaður af dauðanum.“ Fjölmörg myndbönd, sem fundist hafa í síma og tölvu Madsens, hafa verið sýnd við réttarhöldin og innihalda þau flest gróft ofbeldi og misþyrmingar af einhverju tagi. Þá hefur Madsen sjálfur leikið í klámmyndum, að því er fram kom í framburði eins vitnis í vikunni, og hann er auk þess sagður hafa viljað taka upp svokallaða „snuff“-mynd með konu í kafbáti sínum. Í slíkri mynd deyr einhver í alvörunni. Peter Madsen er grunaður um að hafa myrt Kim Wall í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum. Hann er þar að auki ákærður fyrir kynferðisbrot, að vanvirða lík og að brjóta öryggisreglur um siglingar.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51 „Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17 Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sagður hafa boðið ungum konum ítrekað út í kafbátinn Sjötti dagur réttarhaldanna yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið sænsku fréttakonunni Kim Wall að bana, hófst í dag. 27. mars 2018 10:51
„Ég fór út og ældi og hugsaði ekki um þetta í tíu ár“ Vitni, sem yfirheyrð hafa verið í réttarhöldunum yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen í dag, sögðu Madsen hafa haft myndbönd sem sýna fólk deyja í fórum sínum. 26. mars 2018 12:17
Lýsti Madsen sem manni sem væri heillaður af dauðanum Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen halda áfram í Kaupmannahöfn í dag. 26. mars 2018 11:31