Skipverjarnir áttu ekki að leggja blómsveig á leiði Birnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. mars 2018 15:09 Þá hefur blátt bann verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum. Mynd tengist fréttinni ekki beint. vísir/stefán Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir áhöfn togarans Polar Nanoq ekki hafa átt neitt með að leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur í Fossvogskirkjugarði. Þá segir hann að hafa þurfi samráð með nánustu ættingjum vilji fólk setja kransa á leiði fólks í görðunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Vísir greindi frá því á dögunum að skipverjar togarans Polar Nanoq hafi látið leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur snemma í mars. Í fréttum grænlenskra fjölmiðla sagði að með sveignum hafi áhöfnin viljað minnast þess að ár hafi verið liðið frá andláti Birnu. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, hefur sagst upplifa gjörning sjómannanna sem virðingarleysi.Nauðsynlegt að fá leyfi frá aðstandendum Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, segir í fréttatilkynningu vegna málsins að samkvæmt reglum kirkjugarðanna ráði aðstandendur því hvað sett sé á leiði til að prýða það, t.d. hvort þar séu gróðursett blóm eða annað. „Ef einhver vinur eða fjarskyldur ættingi finnur hvöt hjá sér til að setja blómsveig eða krans á leiði, nokkru eða löngu eftir jarðsetningu til að sýna virðingu, þarf viðkomandi að hafa um það samráð og fá leyfi til þess hjá nánustu aðstandendum,“ segir í tilkynningu. Segir þá hafa brotið reglur um myndatökur Þá vill Þórsteinn koma því á framfæri að með hliðsjón af þessu hefði áhöfnin ekki átt að setja blómsveiginn á leiðið. Framkvæmdin hafi auk þess verið röng. „Áhöfn togarans átti ekkert með að setja blómsveig á leiði Birnu svo löngu eftir jarðsetningu hennar nema með leyfi nánustu aðstandenda. Ég er ekki með þessu að segja að blómsveigur áhafnarinnar hafi ekki verið virðingarvottur, ég er hér að tala um framkvæmdina, hún var röng. Hefði áhöfnin kynnt sér áður hvaða viðhorf aðstandendur hefðu til þessa, hefði komið í ljós að þeir kærðu sig ekki um slíkt og sú ákvörðun hefði ráðið framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Þá heldur Þórsteinn því fram að blátt bann hafi verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum nema tryggt sé að ekki komi fram nöfn og áletranir á minningarmörkum. Þetta hafi verið þverbrotið í áðurnefndu tilviki. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma segir áhöfn togarans Polar Nanoq ekki hafa átt neitt með að leggja blómsveig á leiði Birnu Brjánsdóttur í Fossvogskirkjugarði. Þá segir hann að hafa þurfi samráð með nánustu ættingjum vilji fólk setja kransa á leiði fólks í görðunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Vísir greindi frá því á dögunum að skipverjar togarans Polar Nanoq hafi látið leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur snemma í mars. Í fréttum grænlenskra fjölmiðla sagði að með sveignum hafi áhöfnin viljað minnast þess að ár hafi verið liðið frá andláti Birnu. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, hefur sagst upplifa gjörning sjómannanna sem virðingarleysi.Nauðsynlegt að fá leyfi frá aðstandendum Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, segir í fréttatilkynningu vegna málsins að samkvæmt reglum kirkjugarðanna ráði aðstandendur því hvað sett sé á leiði til að prýða það, t.d. hvort þar séu gróðursett blóm eða annað. „Ef einhver vinur eða fjarskyldur ættingi finnur hvöt hjá sér til að setja blómsveig eða krans á leiði, nokkru eða löngu eftir jarðsetningu til að sýna virðingu, þarf viðkomandi að hafa um það samráð og fá leyfi til þess hjá nánustu aðstandendum,“ segir í tilkynningu. Segir þá hafa brotið reglur um myndatökur Þá vill Þórsteinn koma því á framfæri að með hliðsjón af þessu hefði áhöfnin ekki átt að setja blómsveiginn á leiðið. Framkvæmdin hafi auk þess verið röng. „Áhöfn togarans átti ekkert með að setja blómsveig á leiði Birnu svo löngu eftir jarðsetningu hennar nema með leyfi nánustu aðstandenda. Ég er ekki með þessu að segja að blómsveigur áhafnarinnar hafi ekki verið virðingarvottur, ég er hér að tala um framkvæmdina, hún var röng. Hefði áhöfnin kynnt sér áður hvaða viðhorf aðstandendur hefðu til þessa, hefði komið í ljós að þeir kærðu sig ekki um slíkt og sú ákvörðun hefði ráðið framhaldinu,“ segir í tilkynningu. Þá heldur Þórsteinn því fram að blátt bann hafi verið sett við myndatökum í kirkjugörðunum nema tryggt sé að ekki komi fram nöfn og áletranir á minningarmörkum. Þetta hafi verið þverbrotið í áðurnefndu tilviki.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Skipverjar Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Skipverjar grænlenska togarans Polar Nanoq létu leggja blómsveig á leiði Birnu Bjánsdóttur í síðustu viku. 20. mars 2018 14:56