Ferðamenn í hættu við Reynisfjöru vegna grjótfoks Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2018 19:15 Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. Þjóðvegur eitt hefur verið lokaður í Öræfasveit og vegurinn yfir Mýrdalssand frá því morgun vegna veðurofsa á þessum stöðum.Töluverð umferð var þrátt fyrir veðrið, aðallega ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin greip til þess ráðs í morgun að loka þjóðvegi eitt í Öræfasveit þar sem vindhviður fóru vel yfir 40 metra á sekúndu og veginum yfir Mýrdalssand var líka lokað vegna mikils sandroks þar. Við Seljalandsfoss var hópur ferðamanna í allan dag enda var lítið að veðri þar.„Við ætluðum að fara alla leið að Reynisfjöru en okkur var sagt í morgun að fara ekki lengra en að Seljalandsfossi. Við þurftum að breyta áætluninni,“ segir Örn Guðmundsson, leiðsögumaður.Varað er við hættunni við Reynisfjöru.Vísir/VilhelmVar fólk sátt með það?„Jájá, ég var með skólahóp og kennararnir sættu sig við þetta. Það er ekkert við veðrinu að gera. Maður breytir því ekkert.“Skriðu til baka úr fjörunni Ragnar Heiðarsson, rútubílstjóri fór með sinn hóp í Reynisfjöru í morgun, Kínverja sem eru í heimsreisu og ætla að stoppa í þrjá daga á Íslandi. Í fjörunni var brjálað veður og ferðamennirnir í hættu. „Það er ekki beint sandfok úr fjörunni, það er grjótfok og ég var í vandræðum með fólkið. Það fór í fjöruna. Ég þurfti að fara að sækja það og teyma það til baka. Sumir skriðu til baka en það sem maður var hræddastur við, það voru bílarnir. Grjótfokið var það mikið að það munaði litlu að rúðurnar færu hjá mér,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hættuástand hafi verið í fjörunni og að honum hafi gengið illa að smala fólkinu saman því allir vildu taka myndir af öldunum og veðurofsanum.En hefði átt að loka fjörunni í morgun ?„Ég var að hugsa um það að hringja í lögregluna og láta stoppa þetta af. Þetta er ekki ástand sem Íslendingar myndu sætta sig við þannig að við ættum ekki að vera að dæla ferðamönnum þangað,“ segir Ragnar.Ferðamennirnir við Seljalandsfoss voru líka sáttir við Ísland og veðrið þar.„Það er hvasst. Bíllinn hristist allur en þeta er gaman,“ sögðu ferðamenn frá Bandaríkjunum. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira
Ferðamenn í Reynisfjöru voru í mikilli hættu í morgun þegar grjóti rigndi yfir þá í miklu hvassviðri. Þjóðvegur eitt hefur verið lokaður í Öræfasveit og vegurinn yfir Mýrdalssand frá því morgun vegna veðurofsa á þessum stöðum.Töluverð umferð var þrátt fyrir veðrið, aðallega ferðamenn á bílaleigubílum. Vegagerðin greip til þess ráðs í morgun að loka þjóðvegi eitt í Öræfasveit þar sem vindhviður fóru vel yfir 40 metra á sekúndu og veginum yfir Mýrdalssand var líka lokað vegna mikils sandroks þar. Við Seljalandsfoss var hópur ferðamanna í allan dag enda var lítið að veðri þar.„Við ætluðum að fara alla leið að Reynisfjöru en okkur var sagt í morgun að fara ekki lengra en að Seljalandsfossi. Við þurftum að breyta áætluninni,“ segir Örn Guðmundsson, leiðsögumaður.Varað er við hættunni við Reynisfjöru.Vísir/VilhelmVar fólk sátt með það?„Jájá, ég var með skólahóp og kennararnir sættu sig við þetta. Það er ekkert við veðrinu að gera. Maður breytir því ekkert.“Skriðu til baka úr fjörunni Ragnar Heiðarsson, rútubílstjóri fór með sinn hóp í Reynisfjöru í morgun, Kínverja sem eru í heimsreisu og ætla að stoppa í þrjá daga á Íslandi. Í fjörunni var brjálað veður og ferðamennirnir í hættu. „Það er ekki beint sandfok úr fjörunni, það er grjótfok og ég var í vandræðum með fólkið. Það fór í fjöruna. Ég þurfti að fara að sækja það og teyma það til baka. Sumir skriðu til baka en það sem maður var hræddastur við, það voru bílarnir. Grjótfokið var það mikið að það munaði litlu að rúðurnar færu hjá mér,“ segir Ragnar. Ragnar segir að hættuástand hafi verið í fjörunni og að honum hafi gengið illa að smala fólkinu saman því allir vildu taka myndir af öldunum og veðurofsanum.En hefði átt að loka fjörunni í morgun ?„Ég var að hugsa um það að hringja í lögregluna og láta stoppa þetta af. Þetta er ekki ástand sem Íslendingar myndu sætta sig við þannig að við ættum ekki að vera að dæla ferðamönnum þangað,“ segir Ragnar.Ferðamennirnir við Seljalandsfoss voru líka sáttir við Ísland og veðrið þar.„Það er hvasst. Bíllinn hristist allur en þeta er gaman,“ sögðu ferðamenn frá Bandaríkjunum.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Sjá meira