Engin ofurlaun í Bankasýslunni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. mars 2018 11:30 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins (t.h.) Vísir/Anton Brink Laun forstjóra Bankasýslunnar eru töluvert lægri en ritað var um á vefsíðu Hringbrautar á dögunum.Forstjóri Bankasýslu ríkisins fær rúmlega 1.100 þúsund krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Meintum ofurlaunum Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, upp á rúmar 4,5 milljónir króna var slegið upp í skoðanapistli á vefsíðu Hringbrautar á dögunum og hlaut færslan nokkra dreifingu á samfélagsmiðlum auk þess sem hún var birt á vef Eyjunnar. Þar gerði pistlahöfundurinn Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, sem skrifar undir höfundarnafninu Náttfari, að umtalsefni grein Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Flokks fólksins, um stofnunina og þá skoðun hans að hana hefði átt að leggja niður í ágúst 2014. Róbert bætir við upplýsingum um rekstrarkostnað Bankasýslunnar og fullyrðir að laun forstjórans nemi 4,5 milljónum króna á mánuði og vísaði í tekjublað DV í fyrra því til staðfestingar. Hið rétta er að farið var mannavillt í blaðinu. Hinar áætluðu tekjur tilheyrðu alnafna forstjóra Bankasýslunnar, einum æðsta stjórnanda Actavis á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fær forstjóri Bankasýslunnar enn sömu laun og kjararáð ákvarðaði honum áður en hann færðist undan úrskurðarvaldi þess með lagabreytingum í júlí 2017. Stjórn Bankasýslunnar hefur ekki breytt launum forstjórans síðan. Laun forstjórans þykja því hófstillt í rúmum 1.100 þúsund krónum á mánuði enda þýðir það að hann fær talsvert minna greitt en flestir þingmenn. Þar á meðal Karl Gauti Hjaltason, sem fær rúmar 1.300 þúsund krónur á mánuði í þingfararkaup og fastar kostnaðargreiðslur. Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Laun forstjóra Bankasýslunnar eru töluvert lægri en ritað var um á vefsíðu Hringbrautar á dögunum.Forstjóri Bankasýslu ríkisins fær rúmlega 1.100 þúsund krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Meintum ofurlaunum Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, upp á rúmar 4,5 milljónir króna var slegið upp í skoðanapistli á vefsíðu Hringbrautar á dögunum og hlaut færslan nokkra dreifingu á samfélagsmiðlum auk þess sem hún var birt á vef Eyjunnar. Þar gerði pistlahöfundurinn Róbert Trausti Árnason, fyrrverandi sendiherra, sem skrifar undir höfundarnafninu Náttfari, að umtalsefni grein Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Flokks fólksins, um stofnunina og þá skoðun hans að hana hefði átt að leggja niður í ágúst 2014. Róbert bætir við upplýsingum um rekstrarkostnað Bankasýslunnar og fullyrðir að laun forstjórans nemi 4,5 milljónum króna á mánuði og vísaði í tekjublað DV í fyrra því til staðfestingar. Hið rétta er að farið var mannavillt í blaðinu. Hinar áætluðu tekjur tilheyrðu alnafna forstjóra Bankasýslunnar, einum æðsta stjórnanda Actavis á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu fær forstjóri Bankasýslunnar enn sömu laun og kjararáð ákvarðaði honum áður en hann færðist undan úrskurðarvaldi þess með lagabreytingum í júlí 2017. Stjórn Bankasýslunnar hefur ekki breytt launum forstjórans síðan. Laun forstjórans þykja því hófstillt í rúmum 1.100 þúsund krónum á mánuði enda þýðir það að hann fær talsvert minna greitt en flestir þingmenn. Þar á meðal Karl Gauti Hjaltason, sem fær rúmar 1.300 þúsund krónur á mánuði í þingfararkaup og fastar kostnaðargreiðslur.
Kjaramál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira