Fótbolti

Þrír bræður spiluðu saman í Lengjubikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bræðurnir þrír hressir eftir leik.
Bræðurnir þrír hressir eftir leik. vísir/twittersíða KH
Þrír bræður spiluðu með sama liðinu í Lengjubikarnum í dag og það sem meira er; þeir voru allir inni á vellinum á sama tíma. Sjaldséð sjón.

Þeir Ingólfur Sigurðsson, Gunnar Sigurðsson og Atli Sigurðsson eru bræður og spila allir með Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda, KH, sem spilar í þriðju deildinni eða fjórðu efstu deild.

KH spilaði í dag við Sindra í B-deild Lengjubikarsins. Þar var Ingólfur í byrjunarliðinu og þeir Atli og Gunnar á bekknum. Gunnari var svo skipt inn á af bekknum á 70. mínútu og ellefu mínútum síðar kom bróðir hans, Atli, einnig inn á.

Þeir þrír bræðurnir kláruðu þá leikinn saman inni á vellinum en það dugði ekki til því KH tapaði 3-2 fyrir Sindra á Valsvellinum í dag.

Liðið endar riðil tvö í B-deildinni með sex stig en Ingólfur skoraði tvö af mörkum KH í Lengjubikarnum. Hinir bræðurnir komust ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×