Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2018 19:30 Móðir Hauks Hilmarssonar fékk í gær afhent skjöl sem staðfesta að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi. Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. Meðal gagna sem fjölskyldu Hauks voru afhent í Glasgow í gær eru bréf frá félögum hans í YPG, hersveit kúrda og yfirlýsing um fall Hauks. Í samtali við fréttastofu segir Alan Semo, fulltrúi útlagastjórnar Kúrda í Bretlandi sem talar máli YPG, að þrír liðsmenn YPG hafi fallið í umræddri árás, Haukur auk tveggja annarra. „Þetta gerðist í Afrín, við þorpið Badina. Þar voru fimm liðsmanna okkar í hóp. Fimm þeirra héldu hæð og vernduðu þorpsbúa gegn innrás tyrkneskra innrásarsveita,“ segir Semo. „Móðirin Eva [Hauksdóttir] hitti okkur og við reyndum að hjálpa henni. Við stöndum öll saman í nafni mannúðar, lýðræðis og friðar. Við verjum okkur sjálf en gerum ekki árásir á aðra.“ Kúrdar telja að lík Hauks sé ennþá í þorpinu Batima en ekki hafi tekist að endurheimta það vegna tíðra loftárása. Vonir séu þó bundnar við að það takist að endurheimta lík Hauks og koma því heim. „Hvorki tyrkneskar né kúrdískar hersveitir geta kannað svæðið, þetta er hættulegt hernaðarsvæði vegna stöðugra skotárása.“ Aðspurður segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir YPG. „Ég get ekki tjáð mig um það því það er hernaðar og öryggismál,“ segir Semo. Ástandið á svæðinu er flókið líkt og þekkt er en Kúrdar í Sýrlandi syrgja Hauk og segja hann hetju á meðan Tyrkir líta svo á að hryðjuverkamaður sé fallinn. Semo segir Kúrda senda samúðarkveðjur til fjölskyldu Hauks og vina auk Íslendingra allra. Uppfært: Í fréttinni kom áður fram að dánarvottorð hafi verið meðal gagna sem fjölskylda Hauks fékk afhent í gær. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar frá fjölsyldu hans um að svo sé ekki. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Móðir Hauks Hilmarssonar fékk í gær afhent skjöl sem staðfesta að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi. Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. Meðal gagna sem fjölskyldu Hauks voru afhent í Glasgow í gær eru bréf frá félögum hans í YPG, hersveit kúrda og yfirlýsing um fall Hauks. Í samtali við fréttastofu segir Alan Semo, fulltrúi útlagastjórnar Kúrda í Bretlandi sem talar máli YPG, að þrír liðsmenn YPG hafi fallið í umræddri árás, Haukur auk tveggja annarra. „Þetta gerðist í Afrín, við þorpið Badina. Þar voru fimm liðsmanna okkar í hóp. Fimm þeirra héldu hæð og vernduðu þorpsbúa gegn innrás tyrkneskra innrásarsveita,“ segir Semo. „Móðirin Eva [Hauksdóttir] hitti okkur og við reyndum að hjálpa henni. Við stöndum öll saman í nafni mannúðar, lýðræðis og friðar. Við verjum okkur sjálf en gerum ekki árásir á aðra.“ Kúrdar telja að lík Hauks sé ennþá í þorpinu Batima en ekki hafi tekist að endurheimta það vegna tíðra loftárása. Vonir séu þó bundnar við að það takist að endurheimta lík Hauks og koma því heim. „Hvorki tyrkneskar né kúrdískar hersveitir geta kannað svæðið, þetta er hættulegt hernaðarsvæði vegna stöðugra skotárása.“ Aðspurður segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir YPG. „Ég get ekki tjáð mig um það því það er hernaðar og öryggismál,“ segir Semo. Ástandið á svæðinu er flókið líkt og þekkt er en Kúrdar í Sýrlandi syrgja Hauk og segja hann hetju á meðan Tyrkir líta svo á að hryðjuverkamaður sé fallinn. Semo segir Kúrda senda samúðarkveðjur til fjölskyldu Hauks og vina auk Íslendingra allra. Uppfært: Í fréttinni kom áður fram að dánarvottorð hafi verið meðal gagna sem fjölskylda Hauks fékk afhent í gær. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar frá fjölsyldu hans um að svo sé ekki.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45