Hátt í fimm hundruð manns sem heimsóttu sama bar og veitingastað í sem Skripal-feðginin sóttu sama dag og eitrað var fyrir þeim, hefur verið sagt að þvo föt og síma, eftir að leifar af taugaeitri fundust á stöðunum. BBC greinir frá.
Feðginin Sergei og Yulia Skripal, sem urðu fyrir eiturefnaárás á sunnudaginn var, liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri. Sergei Skripal er fyrrverandi rússneskur njósnari en hann var fangelsaður í Rússlandi árið 2006
Hefur þeim sem voru á Mill-barnum og veitingastaðnum Zizzi í Salisbury eftir klukkan 13.30 síðasta sunnudag þangað til lokað var á mánudegi verið ráðlagt að þvo föt, síma, töskur og skartgripi.
Sally Davies, landlæknir Bretlands, segir að um varúðarráðstöfun sé að ræða og engin ástæða sé fyrir þá sem voru á barnum eða veitingastaðnum að óttast. Hættan á eitrun sé afar lítil.
Segir hún að þó sé talið að möguleiki sé á eitrun ef leifar af taugaeitrinu hafi sest á föt eða aðra muni og séu ekki hreinsuð af, enda sé langvarandi nálægð við eitrið, jafnvel í litlu magni, hættuleg.
Breskum bargestum ráðlagt að þvo föt og síma vegna taugaeitursleifa

Tengdar fréttir

Skripal-feðginin liggja enn þungt haldin
Cobra-öryggisráðið fundaði í dag vegna málsins.

Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins
Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey.