Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2018 17:57 Theresa May, forsætisráðherra Breta. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, telur afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á því að fyrrverandi njósnara og dóttur hans var byrlað eitur í Bretlandi. May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag en greint er frá henni á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að því sé haldið fram að rússnesk yfirvöld beri annað hvort beina ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnaranum fyrrverandi og dóttur hans eða þá að yfirvöld í Rússlandi hafi komið því í kring að eitrið rataði í hendur tilræðismanna. May sagði að búið væri að greina eitrið sem er af tegundinni Novichok. Sagði forsætisráðherrann að utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson hefði tilkynnt sendiherra Rússa að yfirvöld í Rússlandi yrðu að gera fyllilega grein fyrir sínu máli sem allra fyrst. Sagði hún að ef ekki fást skýr svör frá Rússum þá verði litið svo á að Rússar hafi beitt valdi sínu ólöglega á breskri grund. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Lögreglumaður sem hlúði að þeim er enn þungt haldinn eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Theresa May sagði á breska þinginu í dag að ástæðan fyrir því að sjónum breskra yfirvalda væri beint að Rússum væri vegna fyrri verka þeirra þegar kemur að því að ráða þá af dögum sem hafa flúið Rússland. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02 Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29 Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, telur afar líklegt að rússnesk yfirvöld beri ábyrgð á því að fyrrverandi njósnara og dóttur hans var byrlað eitur í Bretlandi. May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag en greint er frá henni á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að því sé haldið fram að rússnesk yfirvöld beri annað hvort beina ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnaranum fyrrverandi og dóttur hans eða þá að yfirvöld í Rússlandi hafi komið því í kring að eitrið rataði í hendur tilræðismanna. May sagði að búið væri að greina eitrið sem er af tegundinni Novichok. Sagði forsætisráðherrann að utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson hefði tilkynnt sendiherra Rússa að yfirvöld í Rússlandi yrðu að gera fyllilega grein fyrir sínu máli sem allra fyrst. Sagði hún að ef ekki fást skýr svör frá Rússum þá verði litið svo á að Rússar hafi beitt valdi sínu ólöglega á breskri grund. Njósnarinn fyrrverandi heitir Sergei Skripal, 66 ára, en dóttir hans heitir Yulia, 33 ára. Þau fundust meðvitundarlaus á bekk í verslunarmiðstöð í Salisbury í Wiltshire í suðurhluta Englands. Engir sjáanlegir áverkar voru á þeim. Þau liggja nú þungt haldin á sjúkrahúsi en líðan þeirra er sögð stöðug. Lögreglumaður sem hlúði að þeim er enn þungt haldinn eftir að hafa komist í tæri við eitrið. Theresa May sagði á breska þinginu í dag að ástæðan fyrir því að sjónum breskra yfirvalda væri beint að Rússum væri vegna fyrri verka þeirra þegar kemur að því að ráða þá af dögum sem hafa flúið Rússland. Skripal var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Breta í Rússlandi árið 2006. Honum var sleppt fjórum áður síðar og veitt hæli á Bretlandi.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02 Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29 Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Hafa áhyggjur af seinum fyrirmælum lögreglu vegna eiturefnaárásar Hundruð taka þátt í rannsókninni á eiturefnaárás á Sergei og Yuliu Skripal. 12. mars 2018 00:02
Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey. 8. mars 2018 19:29
Þjóðaröryggisráð fundar vegna árásarinnar á Skripal feðginin Þjóðaröryggisráð Bretlands mun funda í dag með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. 12. mars 2018 07:55