Þingmaður sagði nauðsynlegt að siða eiginkonur til með barsmíðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2018 20:44 Mikil reiði hefur gripið um sig í Úganda vegna ummæla þingmannsins. Skjáskot/NTV Þingmaður frá Úganda, Onesmus Twinamasiko, hefur verið krafinn um afsökunarbeiðni eftir að hann sagði að karlmenn ættu að „lemja“ eiginkonur sínar. Twinamasiko lýsti þessari skoðun sinni yfir í viðtali við úgönsku sjónvarpsstöðina NTV er hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum forseta Úganda, Yoweri Museveni. Museveni sagði í vikunni að karlmenn, sem beittu eiginkonur sínar ofbeldi, væru „hugleysingjar“. Twinamasiko sagði karlmenn hins vegar skylduga til þess að refsa eiginkonum sínum. „Þú verður að snerta hana örlítið, tækla hana, lemja hana einhvern veginn til þess að koma lagi á hana,“ sagði Twinamasiko. Talsmenn hjálparsamtaka kvenna sem hafa verið beittar heimilisofbeldi í Úganda hafa nú krafið þingmanninn um afsökunarbeiðni. Þá hafa einhverjir bent honum á að leita sér hjálpar vegna viðhorfa sinna og enn aðrir vilja að hann segi af sér þingmennsku, að því er fram kemur í frétt BBC.Twinamasiko skýrði mál sitt frekar í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þar sagðist hann ekki hafa átt við barsmíðar sem gætu leitt til alvarlegra meiðsla eða dauðsfalla heldur væri hann aðeins að mæla með því að eiginmenn „slægju konur sínar utan undir.“"As a man, you need to discipline your wife...touch her a bit, tackle her and beat her to streamline her"- Onesmus Twinamasiko, MP, Bugangaizi East following comments by Museveni that men who beat women are cowards and should face the full wrath of the law pic.twitter.com/yhoEVRk212— Patu™ (@AyamPatra) March 11, 2018 Úganda Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Þingmaður frá Úganda, Onesmus Twinamasiko, hefur verið krafinn um afsökunarbeiðni eftir að hann sagði að karlmenn ættu að „lemja“ eiginkonur sínar. Twinamasiko lýsti þessari skoðun sinni yfir í viðtali við úgönsku sjónvarpsstöðina NTV er hann var inntur eftir viðbrögðum við ummælum forseta Úganda, Yoweri Museveni. Museveni sagði í vikunni að karlmenn, sem beittu eiginkonur sínar ofbeldi, væru „hugleysingjar“. Twinamasiko sagði karlmenn hins vegar skylduga til þess að refsa eiginkonum sínum. „Þú verður að snerta hana örlítið, tækla hana, lemja hana einhvern veginn til þess að koma lagi á hana,“ sagði Twinamasiko. Talsmenn hjálparsamtaka kvenna sem hafa verið beittar heimilisofbeldi í Úganda hafa nú krafið þingmanninn um afsökunarbeiðni. Þá hafa einhverjir bent honum á að leita sér hjálpar vegna viðhorfa sinna og enn aðrir vilja að hann segi af sér þingmennsku, að því er fram kemur í frétt BBC.Twinamasiko skýrði mál sitt frekar í viðtali við breska ríkisútvarpið. Þar sagðist hann ekki hafa átt við barsmíðar sem gætu leitt til alvarlegra meiðsla eða dauðsfalla heldur væri hann aðeins að mæla með því að eiginmenn „slægju konur sínar utan undir.“"As a man, you need to discipline your wife...touch her a bit, tackle her and beat her to streamline her"- Onesmus Twinamasiko, MP, Bugangaizi East following comments by Museveni that men who beat women are cowards and should face the full wrath of the law pic.twitter.com/yhoEVRk212— Patu™ (@AyamPatra) March 11, 2018
Úganda Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira