Ungverskir þungarokkarar þurfa að æfa stíft fyrir Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2018 21:57 Söngvari AWS á sviði í undankeppni Eurovision í Ungverjalandi. Ungverska hljómsveitin AWS verður fulltrúi Ungverja í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í maí næstkomandi. Um er að ræða hljómsveit sem leikur harðkjarnarokk og kom sigurinn hljómsveitarmeðlimum nokkuð á óvart. AWS var meðal þátttakenda í undankeppni Eurovision í Ungverjalandi sem nefnist A Dal. Þrjátíu lög voru í keppninni sem voru skipt niður í þrjá riðla. Dómnefnd og áhorfendur völdu lög þar sem komust áfram í undanúrslit. Upp úr undanúrslitunum komust aðeins fjögur lög. AWS átti eitt þeirra og stóð uppi sem sigurvegari í hreinni kosningu áhorfenda um allan heim. Lagið sem hljómsveitin flytur heitir „Viszlát nyár“ sem myndi þýðast lauslega á íslensku sem „Bless sumar“.Um er að ræða fimm manna hljómsveit sem stofnuð var árið 2006. Þeir voru fimm saman á sviði í undankeppninni í Ungverjalandi og með bakraddasöngvara baksviðs. Í viðtali eftir undankeppnina var þeim bent á að samkvæmt reglum Eurovision mega ekki fleiri en sex koma að flutningi laga. Voru þeir spurðir hvernig þeir ætli að bregðast við þeirri stöðu, því ef þeir ætla sér að taka fleiri en einn bakraddasöngvara með sér til Portúgal þá yrði það á kostnað einhvers úr hljómsveitinni. Sögðust þeir ætla að taka með sér einn bakraddasöngvara og halda síðan stífar æfingar fram að keppni í maí.Hljómsveitin mun stíga á svið á seinna undankvöldi Eurovision í Altice-höllinni í Lissabon 10. maí næstkomandi. Ari Ólafsson, fulltrúi Íslendinga, verður í fyrri undanriðlinum 8. maí næstkomandi. Eurovision Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Ungverska hljómsveitin AWS verður fulltrúi Ungverja í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fer fram í maí næstkomandi. Um er að ræða hljómsveit sem leikur harðkjarnarokk og kom sigurinn hljómsveitarmeðlimum nokkuð á óvart. AWS var meðal þátttakenda í undankeppni Eurovision í Ungverjalandi sem nefnist A Dal. Þrjátíu lög voru í keppninni sem voru skipt niður í þrjá riðla. Dómnefnd og áhorfendur völdu lög þar sem komust áfram í undanúrslit. Upp úr undanúrslitunum komust aðeins fjögur lög. AWS átti eitt þeirra og stóð uppi sem sigurvegari í hreinni kosningu áhorfenda um allan heim. Lagið sem hljómsveitin flytur heitir „Viszlát nyár“ sem myndi þýðast lauslega á íslensku sem „Bless sumar“.Um er að ræða fimm manna hljómsveit sem stofnuð var árið 2006. Þeir voru fimm saman á sviði í undankeppninni í Ungverjalandi og með bakraddasöngvara baksviðs. Í viðtali eftir undankeppnina var þeim bent á að samkvæmt reglum Eurovision mega ekki fleiri en sex koma að flutningi laga. Voru þeir spurðir hvernig þeir ætli að bregðast við þeirri stöðu, því ef þeir ætla sér að taka fleiri en einn bakraddasöngvara með sér til Portúgal þá yrði það á kostnað einhvers úr hljómsveitinni. Sögðust þeir ætla að taka með sér einn bakraddasöngvara og halda síðan stífar æfingar fram að keppni í maí.Hljómsveitin mun stíga á svið á seinna undankvöldi Eurovision í Altice-höllinni í Lissabon 10. maí næstkomandi. Ari Ólafsson, fulltrúi Íslendinga, verður í fyrri undanriðlinum 8. maí næstkomandi.
Eurovision Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira