„Fiskeldi verði sterk og öflug atvinnugrein“ Einar K. Guðfinnsson skrifar 13. mars 2018 07:00 Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur og lögmaður, skrifar grein í Fréttablaðið 6. mars og svarar grein sem ég hafði ritað í sama blað. Greinarhöfundur hafnar því að unnt sé að stunda laxeldi í sjó í sátt við náttúruna. Þetta er skýr og afdráttarlaus skoðun og virðist fela í sér bann við atvinnurekstri sem þegar er hafinn, þar sem fjárfest hefur verið fyrir tugi milljarða, hundruð starfa orðið til og er orðinn burðarás í atvinnulífi byggðarlaga á landsbyggðinni, svo fátt eitt sé nefnt. Meginforsenda greinarhöfundar er röng og því fellur málflutningur hans um sjálft sig.Fiskeldi umfangsmeira en veiðar á villtum fiski Hér á landi starfar fiskeldi samkvæmt mjög ströngum reglum sem byggjast á lagafyrirmælum og reglugerðum sem ætlað er að tryggja að hér megi byggja upp fiskeldi í góðri sátt við náttúruna. Fiskeldi er stundað um allan heim og er snar þáttur í fæðuframboði sem fer vaxandi með ári hverju. Þannig stefna stjórnvöld hvarvetna að því að auka fiskeldi sitt, jafnframt því að setja strangar reglur um starfsemina. Nú er svo komið að í gegn um fiskeldi í heiminum verður til meiri fiskframleiðsla en sem nemur veiðum og vinnslu á villtum fiski. Á síðasta ári nam laxeldi eitt og sér um 2,5 milljónum tonna í heiminum. Fiskeldi á grundvelli varúðarsjónarmiða Hér á landi höfum við byggt upp fiskeldi á grunni mikilla varúðarsjónarmiða. Árið 2004 var sett reglugerð sem bannaði í raun sjókvíaeldi á laxi í nágrenni við helstu laxveiðiár okkar. Þetta fyrirkomulag hefur sannað gildi sitt. Til viðbótar við þetta hafa verið innleiddar strangar kröfur um búnað, sem sannað hafa gildi sitt í Noregi, þar sem búnaðurinn hefur verið í notkun um árabil. Sést það meðal annars á því að slysasleppingar á laxi eru nú brotabrot af því sem áður var. Hér á landi er gert burðarþolsmat á fjörðum og hafsvæðum, sem felur í sér „mat á þoli fjarða eða afmarkaðra hafsvæða til að taka á móti auknu lífrænu álagi án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið og þannig að viðkomandi vatnshlot uppfylli umhverfismarkmið“, eins og segir í lögum um fiskeldi.Lítil áhrif á náttúrulega stofna Í fyrrasumar gerði Hafrannsóknastofnun áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar á milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna. Megin niðurstaða þess mats var að „líkanið gerir almennt ráð fyrir litlum áhrifum á náttúrulega stofna fyrir utan nokkrar ár“. Og í skýrslu stofnunarinnar er einmitt vakin athygli á því að vegna þess að sjókvíaeldi getur eingöngu farið fram hér við land fjarri helstu laxveiðiám sé staðan að þessu leyti allt önnur en í ýmsum öðrum löndum þar sem eldissvæðin séu „oft í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár“.„Lítill hluti strokulaxa nær að synda upp í ár til að hrygna“ Í sömu skýrslu segir einnig: „Það verður þó að hafa í huga að aðeins lítill hluti strokulaxa nær að synda upp í ár til að hrygna. Langflestir strokulaxar eiga í erfiðleikum með að afla sér fæðu í villtri náttúru eða forðast afræningja. Afkomumöguleikar þeirra ráðast verulega af nálægð sleppistaðar við árósa og einnig af aldri við strok. Almennt má þó segja að langflestir strokulaxar hverfi í hafi og syndi aldrei upp í ár til að hrygna.“Vöktun við veiðiár Til viðbótar við þetta hafa laxeldisfyrirtækin lagt til, að fram fari vöktun við laxveiðiár svo að koma megi í veg fyrir að eldislax valdi tjóni. Slíkt fyrirkomulag er þekkt til að mynda í Noregi og hefur gefist vel. Fram kom í máli Kevins Glover, prófessors við Björgvinjarháskóla í Noregi, á fundi Erfðanefndar landbúnaðarins nýverið að um þetta er gott samstarf á milli laxeldisfyrirtækjanna og laxveiðiaðilanna. Því verður ekki trúað að hið sama verði ekki uppi á teningnum hér, enda fara hagsmunirnir þarna augljóslega saman.Fiskeldi er komið til að vera Það er ljóst að fiskeldi hér á landi er komið til að vera. Um fjögur þúsund íbúar munu hafa afkomu af fiskeldi og afleiddum störfum þegar það verður komið upp í þau 71 þúsund tonn sem áhættumat Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir, eins og sést af skýrslu sem Byggðastofnun vann um byggðaleg áhrif fiskeldis og gefin var út 23. ágúst sl.Í sátt við náttúruna Sannarlega þarf að standa vel að verki og vinna í góðri sátt við náttúruna, þar með talið villta laxastofna. Til þess stendur vilji laxeldismanna sem sammæltust um það með veiðiréttareigendum og fulltrúum sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis, að „framtíð fiskeldis skuli grundvallast á vísindalegum rannsóknum, eldistilraunum og vöktun í ám“. Og enn fremur: „mikilvægt sé að íslensku fiskeldi séu sköpuð bestu möguleg skilyrði til uppbyggingar og verði þannig sterk og öflug atvinnugrein.“Höfundur er formaður Landssambands fiskeldisstöðva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Tengdar fréttir Af fimbulfambi, slysasleppingum og íslensku sauðkindinni Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl., vopnaður lýsingarorðum og tilvísunum er rekja má til fallins forseta Bandaríkjanna og Hávamála 6. mars 2018 07:00 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur og lögmaður, skrifar grein í Fréttablaðið 6. mars og svarar grein sem ég hafði ritað í sama blað. Greinarhöfundur hafnar því að unnt sé að stunda laxeldi í sjó í sátt við náttúruna. Þetta er skýr og afdráttarlaus skoðun og virðist fela í sér bann við atvinnurekstri sem þegar er hafinn, þar sem fjárfest hefur verið fyrir tugi milljarða, hundruð starfa orðið til og er orðinn burðarás í atvinnulífi byggðarlaga á landsbyggðinni, svo fátt eitt sé nefnt. Meginforsenda greinarhöfundar er röng og því fellur málflutningur hans um sjálft sig.Fiskeldi umfangsmeira en veiðar á villtum fiski Hér á landi starfar fiskeldi samkvæmt mjög ströngum reglum sem byggjast á lagafyrirmælum og reglugerðum sem ætlað er að tryggja að hér megi byggja upp fiskeldi í góðri sátt við náttúruna. Fiskeldi er stundað um allan heim og er snar þáttur í fæðuframboði sem fer vaxandi með ári hverju. Þannig stefna stjórnvöld hvarvetna að því að auka fiskeldi sitt, jafnframt því að setja strangar reglur um starfsemina. Nú er svo komið að í gegn um fiskeldi í heiminum verður til meiri fiskframleiðsla en sem nemur veiðum og vinnslu á villtum fiski. Á síðasta ári nam laxeldi eitt og sér um 2,5 milljónum tonna í heiminum. Fiskeldi á grundvelli varúðarsjónarmiða Hér á landi höfum við byggt upp fiskeldi á grunni mikilla varúðarsjónarmiða. Árið 2004 var sett reglugerð sem bannaði í raun sjókvíaeldi á laxi í nágrenni við helstu laxveiðiár okkar. Þetta fyrirkomulag hefur sannað gildi sitt. Til viðbótar við þetta hafa verið innleiddar strangar kröfur um búnað, sem sannað hafa gildi sitt í Noregi, þar sem búnaðurinn hefur verið í notkun um árabil. Sést það meðal annars á því að slysasleppingar á laxi eru nú brotabrot af því sem áður var. Hér á landi er gert burðarþolsmat á fjörðum og hafsvæðum, sem felur í sér „mat á þoli fjarða eða afmarkaðra hafsvæða til að taka á móti auknu lífrænu álagi án þess að það hafi óæskileg áhrif á lífríkið og þannig að viðkomandi vatnshlot uppfylli umhverfismarkmið“, eins og segir í lögum um fiskeldi.Lítil áhrif á náttúrulega stofna Í fyrrasumar gerði Hafrannsóknastofnun áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar á milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna. Megin niðurstaða þess mats var að „líkanið gerir almennt ráð fyrir litlum áhrifum á náttúrulega stofna fyrir utan nokkrar ár“. Og í skýrslu stofnunarinnar er einmitt vakin athygli á því að vegna þess að sjókvíaeldi getur eingöngu farið fram hér við land fjarri helstu laxveiðiám sé staðan að þessu leyti allt önnur en í ýmsum öðrum löndum þar sem eldissvæðin séu „oft í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár“.„Lítill hluti strokulaxa nær að synda upp í ár til að hrygna“ Í sömu skýrslu segir einnig: „Það verður þó að hafa í huga að aðeins lítill hluti strokulaxa nær að synda upp í ár til að hrygna. Langflestir strokulaxar eiga í erfiðleikum með að afla sér fæðu í villtri náttúru eða forðast afræningja. Afkomumöguleikar þeirra ráðast verulega af nálægð sleppistaðar við árósa og einnig af aldri við strok. Almennt má þó segja að langflestir strokulaxar hverfi í hafi og syndi aldrei upp í ár til að hrygna.“Vöktun við veiðiár Til viðbótar við þetta hafa laxeldisfyrirtækin lagt til, að fram fari vöktun við laxveiðiár svo að koma megi í veg fyrir að eldislax valdi tjóni. Slíkt fyrirkomulag er þekkt til að mynda í Noregi og hefur gefist vel. Fram kom í máli Kevins Glover, prófessors við Björgvinjarháskóla í Noregi, á fundi Erfðanefndar landbúnaðarins nýverið að um þetta er gott samstarf á milli laxeldisfyrirtækjanna og laxveiðiaðilanna. Því verður ekki trúað að hið sama verði ekki uppi á teningnum hér, enda fara hagsmunirnir þarna augljóslega saman.Fiskeldi er komið til að vera Það er ljóst að fiskeldi hér á landi er komið til að vera. Um fjögur þúsund íbúar munu hafa afkomu af fiskeldi og afleiddum störfum þegar það verður komið upp í þau 71 þúsund tonn sem áhættumat Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir, eins og sést af skýrslu sem Byggðastofnun vann um byggðaleg áhrif fiskeldis og gefin var út 23. ágúst sl.Í sátt við náttúruna Sannarlega þarf að standa vel að verki og vinna í góðri sátt við náttúruna, þar með talið villta laxastofna. Til þess stendur vilji laxeldismanna sem sammæltust um það með veiðiréttareigendum og fulltrúum sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis, að „framtíð fiskeldis skuli grundvallast á vísindalegum rannsóknum, eldistilraunum og vöktun í ám“. Og enn fremur: „mikilvægt sé að íslensku fiskeldi séu sköpuð bestu möguleg skilyrði til uppbyggingar og verði þannig sterk og öflug atvinnugrein.“Höfundur er formaður Landssambands fiskeldisstöðva
Af fimbulfambi, slysasleppingum og íslensku sauðkindinni Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, fer mikinn í grein í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl., vopnaður lýsingarorðum og tilvísunum er rekja má til fallins forseta Bandaríkjanna og Hávamála 6. mars 2018 07:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar