Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. mars 2018 06:00 Sumar borgir hafa það fyrirkomulag að einhverja ákveðna daga mega bara keyra bílar sem eru með oddatölur aftast í bílnúmerinu. Sex daga í ár hefur svifrykið í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Allt árið í fyrra voru það sautján dagar þar sem svifrykið fór yfir mörkin. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að til skamms tíma hafi þetta ekki veruleg áhrif á þá sem eru við góða heilsu. En þegar svifrykið er komið yfir 300 míkrógrömm á rúmmetra, eins og var fyrir helgi, sé ástandið orðið alvarlegt. Þá geti jafnvel heilbrigt fólk farið að finna fyrir óþægindum. „Þá sérstaklega þegar þú ert að reyna á þig, til dæmis þegar þú ert að skokka. Þá tekurðu inn meira súrefni og þá getur fólk sem er hraust farið að finna ertingu í öndunarfærum,“ segir Svava. Þessar aðstæður hafi þó meiri áhrif á þá sem eru veikir fyrir, með astma eða lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar agnir geta komist inn í blóðið og rannsóknir benda til að svifrykið geti þá aukið líkur á blóðtöppum og jafnvel hjartaáföllum. Svava segir að gerðar hafi verið rannsóknir á samsetningu svifryks í Reykjavík. Þær sýni að helmingurinn af svifrykinu sé malbiksagnir. „Öll umferð slítur yfirborði vega, en nagladekkin slíta malbikinu mun meira og eru þar áhrifavaldur,“ segir Svava, en bendir líka á að í rykinu er sót, sem kemur mest frá dísilbifreiðum og frá útblæstri bifreiða yfirleitt.Sjá einnig: Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun„Síðan eru slitnir bremsuborðar, hjólbarðar og annað slíkt, salt og jarðvegsefni. Það hefur verið hálkuvarið í vetur og það efni er á götunum auk niðurbrotins malbiks,“ segir Svava. Þegar lygnt er og búið að vera lengi þurrt þyrlar umferðin upp rykinu. „Mengunin sem við sjáum núna er aðallega í nágrenni við stofnbrautir en ekki við íbúagötur þar sem umferðin er minni.“ Svava segir að til þess að vinna gegn svifryksmengun þurfi að draga úr umferð. Fyrir því skortir lagaheimild, en til umsagnar í samgönguráðuneytinu eru drög að frumvarpi um breytingar á umferðarlögum þar sem á að veita heimild til slíks. Í því myndi felast meðal annars heimild fyrir sveitarfélögin til gjaldtöku á nagladekkjum og til að draga úr umferð á tilteknum stöðum á tilteknum tímum. Svava bendir á til viðbótar að hægt væri að draga úr hámarkshraða, en þeirri aðferð hafi verið beitt erlendis. Önnur leið sé að draga úr umferðarmagni. „Sumar borgir hafa til dæmis haft það þannig að einhverja ákveðna daga mega bara keyra bílar sem eru með oddatölur aftast í bílnúmerinu,“ segir Svava. Enn ein leiðin væri að setja takmarkanir á þunga bifreiða, því þyngri bifreiðir þyrla upp meira ryki. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Sex daga í ár hefur svifrykið í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Allt árið í fyrra voru það sautján dagar þar sem svifrykið fór yfir mörkin. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að til skamms tíma hafi þetta ekki veruleg áhrif á þá sem eru við góða heilsu. En þegar svifrykið er komið yfir 300 míkrógrömm á rúmmetra, eins og var fyrir helgi, sé ástandið orðið alvarlegt. Þá geti jafnvel heilbrigt fólk farið að finna fyrir óþægindum. „Þá sérstaklega þegar þú ert að reyna á þig, til dæmis þegar þú ert að skokka. Þá tekurðu inn meira súrefni og þá getur fólk sem er hraust farið að finna ertingu í öndunarfærum,“ segir Svava. Þessar aðstæður hafi þó meiri áhrif á þá sem eru veikir fyrir, með astma eða lungnasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar agnir geta komist inn í blóðið og rannsóknir benda til að svifrykið geti þá aukið líkur á blóðtöppum og jafnvel hjartaáföllum. Svava segir að gerðar hafi verið rannsóknir á samsetningu svifryks í Reykjavík. Þær sýni að helmingurinn af svifrykinu sé malbiksagnir. „Öll umferð slítur yfirborði vega, en nagladekkin slíta malbikinu mun meira og eru þar áhrifavaldur,“ segir Svava, en bendir líka á að í rykinu er sót, sem kemur mest frá dísilbifreiðum og frá útblæstri bifreiða yfirleitt.Sjá einnig: Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun„Síðan eru slitnir bremsuborðar, hjólbarðar og annað slíkt, salt og jarðvegsefni. Það hefur verið hálkuvarið í vetur og það efni er á götunum auk niðurbrotins malbiks,“ segir Svava. Þegar lygnt er og búið að vera lengi þurrt þyrlar umferðin upp rykinu. „Mengunin sem við sjáum núna er aðallega í nágrenni við stofnbrautir en ekki við íbúagötur þar sem umferðin er minni.“ Svava segir að til þess að vinna gegn svifryksmengun þurfi að draga úr umferð. Fyrir því skortir lagaheimild, en til umsagnar í samgönguráðuneytinu eru drög að frumvarpi um breytingar á umferðarlögum þar sem á að veita heimild til slíks. Í því myndi felast meðal annars heimild fyrir sveitarfélögin til gjaldtöku á nagladekkjum og til að draga úr umferð á tilteknum stöðum á tilteknum tímum. Svava bendir á til viðbótar að hægt væri að draga úr hámarkshraða, en þeirri aðferð hafi verið beitt erlendis. Önnur leið sé að draga úr umferðarmagni. „Sumar borgir hafa til dæmis haft það þannig að einhverja ákveðna daga mega bara keyra bílar sem eru með oddatölur aftast í bílnúmerinu,“ segir Svava. Enn ein leiðin væri að setja takmarkanir á þunga bifreiða, því þyngri bifreiðir þyrla upp meira ryki.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15 Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20 Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Mikil hætta á svifryki í borginni: Hvetja til þess að fólk noti frekar almenningssamgöngur en einkabílinn Veðrið á höfuðborgarsvæðinu er þannig að loftgæði geta orðið verulega slæm. 9. mars 2018 11:15
Hár styrkur svifryks í Reykjavík Styrkur svifryks er hár í dag samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg, Hringbraut og Eiríksgötu. 8. mars 2018 11:20
Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til að það hefði áhrif á svifryksmengun Borgin sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu fyrir hádegi í dag þar sem varað er við háum styrk svifryks. Fyrir helgi var einnig varað við svifryksmengun en þegar veður er gott líkt og nú, engin úrkoma og hægur vindur, eykst hættan á slíkri mengun. 12. mars 2018 13:39