Hispurslaus ástúð milli efstu manna í Melodifestivalen vakti athygli Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2018 23:00 Benjamin Ingrosso og Felix Sandmann. Vísir/Getty Svíar völdu framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn og bar söngvarinn Benjamin Ingrosso sigur úr býtum með lagið Dance You Off. Í öðru sæti var söngvarinn Felix Sandmann og vöktu innileg fagnaðarlæti söngvaranna á úrslitakvöldinu mikla athygli meðal sænskra áhorfenda. Ingrosso og Sandmann hefur báðum verið hrósað fyrir að halda ekki aftur af sér og láta óhræddir í ljós væntumþykju. Sænska dagblaðið Aftonbladet vakti athygli á stöðuuppfærslu hins 24 ára gamla Svía August Kretschmer Jeansson Plym í tengslum við málið. Í stöðuuppfærslunni fjallar Jeansson Plym um Ingrosso og Sandmann og hispurslaus vinahót þeirra á milli er þeir biðu eftir úrslitum. Mjótt var á mununum og greinilegt var að söngvararnir voru spenntir.LADIES AND GENTLEMEN, BENJAMIN INGROSSO AND FELIX SANDMAN pic.twitter.com/AwZyEhlXlq— навечно пять лет (@ohmydeardi) March 11, 2018 „Í stuttu máli, Benjamin sigrar. Þá tók ég eftir því að svolítið sérstakt gerðist,“ skrifar Jeansson Plym. „Strákarnir eru að faðmast, kannski á innilegasta máta sem ég hef séð í sænsku sjónvarpi.“ Þá lýsir Jeansson Plym því hvernig Ingrosso steypti sér í handahlaup í sigurvímu, missti jafnvægið og datt í jörðina. Í kjölfarið beygði Sandmann sig niður og kyssti Ingrosso rembingskoss, til að óska honum til hamingju með sigurinn. „Strákar, haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera. Haldið áfram að sýna tilfinningar ykkar, kennið ungum mönnum að það sé í lagi að vera berskjaldaður. Kennið ungum mönnum að það sé í lagi að samgleðjast vini,“ skrifar Jeansson Plym og lofar Ingrosso og Sandmann í hástert fyrir að sýna gott fordæmi. Nokkuð hefur borið á tilfinningum karlmanna í umræðu hér á landi undanfarin misseri, nú síðast undir myllumerkinu #karlmennskan þar sem karlar eru hvattir til að brjótast undan hugmyndum um „eitraða karlmennsku.“ Þá var Ari Ólafsson, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, gagnrýndur fyrir að hafa grátið í beinni útsendingu á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins. Netverjar komu Ara þó margir til varnar og hrósuðu honum fyrir að leyfa tárunum að flæða. Eurovision Tengdar fréttir Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00 Gleðitár Ara vekja athygli út fyrir landsteinana Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í söngvakeppninni. 11. mars 2018 15:33 Svíar hafa valið sitt framlag í Eurovision í ár Benjamin Ingrosso vann Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld. 10. mars 2018 23:15 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
Svíar völdu framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á laugardaginn og bar söngvarinn Benjamin Ingrosso sigur úr býtum með lagið Dance You Off. Í öðru sæti var söngvarinn Felix Sandmann og vöktu innileg fagnaðarlæti söngvaranna á úrslitakvöldinu mikla athygli meðal sænskra áhorfenda. Ingrosso og Sandmann hefur báðum verið hrósað fyrir að halda ekki aftur af sér og láta óhræddir í ljós væntumþykju. Sænska dagblaðið Aftonbladet vakti athygli á stöðuuppfærslu hins 24 ára gamla Svía August Kretschmer Jeansson Plym í tengslum við málið. Í stöðuuppfærslunni fjallar Jeansson Plym um Ingrosso og Sandmann og hispurslaus vinahót þeirra á milli er þeir biðu eftir úrslitum. Mjótt var á mununum og greinilegt var að söngvararnir voru spenntir.LADIES AND GENTLEMEN, BENJAMIN INGROSSO AND FELIX SANDMAN pic.twitter.com/AwZyEhlXlq— навечно пять лет (@ohmydeardi) March 11, 2018 „Í stuttu máli, Benjamin sigrar. Þá tók ég eftir því að svolítið sérstakt gerðist,“ skrifar Jeansson Plym. „Strákarnir eru að faðmast, kannski á innilegasta máta sem ég hef séð í sænsku sjónvarpi.“ Þá lýsir Jeansson Plym því hvernig Ingrosso steypti sér í handahlaup í sigurvímu, missti jafnvægið og datt í jörðina. Í kjölfarið beygði Sandmann sig niður og kyssti Ingrosso rembingskoss, til að óska honum til hamingju með sigurinn. „Strákar, haldið áfram að gera það sem þið eruð að gera. Haldið áfram að sýna tilfinningar ykkar, kennið ungum mönnum að það sé í lagi að vera berskjaldaður. Kennið ungum mönnum að það sé í lagi að samgleðjast vini,“ skrifar Jeansson Plym og lofar Ingrosso og Sandmann í hástert fyrir að sýna gott fordæmi. Nokkuð hefur borið á tilfinningum karlmanna í umræðu hér á landi undanfarin misseri, nú síðast undir myllumerkinu #karlmennskan þar sem karlar eru hvattir til að brjótast undan hugmyndum um „eitraða karlmennsku.“ Þá var Ari Ólafsson, sem fer fyrir Íslands hönd í Eurovision, gagnrýndur fyrir að hafa grátið í beinni útsendingu á úrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins. Netverjar komu Ara þó margir til varnar og hrósuðu honum fyrir að leyfa tárunum að flæða.
Eurovision Tengdar fréttir Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00 Gleðitár Ara vekja athygli út fyrir landsteinana Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í söngvakeppninni. 11. mars 2018 15:33 Svíar hafa valið sitt framlag í Eurovision í ár Benjamin Ingrosso vann Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld. 10. mars 2018 23:15 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi. 4. mars 2018 13:00
Gleðitár Ara vekja athygli út fyrir landsteinana Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í söngvakeppninni. 11. mars 2018 15:33
Svíar hafa valið sitt framlag í Eurovision í ár Benjamin Ingrosso vann Melodifestivalen í Svíþjóð í kvöld. 10. mars 2018 23:15