Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2018 16:27 Corbyn fordæmdi ekki rússnesk stjórnvöld fyrir eiturefnaárásina í Salisbury og krafðist frekari rannsóknar. Vísir/AFP Þingmenn Verkamannaflokksins eru á meðal þeirra sem gagnrýna viðbrögð Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins, við yfirlýsingu bresku ríkisstjórnarinnar um að Rússar hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan gagnnjósnara með taugaeitri. Sergei Skripal og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem vitað er að Rússar þróuðu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Talið er að á þriðja tug manna hafi orðið fyrir áhrifum taugaeitursins í bænum. Theresa May, forsætisráðherra, lýsti því yfir í gær að líklegt væri að Rússar stæðu að baki árásinni eða að taugaeitur þeirra hafi í versta falli lent í höndum þeirra sem stóðu fyrir henni. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því að þau beri ábyrgð á á tilræðinu. Tilræðið var til umræðu á breska þinginu í dag. Tilkynnti May að hún hygðist reka 23 rússneska njósnara úr landinu vegna málsins.Kölluðu á Corbyn að skammast sín Viðbrögð Corbyn voru hins vegar ekki eins afdráttarlaus. Þannig fordæmdi hann stjórnvöld í Kreml ekki með beinum orðum fyrir árásina í Salisbury. Kallaði hann árásina „skelfilegt ofbeldisverk“ og að það væri algerlega glæfralegt að nota efnavopn í borgaralegu umhverfi. Corbyn útilokaði hins vegar ekki að einhverjir aðrir en Rússar hefðu getað beitt taugaeitrinu og krafði May um frekari svör. „Ef ríkisstjórnin trúir því að það sé enn mögulegt að Rússland hafi fyrir vanrækni misst stjórn á hernaðareiturefni, til hvaða aðgerða hefur hún gripið í gegnum Samtök um bann við efnavopnum með bandamönnum okkar?“ spurði Corbyn. Þingmenn Íhaldsflokksins brugðust við með því að hrópa á Corbyn að skammast sín, að því er segir í frétt The Guardian. Ekki bætti í skák þegar talsmaður Corbyn gerði niðurstöður rannsóknarinnar á árásinni á Skripal tortryggilegar með því að vitna í fordæmi Íraksstríðsins árið 2003. „Það er saga sem tengist gereyðingarvopnum og hvað er talið vera sönnunargögn í stjórnmálum sem er vafasöm svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði Seumas Milne, talsmaður Corbyn við fréttamenn á meðan umræður stóðu enn yfir í þingsal. Nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins tóku undir gagnrýni íhaldsmanna á Corbyn vegna þess sem þeir töldu linkind leiðtogans gagnvart Rússum. May harmaði orð Corbyn og talsmanns hans og sagðist telja að hann hefði getað nýtt tækifærið til að taka undir fordæmingu ríkisstjórnarinnar á framferði Rússa. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Þingmenn Verkamannaflokksins eru á meðal þeirra sem gagnrýna viðbrögð Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins, við yfirlýsingu bresku ríkisstjórnarinnar um að Rússar hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan gagnnjósnara með taugaeitri. Sergei Skripal og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem vitað er að Rússar þróuðu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Talið er að á þriðja tug manna hafi orðið fyrir áhrifum taugaeitursins í bænum. Theresa May, forsætisráðherra, lýsti því yfir í gær að líklegt væri að Rússar stæðu að baki árásinni eða að taugaeitur þeirra hafi í versta falli lent í höndum þeirra sem stóðu fyrir henni. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því að þau beri ábyrgð á á tilræðinu. Tilræðið var til umræðu á breska þinginu í dag. Tilkynnti May að hún hygðist reka 23 rússneska njósnara úr landinu vegna málsins.Kölluðu á Corbyn að skammast sín Viðbrögð Corbyn voru hins vegar ekki eins afdráttarlaus. Þannig fordæmdi hann stjórnvöld í Kreml ekki með beinum orðum fyrir árásina í Salisbury. Kallaði hann árásina „skelfilegt ofbeldisverk“ og að það væri algerlega glæfralegt að nota efnavopn í borgaralegu umhverfi. Corbyn útilokaði hins vegar ekki að einhverjir aðrir en Rússar hefðu getað beitt taugaeitrinu og krafði May um frekari svör. „Ef ríkisstjórnin trúir því að það sé enn mögulegt að Rússland hafi fyrir vanrækni misst stjórn á hernaðareiturefni, til hvaða aðgerða hefur hún gripið í gegnum Samtök um bann við efnavopnum með bandamönnum okkar?“ spurði Corbyn. Þingmenn Íhaldsflokksins brugðust við með því að hrópa á Corbyn að skammast sín, að því er segir í frétt The Guardian. Ekki bætti í skák þegar talsmaður Corbyn gerði niðurstöður rannsóknarinnar á árásinni á Skripal tortryggilegar með því að vitna í fordæmi Íraksstríðsins árið 2003. „Það er saga sem tengist gereyðingarvopnum og hvað er talið vera sönnunargögn í stjórnmálum sem er vafasöm svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði Seumas Milne, talsmaður Corbyn við fréttamenn á meðan umræður stóðu enn yfir í þingsal. Nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins tóku undir gagnrýni íhaldsmanna á Corbyn vegna þess sem þeir töldu linkind leiðtogans gagnvart Rússum. May harmaði orð Corbyn og talsmanns hans og sagðist telja að hann hefði getað nýtt tækifærið til að taka undir fordæmingu ríkisstjórnarinnar á framferði Rússa.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00