Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2018 16:27 Corbyn fordæmdi ekki rússnesk stjórnvöld fyrir eiturefnaárásina í Salisbury og krafðist frekari rannsóknar. Vísir/AFP Þingmenn Verkamannaflokksins eru á meðal þeirra sem gagnrýna viðbrögð Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins, við yfirlýsingu bresku ríkisstjórnarinnar um að Rússar hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan gagnnjósnara með taugaeitri. Sergei Skripal og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem vitað er að Rússar þróuðu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Talið er að á þriðja tug manna hafi orðið fyrir áhrifum taugaeitursins í bænum. Theresa May, forsætisráðherra, lýsti því yfir í gær að líklegt væri að Rússar stæðu að baki árásinni eða að taugaeitur þeirra hafi í versta falli lent í höndum þeirra sem stóðu fyrir henni. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því að þau beri ábyrgð á á tilræðinu. Tilræðið var til umræðu á breska þinginu í dag. Tilkynnti May að hún hygðist reka 23 rússneska njósnara úr landinu vegna málsins.Kölluðu á Corbyn að skammast sín Viðbrögð Corbyn voru hins vegar ekki eins afdráttarlaus. Þannig fordæmdi hann stjórnvöld í Kreml ekki með beinum orðum fyrir árásina í Salisbury. Kallaði hann árásina „skelfilegt ofbeldisverk“ og að það væri algerlega glæfralegt að nota efnavopn í borgaralegu umhverfi. Corbyn útilokaði hins vegar ekki að einhverjir aðrir en Rússar hefðu getað beitt taugaeitrinu og krafði May um frekari svör. „Ef ríkisstjórnin trúir því að það sé enn mögulegt að Rússland hafi fyrir vanrækni misst stjórn á hernaðareiturefni, til hvaða aðgerða hefur hún gripið í gegnum Samtök um bann við efnavopnum með bandamönnum okkar?“ spurði Corbyn. Þingmenn Íhaldsflokksins brugðust við með því að hrópa á Corbyn að skammast sín, að því er segir í frétt The Guardian. Ekki bætti í skák þegar talsmaður Corbyn gerði niðurstöður rannsóknarinnar á árásinni á Skripal tortryggilegar með því að vitna í fordæmi Íraksstríðsins árið 2003. „Það er saga sem tengist gereyðingarvopnum og hvað er talið vera sönnunargögn í stjórnmálum sem er vafasöm svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði Seumas Milne, talsmaður Corbyn við fréttamenn á meðan umræður stóðu enn yfir í þingsal. Nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins tóku undir gagnrýni íhaldsmanna á Corbyn vegna þess sem þeir töldu linkind leiðtogans gagnvart Rússum. May harmaði orð Corbyn og talsmanns hans og sagðist telja að hann hefði getað nýtt tækifærið til að taka undir fordæmingu ríkisstjórnarinnar á framferði Rússa. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Þingmenn Verkamannaflokksins eru á meðal þeirra sem gagnrýna viðbrögð Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins, við yfirlýsingu bresku ríkisstjórnarinnar um að Rússar hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan gagnnjósnara með taugaeitri. Sergei Skripal og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem vitað er að Rússar þróuðu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Talið er að á þriðja tug manna hafi orðið fyrir áhrifum taugaeitursins í bænum. Theresa May, forsætisráðherra, lýsti því yfir í gær að líklegt væri að Rússar stæðu að baki árásinni eða að taugaeitur þeirra hafi í versta falli lent í höndum þeirra sem stóðu fyrir henni. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því að þau beri ábyrgð á á tilræðinu. Tilræðið var til umræðu á breska þinginu í dag. Tilkynnti May að hún hygðist reka 23 rússneska njósnara úr landinu vegna málsins.Kölluðu á Corbyn að skammast sín Viðbrögð Corbyn voru hins vegar ekki eins afdráttarlaus. Þannig fordæmdi hann stjórnvöld í Kreml ekki með beinum orðum fyrir árásina í Salisbury. Kallaði hann árásina „skelfilegt ofbeldisverk“ og að það væri algerlega glæfralegt að nota efnavopn í borgaralegu umhverfi. Corbyn útilokaði hins vegar ekki að einhverjir aðrir en Rússar hefðu getað beitt taugaeitrinu og krafði May um frekari svör. „Ef ríkisstjórnin trúir því að það sé enn mögulegt að Rússland hafi fyrir vanrækni misst stjórn á hernaðareiturefni, til hvaða aðgerða hefur hún gripið í gegnum Samtök um bann við efnavopnum með bandamönnum okkar?“ spurði Corbyn. Þingmenn Íhaldsflokksins brugðust við með því að hrópa á Corbyn að skammast sín, að því er segir í frétt The Guardian. Ekki bætti í skák þegar talsmaður Corbyn gerði niðurstöður rannsóknarinnar á árásinni á Skripal tortryggilegar með því að vitna í fordæmi Íraksstríðsins árið 2003. „Það er saga sem tengist gereyðingarvopnum og hvað er talið vera sönnunargögn í stjórnmálum sem er vafasöm svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði Seumas Milne, talsmaður Corbyn við fréttamenn á meðan umræður stóðu enn yfir í þingsal. Nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins tóku undir gagnrýni íhaldsmanna á Corbyn vegna þess sem þeir töldu linkind leiðtogans gagnvart Rússum. May harmaði orð Corbyn og talsmanns hans og sagðist telja að hann hefði getað nýtt tækifærið til að taka undir fordæmingu ríkisstjórnarinnar á framferði Rússa.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00