Leikfangaframleiðandinn Mattel lét á dögunum gera Barbie dúkku eftir Apfel sem fangar stíl hennar fullkomlega en hún er í grænni Gucci dragt og með gleraugun góðu. Apfel er því komin í hóp með mörgum góðum konum sem hafa fengið dúkkur eftir sér eins og Ashley Graham, Gigi Hadid og Zendaya svo eitthvað sé nefnt.
Er þetta mögulega dúkka til að bæta í safnið?
