Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. mars 2018 21:45 Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld. Hverfið er afar víðfemt, en það nær allt frá Valitor húsinu suður að Flatahrauni, frá Fjarðarhrauni í austri og að Reykjavíkurvegi í vestri og er í heild sinni á stærð við Arnarnes. Þar sem í dag eru verkstæði, rútubílastæði og leigubílastöðvar er hugmyndin að verði blönduð byggð verslana, veitingastaða, íbúða, grænna svæða, skólar og leikskólar. „Þetta er gamalt hverfi og kannski nýtist ekki eins og upphaflega var hugsað. Auk þess eru húsin mörg hver orðin gömul,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.Nokkuð jöfn dreifing milli íbúða og þjónustu Hugmyndin er rífa talsverðan hluta þess húsnæðis sem nú er á svæðinu, nýrri skrifstofu- og verslunarhús á jaðrinum fái að halda sér. Húsin verða allt frá tveimur hæðum og upp í sjö, og skiptast í um 40% skrifstofur og þjónustu og 60% íbúðir. En vilja Hafnfirðingar sem hafa sjálfir valið að búa í úthverfi, endilega þétta byggð? „Já við viljum hafa báða möguleika, við viljum hafa hverfi þar sem hægt er að ganga á milli, með börnin í leikskólann og tómstundir og þar sem stutt er í alla þjónustu og almenningssamgöngur. Við viljum hafa þessa valkosti,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Svæðið er kallað 5 mínútna hverfið, þar sem hægt verður að sækja alla þjónustu innan fimm mínútna. Hins vegar liggur fyrir að semja þarf við fjölbreyttan hóp eigenda lóða og húsnæðis til að ryðja fyrir hinni nýju byggð. „Það samtal fer vel af stað og er sannarlega hafið. Þetta verður gert í sátt og samlyndi við þá lóðarhafa sem eru þegar á staðnum, en það verður miserfitt. Það er ljóst,“ segir Rósa. Þannig bendir Rósa á að einn aðili eigi þegar talsverðan hluta svæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar og væri því hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári. Í heildina er hins vegar stefnt á að alls verði um 2300 íbúðir á svæðinu, sem verði vel tengdar fyrirhugaðri borgarlínu. En hvenær má eiga von á að ásýndin breytist tilfinnanlega? „Ef ég á að vera raunsær myndi ég giska á 15-20 ár frá því byrjað er og þar til hverfið er fullbúið,“ segir Ólafur Ingi.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Myndefni af fyrirhuguðum breytingum er fengið frá Teiknistofu arkitekta og KRADS. Skipulag Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld. Hverfið er afar víðfemt, en það nær allt frá Valitor húsinu suður að Flatahrauni, frá Fjarðarhrauni í austri og að Reykjavíkurvegi í vestri og er í heild sinni á stærð við Arnarnes. Þar sem í dag eru verkstæði, rútubílastæði og leigubílastöðvar er hugmyndin að verði blönduð byggð verslana, veitingastaða, íbúða, grænna svæða, skólar og leikskólar. „Þetta er gamalt hverfi og kannski nýtist ekki eins og upphaflega var hugsað. Auk þess eru húsin mörg hver orðin gömul,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.Nokkuð jöfn dreifing milli íbúða og þjónustu Hugmyndin er rífa talsverðan hluta þess húsnæðis sem nú er á svæðinu, nýrri skrifstofu- og verslunarhús á jaðrinum fái að halda sér. Húsin verða allt frá tveimur hæðum og upp í sjö, og skiptast í um 40% skrifstofur og þjónustu og 60% íbúðir. En vilja Hafnfirðingar sem hafa sjálfir valið að búa í úthverfi, endilega þétta byggð? „Já við viljum hafa báða möguleika, við viljum hafa hverfi þar sem hægt er að ganga á milli, með börnin í leikskólann og tómstundir og þar sem stutt er í alla þjónustu og almenningssamgöngur. Við viljum hafa þessa valkosti,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Svæðið er kallað 5 mínútna hverfið, þar sem hægt verður að sækja alla þjónustu innan fimm mínútna. Hins vegar liggur fyrir að semja þarf við fjölbreyttan hóp eigenda lóða og húsnæðis til að ryðja fyrir hinni nýju byggð. „Það samtal fer vel af stað og er sannarlega hafið. Þetta verður gert í sátt og samlyndi við þá lóðarhafa sem eru þegar á staðnum, en það verður miserfitt. Það er ljóst,“ segir Rósa. Þannig bendir Rósa á að einn aðili eigi þegar talsverðan hluta svæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar og væri því hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári. Í heildina er hins vegar stefnt á að alls verði um 2300 íbúðir á svæðinu, sem verði vel tengdar fyrirhugaðri borgarlínu. En hvenær má eiga von á að ásýndin breytist tilfinnanlega? „Ef ég á að vera raunsær myndi ég giska á 15-20 ár frá því byrjað er og þar til hverfið er fullbúið,“ segir Ólafur Ingi.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Myndefni af fyrirhuguðum breytingum er fengið frá Teiknistofu arkitekta og KRADS.
Skipulag Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira