Statoil skiptir um nafn Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 07:47 Úr höfuðstöðvum fyrirtæksins. Maðurinn til vinstri er fyrrverandi forstjóri þess, Helge Lund. Vísir/AFP „Við teljum þetta vera sögulegan dag. Í næstum 50 ár hefur hið flotta nafn Statoil þjónað okkur vel. En nú þegar við horfum til næstu 50 ára, breytingana á orkubúskapi heimsins og hvernig við þróum breiðara orkufyrirtæki, þá er eðlilegt skref að skipta um nafn,“ segir forstjóri Statoil, Eldar Sætre. Tillaga hefur verið lögð fram af stjórn norska ríkisolíufyrirtæksins um að breyta nafni Statoil í Equinor. Gert er ráð fyrir því að nafnabreytingin verði formlega kynnt á ársfundi fyrirtækisins þann 15. maí næstkomandi. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Søviknes, segir að norsk stjórnvöld styðji fyrirtækið heilshugar við nafnaskiptin. Þannig munu þau kjósa með tillöguna á ársfundinum í maí. Statoil segir í samtali við norska miðilinn E24 að nafnð Equinor sé engin hrákasmíð. Nafnið eigi að fá fólk til að hugsa um hið víðfræga norska jafnrétti. Það sé samsett úr tveimur hlutum: „Nor“ sem vísar til Noregs og „Equi“ er sótt úr ensku, enda líkt orðunum „equal,“ (jöfn) „equality“ (jafnfrétti) og „equilibrium“ (jafnvægi). Nafnið Equinor er þó þegar í notkun í Noregi. Ríkisolíufyrirtækið þarf því að komast að samkomulagi við norskan dýralækni, en „equi“ vísar jafnframt til hests á latínu. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Við teljum þetta vera sögulegan dag. Í næstum 50 ár hefur hið flotta nafn Statoil þjónað okkur vel. En nú þegar við horfum til næstu 50 ára, breytingana á orkubúskapi heimsins og hvernig við þróum breiðara orkufyrirtæki, þá er eðlilegt skref að skipta um nafn,“ segir forstjóri Statoil, Eldar Sætre. Tillaga hefur verið lögð fram af stjórn norska ríkisolíufyrirtæksins um að breyta nafni Statoil í Equinor. Gert er ráð fyrir því að nafnabreytingin verði formlega kynnt á ársfundi fyrirtækisins þann 15. maí næstkomandi. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Terje Søviknes, segir að norsk stjórnvöld styðji fyrirtækið heilshugar við nafnaskiptin. Þannig munu þau kjósa með tillöguna á ársfundinum í maí. Statoil segir í samtali við norska miðilinn E24 að nafnð Equinor sé engin hrákasmíð. Nafnið eigi að fá fólk til að hugsa um hið víðfræga norska jafnrétti. Það sé samsett úr tveimur hlutum: „Nor“ sem vísar til Noregs og „Equi“ er sótt úr ensku, enda líkt orðunum „equal,“ (jöfn) „equality“ (jafnfrétti) og „equilibrium“ (jafnvægi). Nafnið Equinor er þó þegar í notkun í Noregi. Ríkisolíufyrirtækið þarf því að komast að samkomulagi við norskan dýralækni, en „equi“ vísar jafnframt til hests á latínu.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira