Engin komugjöld á þessu ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. mars 2018 20:32 Komugjöld verða ekki að veruleika á þessu ári, segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála. Greiningarvinna og samráð við ferðþjónustuna eigi eftir að fara fram. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að samtökin hafi alltaf verið tilbúin að skoða slík gjöld, einkum yfir háönn ferðaþjónustunnar, en hins vegar sé afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið í allri ákvörðunartöku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu verði kannaðar í samráði við greinina, m.a. möguleikar á álagningu komu eða brottfarargjalds. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hnykkti á þessu á flokksþingi Framsóknarmanna um síðustu helgi og sagði: „Á sama tíma er einnig verið að vinna að því að koma á komugjöldum, í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra hagaðila.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála segir að formlegar viðræður við ferðaþjónustuna séu ekki hafnar, greiningarvinna fari nú fram í ráðuneytinu. „Samtalið við greinina svona formlega á eftir að eiga sér stað og ekki hægt að segja til hvenær fyrsta útfærsla á komugjaldinu verði lögð fram. Hún verði ekki tilbúin á þessu ári.“ Þórdís Kolbrún segir mikilvægt að komast að niðurstöðu sem fyrst. „Ég vona að við förum að geta sett punkt aftan við umræðuna um komugjöldin, verkefnið er að komast að niðurstöðu og klára málið.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið. „Við höfum alltaf verið tilbúin til að skoða komugjöld sérílagi yfir háönnina, við erum ennþá að byggja upp vetrarmánuðina en auðvitað eru annmarkar á komugjöldum eins og öðrum gjaldtökuhugmyndum sem hafa verið viðraðar.“ Helga segir að ef gjöldin verði að veruleika sé brýnt að þau fari í uppbyggingu innviða. Við ákvörðunartöku um gjaldtökuna þurfi að horfa til allra þátta. „Menn verða að horfa á stóru myndina, átta sig á hvaða áhrif þessi gjaldtaka hefur hvað varðar samkeppnishæfni og svo framvegis og taka ákvarðanir út frá því.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Komugjöld verða ekki að veruleika á þessu ári, segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála. Greiningarvinna og samráð við ferðþjónustuna eigi eftir að fara fram. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að samtökin hafi alltaf verið tilbúin að skoða slík gjöld, einkum yfir háönn ferðaþjónustunnar, en hins vegar sé afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið í allri ákvörðunartöku. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að leiðir til gjaldtöku í ferðaþjónustu verði kannaðar í samráði við greinina, m.a. möguleikar á álagningu komu eða brottfarargjalds. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hnykkti á þessu á flokksþingi Framsóknarmanna um síðustu helgi og sagði: „Á sama tíma er einnig verið að vinna að því að koma á komugjöldum, í samstarfi við ferðaþjónustuna og aðra hagaðila.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála segir að formlegar viðræður við ferðaþjónustuna séu ekki hafnar, greiningarvinna fari nú fram í ráðuneytinu. „Samtalið við greinina svona formlega á eftir að eiga sér stað og ekki hægt að segja til hvenær fyrsta útfærsla á komugjaldinu verði lögð fram. Hún verði ekki tilbúin á þessu ári.“ Þórdís Kolbrún segir mikilvægt að komast að niðurstöðu sem fyrst. „Ég vona að við förum að geta sett punkt aftan við umræðuna um komugjöldin, verkefnið er að komast að niðurstöðu og klára málið.“ Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir afar mikilvægt að horfa heildrænt á málið. „Við höfum alltaf verið tilbúin til að skoða komugjöld sérílagi yfir háönnina, við erum ennþá að byggja upp vetrarmánuðina en auðvitað eru annmarkar á komugjöldum eins og öðrum gjaldtökuhugmyndum sem hafa verið viðraðar.“ Helga segir að ef gjöldin verði að veruleika sé brýnt að þau fari í uppbyggingu innviða. Við ákvörðunartöku um gjaldtökuna þurfi að horfa til allra þátta. „Menn verða að horfa á stóru myndina, átta sig á hvaða áhrif þessi gjaldtaka hefur hvað varðar samkeppnishæfni og svo framvegis og taka ákvarðanir út frá því.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37 Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Fresta eigi hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verði frestað og að í staðinn verði álagning komugjalda skoðuð. 18. maí 2017 22:37
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30