Neitar sök í manndrápsmáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2018 09:49 Maðurinn huldi andlit sitt þegar hann var leiddur fyrir dómara í morgun. Vísir/rakel Dagur Hoe Sigurjónsson, 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum, neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn er einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula þrisvar sinnum sömu nótt, það er aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Neitaði hann einnig sök varðandi þann ákærulið. Í ákæru málsins segir að maðurinn hafi stungið Sula fjórum sinnum þegar hann réðst á hann á Austurvelli umrædda nótt. Sula lést af sárum sínum fimm dögum síðar en í ákæru segir að áverkinn á hjartanu hafi verið „banvænn og höfðu önnur skurðsár áhrif á andlát hans.“ Samlandi Sula hlaut skurðsár á bakinu og utanverðri öxl, sömuleiðis á vinstri upphandlegg og á kálfa. Sú stunga náði ofan í slagæð og olli slagæðablæðingu. Móðir Sula fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur auk tæplega 900 þúsund króna vegna útlagðs kostnaðar vegna útfarar sonar hennar. Faðir Sula gerir sömuleiðis kröfu um tíu milljónir króna í miskabætur. Maðurinn sem var stunginn en lifði árásina af krefst 3,2 milljóna króna í bætur. Ákærði í málinu hafnaði bótakröfunum. Næsta fyrirtaka í málinu verður á miðvikudag í næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Tengdar fréttir Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Dagur Hoe Sigurjónsson, 25 ára karlmaður sem ákærður er af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í desember síðastliðnum, neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn er einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula þrisvar sinnum sömu nótt, það er aðfaranótt sunnudagsins 3. desember. Neitaði hann einnig sök varðandi þann ákærulið. Í ákæru málsins segir að maðurinn hafi stungið Sula fjórum sinnum þegar hann réðst á hann á Austurvelli umrædda nótt. Sula lést af sárum sínum fimm dögum síðar en í ákæru segir að áverkinn á hjartanu hafi verið „banvænn og höfðu önnur skurðsár áhrif á andlát hans.“ Samlandi Sula hlaut skurðsár á bakinu og utanverðri öxl, sömuleiðis á vinstri upphandlegg og á kálfa. Sú stunga náði ofan í slagæð og olli slagæðablæðingu. Móðir Sula fer fram á tíu milljónir króna í miskabætur auk tæplega 900 þúsund króna vegna útlagðs kostnaðar vegna útfarar sonar hennar. Faðir Sula gerir sömuleiðis kröfu um tíu milljónir króna í miskabætur. Maðurinn sem var stunginn en lifði árásina af krefst 3,2 milljóna króna í bætur. Ákærði í málinu hafnaði bótakröfunum. Næsta fyrirtaka í málinu verður á miðvikudag í næstu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Tengdar fréttir Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25 Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli 25 ára karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að verða hinum albanska Klevis Sula að bana á Austurvelli í byrjun desember. 13. mars 2018 13:25
Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25
„Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Móðir, Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum eftir hnífsstunguárás í miðbænum segir að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar hann réðst á hann að tilefnislausu. 10. desember 2017 18:30