Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 83-70 │ Kári mætti með látum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. mars 2018 21:45 Kári Jónsson hjá Haukum. Vísir/Ernir Haukar byrjuðu úrslitakeppnina í Domino’s deild karla á nokkuð öruggum sigri á Keflavík á heimavelli sínum á Ásvöllum og eru því komnir með einn sigur í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. Leikurinn byrjaði frekar hægt og var ekki skoruð karfa í fyrstu fjórar sóknir leiksins. Þá settu Haukar í gírinn og hentu í þrjár þriggja stiga körfur og voru fljótt komnir með níu stiga forystu 13-4. Eftir að Haukarnir náðu upp þessum mun þá var í raun orðið ljóst hvernig leikurinn færi, þó snemmt væri. Keflavíkurliðið spilaði ágætlega, en þeir voru aldrei líklegir til þess að ná að vinna upp tíu stiga mun á þetta Haukalið. Þeir voru oft í þó nokkrum vandræðum með sóknarleikinn, og þó þeir næðu að saxa aðeins á forskot Hauka þá komust þeir aldrei nógu nálægt til þess að gera leikinn virkilega spennandi. Staðan í hálfleik var 44-31 fyrir heimamenn og leikurinn vannst að lokum með þrettán stigum, 83-70.Afhverju unnu Haukar? Þeir virkuðu bara einni stærðargráðu of sterkir fyrir Keflavík. Keflavík var alls ekki að spila neinn arfaslakan leik, en Haukar höfðu svör við flestu sem gestirnir gerðu. Þá hjálpaði til að skotnýting Hauka var virkilega góð í kvöld, þá sérstaklega í þriggja stiga skotum. Þeir voru í 53 prósentum í þristum í hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson átti algjörlega stórbrotinn leik í liði Hauka í kvöld. Hann hefur ekki verið með þeim síðan fyrir landsleikjahlé, en hann puttabrotnaði eins og þekkt er á landsliðsæfingu. Hann mætti í byrjunarliðið í kvöld og skoraði 25 stig, þar af 15 úr þriggja stiga skotum. Þá bauð Haukur Óskarsson upp á skotsýningu en hann var 4 af 5 í þristum.Hvað gekk illa? Keflavík átti í vandræðum í sóknarleiknum. Það bjargaði þeim svolítið í dag að þeir eru með góða skotmenn og gátu hitt úr nokkrum þristum, því þeir áttu í stökustu vandræðum með að komast almennilega í gegn um vörn Haukanna og þá var mikið af skotum þeirra að fara í hringinn og út.Hvað gerist næst? Næsti leikur í einvígi þessa liða er á þriðjudaginn í Keflavík. Þar þurfa Keflvíkingar að sækja sigur ætli þeir ekki að fara alveg með bakið upp við vegg inn í þriðja leikinn hér á Ásvöllum eftir viku.Ívar Ásgrímsson.Vísir/BáraÍvar: Ef við spilum okkar leik þá eigum við að vinna „Við vorum alltaf með leikinn í okkar höndum. Við slökuðum aldrei á varnarlega og það er ástæðan fyrir því að við fórum með sigur hér í kvöld,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Mér fannst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið, það var ekkert sem kom á óvart. En ég held að það hafi heldur ekki verið neitt sem kom á óvart í okkar leik. Við spiluðum bara betur, vörnin okkar var frábær eins og hún hefur verið í allan vetur.“ „Við stoppuðum Hörð allan leikinn og þá eru þeir í vandræðum.“ Þriðji leikhluti leiksins var mjög leiðinlegur áhorfs, hreint út sagt, en þá settu Keflvíkingar í svæðisvörn og Haukar áttu virkilega erfitt með að leysa hana og hvorugt liðið skoraði í um fimm mínútur. „Þegar þeir fóru í svæði, við vorum ekki góðir á móti því. Hikstuðum dálítið og skoruðum ekki í langan tíma. Við stoppuðum á meðan. Þá er það svosem í lagi, á meðan við fáum stopp, en við þurfum að laga þetta fyrir næsta leik.“ „Við búumst við erfiðum leik þar, eins og í kvöld. Ef við spilum okkar leik og leggjum okkur fram þá eigum við að vinna en ef við gerum það ekki þá gæti farið illa,“ sagði Ívar Ásgrímsson.Friðrik Ingi RúnarssonVísir/ErnirFriðrik: Sóknarleikurinn var svo stirður „Þeir eru miklu grimmari í frákastabaráttunni í fyrri hálfleik, fleiri tækifæri og fá sjálfstraust og setja niður stór skot. Ná strax ákveðinni forystu sem þeir hafa svo bara það sem eftir er leiks,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. „Okkur vantaði alltaf bara smá herslumun til þess að fá alvöru trú á því sem við vorum að gera. Tókum mótlætinu frekar illa og það er eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur. Í mínum huga er þetta ennþá galopið.“ Friðrik mótmælti því ekki að utan á séð var erfitt að sjá Keflavík koma til baka og sigra leikinn. „Sóknarleikurinn okkar var bara svo stirður einhvern veginn. Boltinn gekk lítið og of mikið dripl. Ofan á það vorum við að hitta illa á svona lykil köflum í leiknum úr galopnum skotum jafnvel, svo sjálfstraustið var ekki til staðar. Svo það má alveg segja það að eins og þetta horfði við þá vorum við ekkert líklegir endilega.“ „Næsti leikur er á þriðjudaginn og þetta er galopið. Einn leikur af mörgum í seríu og við þurfum að finna okkar takt og mæta með sjálfstraustið að vopni,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. Kári Jónsson hefur verið frábær í veturvísir/eyþórKári: Slæmt þegar maður hittir betur úr þriggja stiga skotum en vítum Það var ekki að sjá á leik Kára í dag að hann hefði verið frá því hann átti stórleik, var stigahæstur á vellinum með 25 stig í 83-70 sigri Hauka á Keflavík. „Maður er búinn að æfa vel og sem betur fer var þetta bara hendin og hægri putti svo maður gat haldið sér í standi á meðan ég var ekki í kontakt. Bara virkilega fínn sigur hjá okkur,“ sagði Kári í viðtali eftir leikinn. „Ég var að fá nokkuð þægileg skot, var í „ryþma“ og leið vel í skotunum. Það voru nokkur þarna inni sem mér fannst ótímabær og slök en það var allt í góðu.“ „Það er svolítið slæmt þegar maður var farinn að hitta betur úr þriggja stiga skotum heldur en vítum og var farinn að skjóta strax þristum, en þá þarf maður að hugsa minna og ekki einbeita sér of mikið.“ Haukar unnu nokkuð þægilegan sigur sem virtist ekki vera í mikilli hættu mest allan leikinn, þrátt fyrir mikla baráttu í vörninni hjá báðum liðum. „Vörnin okkar var virkilega þétt og góður varnarleikur skóp þetta mest megnis. Sóknin kemur oftast með varnarleiknum, við þurfum að halda því áfram.“ Kári vildi ekki fara of geyst í yfirlýsingarnar, hann sagði hugann vera bara við leikinn í Keflavík á þriðjudag. „Við ætlum bara að einbeita okkur að fara í Keflavík á virkilega erfiðan útivöll. Þurfum að vera með hausinn alveg einbeittan þar og koma brjálaðir inn í það. Vonandi getum við náð í sigur þar,“ sagði Kári Jónsson. Dominos-deild karla
Haukar byrjuðu úrslitakeppnina í Domino’s deild karla á nokkuð öruggum sigri á Keflavík á heimavelli sínum á Ásvöllum og eru því komnir með einn sigur í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. Leikurinn byrjaði frekar hægt og var ekki skoruð karfa í fyrstu fjórar sóknir leiksins. Þá settu Haukar í gírinn og hentu í þrjár þriggja stiga körfur og voru fljótt komnir með níu stiga forystu 13-4. Eftir að Haukarnir náðu upp þessum mun þá var í raun orðið ljóst hvernig leikurinn færi, þó snemmt væri. Keflavíkurliðið spilaði ágætlega, en þeir voru aldrei líklegir til þess að ná að vinna upp tíu stiga mun á þetta Haukalið. Þeir voru oft í þó nokkrum vandræðum með sóknarleikinn, og þó þeir næðu að saxa aðeins á forskot Hauka þá komust þeir aldrei nógu nálægt til þess að gera leikinn virkilega spennandi. Staðan í hálfleik var 44-31 fyrir heimamenn og leikurinn vannst að lokum með þrettán stigum, 83-70.Afhverju unnu Haukar? Þeir virkuðu bara einni stærðargráðu of sterkir fyrir Keflavík. Keflavík var alls ekki að spila neinn arfaslakan leik, en Haukar höfðu svör við flestu sem gestirnir gerðu. Þá hjálpaði til að skotnýting Hauka var virkilega góð í kvöld, þá sérstaklega í þriggja stiga skotum. Þeir voru í 53 prósentum í þristum í hálfleik.Hverjir stóðu upp úr? Kári Jónsson átti algjörlega stórbrotinn leik í liði Hauka í kvöld. Hann hefur ekki verið með þeim síðan fyrir landsleikjahlé, en hann puttabrotnaði eins og þekkt er á landsliðsæfingu. Hann mætti í byrjunarliðið í kvöld og skoraði 25 stig, þar af 15 úr þriggja stiga skotum. Þá bauð Haukur Óskarsson upp á skotsýningu en hann var 4 af 5 í þristum.Hvað gekk illa? Keflavík átti í vandræðum í sóknarleiknum. Það bjargaði þeim svolítið í dag að þeir eru með góða skotmenn og gátu hitt úr nokkrum þristum, því þeir áttu í stökustu vandræðum með að komast almennilega í gegn um vörn Haukanna og þá var mikið af skotum þeirra að fara í hringinn og út.Hvað gerist næst? Næsti leikur í einvígi þessa liða er á þriðjudaginn í Keflavík. Þar þurfa Keflvíkingar að sækja sigur ætli þeir ekki að fara alveg með bakið upp við vegg inn í þriðja leikinn hér á Ásvöllum eftir viku.Ívar Ásgrímsson.Vísir/BáraÍvar: Ef við spilum okkar leik þá eigum við að vinna „Við vorum alltaf með leikinn í okkar höndum. Við slökuðum aldrei á varnarlega og það er ástæðan fyrir því að við fórum með sigur hér í kvöld,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Mér fannst þeir vera svipaðir og þeir hafa verið, það var ekkert sem kom á óvart. En ég held að það hafi heldur ekki verið neitt sem kom á óvart í okkar leik. Við spiluðum bara betur, vörnin okkar var frábær eins og hún hefur verið í allan vetur.“ „Við stoppuðum Hörð allan leikinn og þá eru þeir í vandræðum.“ Þriðji leikhluti leiksins var mjög leiðinlegur áhorfs, hreint út sagt, en þá settu Keflvíkingar í svæðisvörn og Haukar áttu virkilega erfitt með að leysa hana og hvorugt liðið skoraði í um fimm mínútur. „Þegar þeir fóru í svæði, við vorum ekki góðir á móti því. Hikstuðum dálítið og skoruðum ekki í langan tíma. Við stoppuðum á meðan. Þá er það svosem í lagi, á meðan við fáum stopp, en við þurfum að laga þetta fyrir næsta leik.“ „Við búumst við erfiðum leik þar, eins og í kvöld. Ef við spilum okkar leik og leggjum okkur fram þá eigum við að vinna en ef við gerum það ekki þá gæti farið illa,“ sagði Ívar Ásgrímsson.Friðrik Ingi RúnarssonVísir/ErnirFriðrik: Sóknarleikurinn var svo stirður „Þeir eru miklu grimmari í frákastabaráttunni í fyrri hálfleik, fleiri tækifæri og fá sjálfstraust og setja niður stór skot. Ná strax ákveðinni forystu sem þeir hafa svo bara það sem eftir er leiks,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. „Okkur vantaði alltaf bara smá herslumun til þess að fá alvöru trú á því sem við vorum að gera. Tókum mótlætinu frekar illa og það er eitthvað sem við þurfum að laga hjá okkur. Í mínum huga er þetta ennþá galopið.“ Friðrik mótmælti því ekki að utan á séð var erfitt að sjá Keflavík koma til baka og sigra leikinn. „Sóknarleikurinn okkar var bara svo stirður einhvern veginn. Boltinn gekk lítið og of mikið dripl. Ofan á það vorum við að hitta illa á svona lykil köflum í leiknum úr galopnum skotum jafnvel, svo sjálfstraustið var ekki til staðar. Svo það má alveg segja það að eins og þetta horfði við þá vorum við ekkert líklegir endilega.“ „Næsti leikur er á þriðjudaginn og þetta er galopið. Einn leikur af mörgum í seríu og við þurfum að finna okkar takt og mæta með sjálfstraustið að vopni,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. Kári Jónsson hefur verið frábær í veturvísir/eyþórKári: Slæmt þegar maður hittir betur úr þriggja stiga skotum en vítum Það var ekki að sjá á leik Kára í dag að hann hefði verið frá því hann átti stórleik, var stigahæstur á vellinum með 25 stig í 83-70 sigri Hauka á Keflavík. „Maður er búinn að æfa vel og sem betur fer var þetta bara hendin og hægri putti svo maður gat haldið sér í standi á meðan ég var ekki í kontakt. Bara virkilega fínn sigur hjá okkur,“ sagði Kári í viðtali eftir leikinn. „Ég var að fá nokkuð þægileg skot, var í „ryþma“ og leið vel í skotunum. Það voru nokkur þarna inni sem mér fannst ótímabær og slök en það var allt í góðu.“ „Það er svolítið slæmt þegar maður var farinn að hitta betur úr þriggja stiga skotum heldur en vítum og var farinn að skjóta strax þristum, en þá þarf maður að hugsa minna og ekki einbeita sér of mikið.“ Haukar unnu nokkuð þægilegan sigur sem virtist ekki vera í mikilli hættu mest allan leikinn, þrátt fyrir mikla baráttu í vörninni hjá báðum liðum. „Vörnin okkar var virkilega þétt og góður varnarleikur skóp þetta mest megnis. Sóknin kemur oftast með varnarleiknum, við þurfum að halda því áfram.“ Kári vildi ekki fara of geyst í yfirlýsingarnar, hann sagði hugann vera bara við leikinn í Keflavík á þriðjudag. „Við ætlum bara að einbeita okkur að fara í Keflavík á virkilega erfiðan útivöll. Þurfum að vera með hausinn alveg einbeittan þar og koma brjálaðir inn í það. Vonandi getum við náð í sigur þar,“ sagði Kári Jónsson.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti