Erlent

Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong-un heilsar þjóðaröryggisráðgjafa Suður-Kóreu í byrjun mánaðarins.
Kim Jong-un heilsar þjóðaröryggisráðgjafa Suður-Kóreu í byrjun mánaðarins. Vísir/AFP
Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stinga upp á funi við embættismenn Norður-Kóreu sem halda á seinna í mánuðinum svo hægt verði að undirbúa fund á milli Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem á að fara fram við landamæri ríkjanna í næsta mánuði.

Þetta verður í þriðja sinn sem leiðtogar ríkjanna mætast. Það gerðist síðast árið 2007 og þar áður árið 2000. Fyrri fundirnir tveir hafa farið fram í Pyongyang en að þessu sinni verður fundurinn haldin sunnan við landamærin í þorpinu Panmunjom. Það var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna og er umkringt jarðsprengjum og girðingum. Hermenn ríkjanna standa þar andspænis hvorum öðrum við landamærin.



Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Kang Kyung-wha, fór til Bandaríkjanna í gær þar sem hún og aðrir erindrekar hafa rætt við bandaríska embættismenn um fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim sem áætlað er að fari fram í lok maí.

Báðir fundirnir munu að mestu leyti snúast um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu.

Kang ræddi við bandaríska þingmenn í gær og samkvæmt Yonhap sögðust þeir bæði hafa áhyggjur og vera vongóðir vegna fundar Trump og Kim.



Í dag mun hún funda með John Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem tekið hefur við ráðuneytinu eftir að Trump rak Rex Tillerson. Einnig er mögulegt að hún muni funda með Mike Pompeo, yfirmanni CIA, sem Trump hefur varið til að taka við af Tillerson. Hann hefur þó ekki verið staðfestur í embættið af öldungadeild Bandaríkjaþings.


Tengdar fréttir

Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim

Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim.

Mikil áhætta í fundi Trump og Kim

Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×