Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 13:00 Svandís Svavarsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. Með frumvarpinu er lagt til að umskurður drengja verði gerður alfarið óheimill að viðlögðu allt að sex ára fangelsi. Á fimmta hundrað íslenskra lækna sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem frumvarpinu var fagnað, en m.a. var vísað til þess að aðgerðin væri sársaukafull og gæti leitt til alvarlegra fylgikvilla. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir jákvætt að málið sé tekið til umræðu. „Ef ég horfi bara á markmiðið í sjálfu sér, sem er bann við umskurði á sveinbörnum, tel ég það réttmætt út frá heilbrigðissjónarmiðum enda hafa um 400 læknar talað þannig. Ég sem heilbrigðisráðherra er því þeirrar skoðunar,“ segir Svandís. Málið er þó vægast sagt umdeilt og hafa trúarleiðtogar í Evrópu t.a.m. lagst harkalega gegn frumvarpinu og telja tillögurnar vega gegn trúfrelsi og miða að því að gera íslamstrú og gyðingdóm refsiverðan. Biskup Íslands og nokkrir prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið í sama streng. Þá hefur landlæknir lagst alfarið gegn því að umskurður verði gerður refsiverður í hegningarlögum, en hann bendir á að slíkt bann geti leitt til þess að aðgerðirnar verði engu að síður gerðar – en við óöruggar aðstæður. Svandís segir vissulega þurfa að líta til margra þátta í málinu. „Ég tel að það séu ýmis sjónarmið önnur sem eru þar undir heldur en þau sem lúta að mínu embætti. Ég held að það sé gott að þetta mál komi fram og Alþingi fjalli um það frá öllum hliðum. Þegar þar að kemur er ég óbreyttur þingmaður, en mun taka afstöðu út frá mínu embætti sem heilbrigðisráðherra.“ Hún vill þó ekki gefa upp hvert atkvæði sitt yrði, komi málið til atkvæðagreiðslu í þinginu. „Það er bara eitthvað sem kemur í ljós. Það sem ég heyri er að jafnvel flutningsmaðurinn eins og hún hefur talað er tilbúin til að skoða hvort þessi framsetning málsins sé heppilegust. Þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fylgjast með því hvernig þingið vinnur úr málinu,“ segir Svandís að lokum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. Með frumvarpinu er lagt til að umskurður drengja verði gerður alfarið óheimill að viðlögðu allt að sex ára fangelsi. Á fimmta hundrað íslenskra lækna sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem frumvarpinu var fagnað, en m.a. var vísað til þess að aðgerðin væri sársaukafull og gæti leitt til alvarlegra fylgikvilla. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir jákvætt að málið sé tekið til umræðu. „Ef ég horfi bara á markmiðið í sjálfu sér, sem er bann við umskurði á sveinbörnum, tel ég það réttmætt út frá heilbrigðissjónarmiðum enda hafa um 400 læknar talað þannig. Ég sem heilbrigðisráðherra er því þeirrar skoðunar,“ segir Svandís. Málið er þó vægast sagt umdeilt og hafa trúarleiðtogar í Evrópu t.a.m. lagst harkalega gegn frumvarpinu og telja tillögurnar vega gegn trúfrelsi og miða að því að gera íslamstrú og gyðingdóm refsiverðan. Biskup Íslands og nokkrir prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið í sama streng. Þá hefur landlæknir lagst alfarið gegn því að umskurður verði gerður refsiverður í hegningarlögum, en hann bendir á að slíkt bann geti leitt til þess að aðgerðirnar verði engu að síður gerðar – en við óöruggar aðstæður. Svandís segir vissulega þurfa að líta til margra þátta í málinu. „Ég tel að það séu ýmis sjónarmið önnur sem eru þar undir heldur en þau sem lúta að mínu embætti. Ég held að það sé gott að þetta mál komi fram og Alþingi fjalli um það frá öllum hliðum. Þegar þar að kemur er ég óbreyttur þingmaður, en mun taka afstöðu út frá mínu embætti sem heilbrigðisráðherra.“ Hún vill þó ekki gefa upp hvert atkvæði sitt yrði, komi málið til atkvæðagreiðslu í þinginu. „Það er bara eitthvað sem kemur í ljós. Það sem ég heyri er að jafnvel flutningsmaðurinn eins og hún hefur talað er tilbúin til að skoða hvort þessi framsetning málsins sé heppilegust. Þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fylgjast með því hvernig þingið vinnur úr málinu,“ segir Svandís að lokum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29