Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2018 20:45 Frá vegamótum Sprengisandsleiðar og Gæsavatnaleiðar við Tómasarhaga. Tungnafellsjökull í baksýn. Vísir/Vilhelm Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. „Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu þjóðgarða á miðhálendi Íslands. Ákvörðun um hana þarf að vera í sátt við aðliggjandi sveitarfélög,” segir í kafla ályktunar landsfundarins um náttúruvernd. Í kafla um sveitarstjórnarstigið er auk þess ályktað að það þurfi að efla. „Mikilvægt er að stækka og efla sveitarfélög og efla íbúalýðræði. Stefna skal að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga enda fylgi nægjanlegt fjármagn með verkefnunum,” segir í ályktuninni. Stofnun þjóðgarðs gæti þýtt að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarnáli Íslands færðist frá viðkomandi sveitarfélögum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Fram hafa komið áhyggjur frá landsbyggðinni um að hálendisþjóðgarður feli í sér aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur með því að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarmáli Íslands færist að einhverju leyti frá viðkomandi héruðum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess. Þannig hvatti oddviti Bláskógabyggðar, Helgi Kjartansson, til þess í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að menn einbeittu sér fremur að því að byggja upp innviði samfélagsins. Fram kom í máli hans að tortryggni gætti meðal sveitarstjórnarmanna víða um land. Raunar kvaðst hann ekki hafa heyrt í neinum sem væri þessu fylgjandi. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni,” sagði oddvitinn. Þannig hefði þetta verið um aldir og gengið vel og taldi Helgi heppilegast að halda því óbreyttu.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er efst á blaði í kafla um umhverfismál að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.Mynd/Stöð 2.Í lokaskýrslu nefndar umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sem birt var í nóvember, er því lýst hvernig Umhverfisstofnun tekur að nokkru leyti yfir skipulagsvald sveitarfélaga við stofnun þjóðgarðs. Þar segir að samkvæmt náttúruverndarlögum sé það lögbundið verkefni Umhverfisstofnunar að vinna stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði. „Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða séu bindandi fyrir sveitarstjórnir við gerð skipulagsáætlana fyrir viðkomandi svæði,” segir í skýrslunni. Stofnun þjóðgarðs þrengir jafnframt möguleika sveitarfélaga og landeigenda til framkvæmda en í náttúruverndarlögum segir: „Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist.” Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. „Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu þjóðgarða á miðhálendi Íslands. Ákvörðun um hana þarf að vera í sátt við aðliggjandi sveitarfélög,” segir í kafla ályktunar landsfundarins um náttúruvernd. Í kafla um sveitarstjórnarstigið er auk þess ályktað að það þurfi að efla. „Mikilvægt er að stækka og efla sveitarfélög og efla íbúalýðræði. Stefna skal að flutningi verkefna frá ríki til sveitarfélaga enda fylgi nægjanlegt fjármagn með verkefnunum,” segir í ályktuninni. Stofnun þjóðgarðs gæti þýtt að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarnáli Íslands færðist frá viðkomandi sveitarfélögum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess.Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2.Fram hafa komið áhyggjur frá landsbyggðinni um að hálendisþjóðgarður feli í sér aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur með því að áhrifavald yfir 40 prósentum af flatarmáli Íslands færist að einhverju leyti frá viðkomandi héruðum yfir til umhverfisráðuneytis og stofnana þess. Þannig hvatti oddviti Bláskógabyggðar, Helgi Kjartansson, til þess í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að menn einbeittu sér fremur að því að byggja upp innviði samfélagsins. Fram kom í máli hans að tortryggni gætti meðal sveitarstjórnarmanna víða um land. Raunar kvaðst hann ekki hafa heyrt í neinum sem væri þessu fylgjandi. „Ég held að það sé best að þeir sem eru í nærsamfélaginu hafi um þetta að segja og stýri þessu og stjórni,” sagði oddvitinn. Þannig hefði þetta verið um aldir og gengið vel og taldi Helgi heppilegast að halda því óbreyttu.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er efst á blaði í kafla um umhverfismál að stofna þjóðgarð á miðhálendinu.Mynd/Stöð 2.Í lokaskýrslu nefndar umhverfisráðherra um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, sem birt var í nóvember, er því lýst hvernig Umhverfisstofnun tekur að nokkru leyti yfir skipulagsvald sveitarfélaga við stofnun þjóðgarðs. Þar segir að samkvæmt náttúruverndarlögum sé það lögbundið verkefni Umhverfisstofnunar að vinna stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir öll friðlýst svæði. „Gert er ráð fyrir að stjórnunar- og verndaráætlanir friðlýstra svæða séu bindandi fyrir sveitarstjórnir við gerð skipulagsáætlana fyrir viðkomandi svæði,” segir í skýrslunni. Stofnun þjóðgarðs þrengir jafnframt möguleika sveitarfélaga og landeigenda til framkvæmda en í náttúruverndarlögum segir: „Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist.”
Tengdar fréttir Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Þjóðgarðar og friðlýsingar flytja valdið til Reykjavíkur Tortryggni gætir hjá íbúum á landsbyggðinni í garð hugmynda um fleiri þjóðgarða og friðlýsingar. 14. júlí 2016 21:45
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45