Þögn frá vesturveldunum vegna sigurs Pútíns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. mars 2018 11:16 Vladimir Pútín hefur verið við völd í Rússlandi, meira og minna frá árinu 2000. Vísir/AFP Leiðtogar víða um heim hafa óskað Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum þar í landi. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna. BBC greinir frá. Sigur Pútín var afgerandi og hlaut hann 76 prósent atvæða í kosningunum. Vakið hefur athygli að sigur Pútín nú er stærri en árið 2012 þegar síðast var kosið. Þá hlaut hann 64 prósent atkvæða. Xi Jinping, forseti Kína, óskaði kollega sínum í Rússlandi innilega til hamingju með sigurinn og lagði áherslu á að samband Kína og Rússland hafi aldrei verið betra en nú. Leiðtogar Hvíta-Rússlands, Bolívíu, Venesúela, og Kúbu óskuðu Pútín einnig til hamingju með sigurinn. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa sem fyrr ekki tjáð sig um úrslitin en vaxandi spenna er í samskiptum vestrænna ríkja við Rússland, ekki síst eftir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Þá hafa Rússar einnig verið sakaðir um að hafa staðið að baki taugaeitursárás á Sergei Skripal, og dóttur hans, en Skripal starfaði á árum áður sem rússneskur njósnari.Vísir/GraphicnewsFederica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, vildi ekki tjá sig um úrslit kosninganna er hún mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í dag. Þess í stað fordæmdi hún taugaeitursárásina á Skripal og dóttur hans. Úrslit kosninganna í Rússlandi koma ekki á óvart en fastlega var gert ráð fyrir öruggum sigri Pútín. Næsti andstæðingur hans hlaut þrettán prósent. Lögmæti kosninganna hefur verið dregin í efa en myndbönd frá kjörstöðum gefa til kynna að ekki hafi allt verið með felldu. Golos, sjálfstæður eftirlitsaðili með kosningunum, hefur bent á hundruð dæma sem þykja sýna að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Meðal þess er þetta myndband sem tekið var á kjörstað þar sem sjá má blöðrur fara fyrir myndavél sem beint var að talningarmönnum á kjörstað. Ella Pamfilova, formaður yfirkjörstjórnar Rússlands, segir þó að fjöldi kvartanna sé helmingi færri en síðast þegar kosið var, og enginn þeirra teljist alvarleg.Комиссия №268 в Кемерово решила, что шарики - хороший способ закрыть видеокамеру и спокойно приступить к подсчету https://t.co/zJSNxoH8i5 pic.twitter.com/qMwJCkTZO1— Движение Голос (@golosinfo) March 18, 2018 Kína Kúba Tengdar fréttir Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Leiðtogar víða um heim hafa óskað Vladimir Pútín, forseta Rússlands, til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum þar í landi. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa hins vegar ekki enn tjáð sig um úrslit kosninganna. BBC greinir frá. Sigur Pútín var afgerandi og hlaut hann 76 prósent atvæða í kosningunum. Vakið hefur athygli að sigur Pútín nú er stærri en árið 2012 þegar síðast var kosið. Þá hlaut hann 64 prósent atkvæða. Xi Jinping, forseti Kína, óskaði kollega sínum í Rússlandi innilega til hamingju með sigurinn og lagði áherslu á að samband Kína og Rússland hafi aldrei verið betra en nú. Leiðtogar Hvíta-Rússlands, Bolívíu, Venesúela, og Kúbu óskuðu Pútín einnig til hamingju með sigurinn. Leiðtogar vestrænna ríkja hafa sem fyrr ekki tjáð sig um úrslitin en vaxandi spenna er í samskiptum vestrænna ríkja við Rússland, ekki síst eftir meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Þá hafa Rússar einnig verið sakaðir um að hafa staðið að baki taugaeitursárás á Sergei Skripal, og dóttur hans, en Skripal starfaði á árum áður sem rússneskur njósnari.Vísir/GraphicnewsFederica Mogherini, utanríkismálastjóri ESB, vildi ekki tjá sig um úrslit kosninganna er hún mætti á fund utanríkisráðherra ESB í Brussel í dag. Þess í stað fordæmdi hún taugaeitursárásina á Skripal og dóttur hans. Úrslit kosninganna í Rússlandi koma ekki á óvart en fastlega var gert ráð fyrir öruggum sigri Pútín. Næsti andstæðingur hans hlaut þrettán prósent. Lögmæti kosninganna hefur verið dregin í efa en myndbönd frá kjörstöðum gefa til kynna að ekki hafi allt verið með felldu. Golos, sjálfstæður eftirlitsaðili með kosningunum, hefur bent á hundruð dæma sem þykja sýna að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað. Meðal þess er þetta myndband sem tekið var á kjörstað þar sem sjá má blöðrur fara fyrir myndavél sem beint var að talningarmönnum á kjörstað. Ella Pamfilova, formaður yfirkjörstjórnar Rússlands, segir þó að fjöldi kvartanna sé helmingi færri en síðast þegar kosið var, og enginn þeirra teljist alvarleg.Комиссия №268 в Кемерово решила, что шарики - хороший способ закрыть видеокамеру и спокойно приступить к подсчету https://t.co/zJSNxoH8i5 pic.twitter.com/qMwJCkTZO1— Движение Голос (@golosinfo) March 18, 2018
Kína Kúba Tengdar fréttir Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35 Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Pútín endurkjörinn forseti Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bar sigur úr sigur í býtum í forsetakosningum þar í landi sem haldnar voru í dag. 18. mars 2018 18:35
Rússar standi ekki að baki árásinni: „þvaður, blaður, og vitleysa“ Pútín þvertekur fyrir að Rússar hafi staðið að morðtilræðinu. 18. mars 2018 22:29