Vlija uppfæra loftferðasamning við Rússland til að opna flugleið til Asíu Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. mars 2018 19:00 Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum. Stöðugt vaxandi umsvif íslensku flugfélaganna hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Ísland hefur gert loftferðasamninga við 101 ríki en mjög misjafnt er hversu víðtæk réttindi þessir samningar kveða á um.Loftferðasamningur milli Íslands og Rússlands kveður ekki á um almenna heimild til farþegaflugs. Aðeins takmarkaða heimild um að fljúga til Moskvu, St. Pétursborgar og annarra borga sem rússnesk flugmálayfirvöld samþykkja. Skortur á almennri heimild til farþegaflugs þýðir að ekki er fyrir hend heimild fyrir íslensku flugfélögin til yfirflugs í Rússlandi. Wow Air hefur haft til skoðunar að hefja beint áætlunarflug til Asíu en fyrirtækið fær síðar á þessu ári afhentar fjórar nýjar Airbus A330neo vélar sem geta flugið í rúmlega tólf klukkustundir. Til þess að hægt sé að fljúga beint til Japan svo dæmi sé tekið þarf að gera loftferðasamning við Japan og uppfæra loftferðasamning milli Íslands og Rússlands. Icelandair hefur líka haft Asíuflug til skoðunar með Boeing 767 þotum félagsins. Rússar hafa sett það sem skilyrði fyrir almennri heimild til yfirflugs að komið verði á reglubundnu áætlunarflugi milli Íslands og áfangastaða í Rússlandi. Málið heyrir bæði undir samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa fulltrúar bæði Icelandair og Wow Air átt fundi í utanríkisráðuneytinu á síðustu mánuðum til að kalla eftir gerð nýrra loftferðasamninga og óska eftir uppfærslu á samningi við Rússland svo hægt sé að opna þessa flugleið til Asíu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að unnið sé að því að opna þessa flugleið. Hann segist telja að það verði ekki vandamál að fá heimild til yfirflugs innan gildandi loftferðasamnings þrátt fyrir kröfu Rússa um skipulagt áætlunarflug. „Við erum búin að eiga mjög gott samtal við Rússa frá því í fyrrasumar og frá síðasta hausti og ég á ekki von á því þetta verði hindrun. Það er kominn viðauki sem heimilar áætlunarflug til bæði Moskvu og St. Pétursborgar og viðauki um að annað verði þá heimilt af hálfu Rússa og að loftferðasamningurinn, eins og hann er, hann komi ekki í veg fyrir yfirflugsheimild af hálfu Rússa,“ segir Sigurður Ingi. Eins og áður segir gera Rússar kröfu um skipulagt áætlunarflug milli Íslands og Rússlands til að virkja heimild til yfirflugs. Icelandair flaug um tíma til St. Pétursborgar fyrir nokkrum árum en hvorki Icelandair né Wow Air hafa á dagskránni að hefja skipulagt áætlunarflug til áfangastaða í Rússlandi þótt bæði flugfélögin stefni á flug þangað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum. Stöðugt vaxandi umsvif íslensku flugfélaganna hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Ísland hefur gert loftferðasamninga við 101 ríki en mjög misjafnt er hversu víðtæk réttindi þessir samningar kveða á um.Loftferðasamningur milli Íslands og Rússlands kveður ekki á um almenna heimild til farþegaflugs. Aðeins takmarkaða heimild um að fljúga til Moskvu, St. Pétursborgar og annarra borga sem rússnesk flugmálayfirvöld samþykkja. Skortur á almennri heimild til farþegaflugs þýðir að ekki er fyrir hend heimild fyrir íslensku flugfélögin til yfirflugs í Rússlandi. Wow Air hefur haft til skoðunar að hefja beint áætlunarflug til Asíu en fyrirtækið fær síðar á þessu ári afhentar fjórar nýjar Airbus A330neo vélar sem geta flugið í rúmlega tólf klukkustundir. Til þess að hægt sé að fljúga beint til Japan svo dæmi sé tekið þarf að gera loftferðasamning við Japan og uppfæra loftferðasamning milli Íslands og Rússlands. Icelandair hefur líka haft Asíuflug til skoðunar með Boeing 767 þotum félagsins. Rússar hafa sett það sem skilyrði fyrir almennri heimild til yfirflugs að komið verði á reglubundnu áætlunarflugi milli Íslands og áfangastaða í Rússlandi. Málið heyrir bæði undir samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa fulltrúar bæði Icelandair og Wow Air átt fundi í utanríkisráðuneytinu á síðustu mánuðum til að kalla eftir gerð nýrra loftferðasamninga og óska eftir uppfærslu á samningi við Rússland svo hægt sé að opna þessa flugleið til Asíu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að unnið sé að því að opna þessa flugleið. Hann segist telja að það verði ekki vandamál að fá heimild til yfirflugs innan gildandi loftferðasamnings þrátt fyrir kröfu Rússa um skipulagt áætlunarflug. „Við erum búin að eiga mjög gott samtal við Rússa frá því í fyrrasumar og frá síðasta hausti og ég á ekki von á því þetta verði hindrun. Það er kominn viðauki sem heimilar áætlunarflug til bæði Moskvu og St. Pétursborgar og viðauki um að annað verði þá heimilt af hálfu Rússa og að loftferðasamningurinn, eins og hann er, hann komi ekki í veg fyrir yfirflugsheimild af hálfu Rússa,“ segir Sigurður Ingi. Eins og áður segir gera Rússar kröfu um skipulagt áætlunarflug milli Íslands og Rússlands til að virkja heimild til yfirflugs. Icelandair flaug um tíma til St. Pétursborgar fyrir nokkrum árum en hvorki Icelandair né Wow Air hafa á dagskránni að hefja skipulagt áætlunarflug til áfangastaða í Rússlandi þótt bæði flugfélögin stefni á flug þangað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira