Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Njarðvík 87-83 | Keflvíkingar loks með heimasigur og það gegn Njarðvík

Magnús Einþór Áskelsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 21 stig í kvöld.
Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 21 stig í kvöld. Vísr/Andri Marinó
Keflvíkingar unnu nágranna sína í Njarðvík á heimavelli í hörkuleik 87-83 Í TM höllinni í Keflvík í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti, voru ákveðnir í varnarleik sínum og héldu Njarðvíkingum frá körfunni. Hörður Axel Vilhjálmsson var allt í öllu í sóknarleiknum hjá heimamönnum og skoraði 14, stig í fyrsta leikhluta. Ekki hjálpaði það til hjá Njarðvíkingum að Terrel lVinson fékk þrjár villur strax í fyrsta leikhluta. Keflvíkingar að spila vel og leiddu 24-10, eftir fyrsta fjórðung.

Í öðrum leikhluta virtust Keflavíkingar vera líklegir að stinga Njarðvíkinga af, náðu mest sextán stiga forskoti og virtust Njarðvíkingar heillum horfnir. Njarðvíkingar náðu loks að vakna og undir stjórn Loga Gunnarssonar skoruðu þeir sjö stig í röð og munurinn því níu stig í hálfleik 44-35. Hreint ótrúlegt að Njarðvík skildi vera ennþá inní leiknum miðað við spilamennsku.

Í þriðja leikhluta byrjuðu gestirnir að saxa á forskotið jafnt og þétt. Þeir náðu að finna Terrell Vinson í sókninni og ná upp meiri grimmd og baráttu. Þegar munurinn var kominn niður í þrjú stig um miðbik leikhlutans settu Keflvíkingar aftur í gírinn og leiddu enn og aftur með níu stigum fyrir loka leikhlutann 70-61.

Lokaleikhlutinn var æsispennandi. Njarðvíkingar komu leiknum niður í tvö stig þegar um fjórar mínútur voru eftir og allt ætlaði um koll að keyra í troðfullri TM höll. Keflvíkingar náðu enn og aftur að svara, náðu mikilvægum sóknarfráköstum og sigldu sigrinum í höfn 87-83. Keflavík náði því í tvö mikilvæg stig og eru skyndilega komnir í hörku baráttu um fimmta sætið sem var ólíklegt fyrir tveimur umferðum.

Af hverju unnu Keflavík?

Keflavík komu miklu ákveðnari til leiks í kvöld og náðu snemma þessu forskoti sem Njarðvík var allan leikinn að elta. Meiri barátta og meiri grimmd.

Hverjir stóðu upp úr?

Hörður Axel Vilhjámsson var frábær fyrir heimamenn og daðraði við þrennuna, 21 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Logi Gunnarsson var bestur hjá Njarðvíkingum með 20 stig.

Hvað gekk illa?

Sóknarleikur Njarðvíkinga þá sérstaklega fyrriparts leiks var ekki upp á marga fiska. Lítið flæði og mikið um einstaklingsframtak sem kann ekki góðri lukku að stýra.

Tölfræði sem vekur athygli

Virkilega jöfn tölfræði í mörgum þáttum í þessum leik. Það er athyglisvert að Terrell Vinson sem er búinn að vera frábær hjá Njarðvík í vetur skoraði aðeins fjórar tveggja stiga körfur í leiknum. Keflvíkingar gerðu mjög vel að halda honum frá körfunni í kvöld.

Hvað gerist næst?

Bæði lið eiga leik á mánudagskvöldið. Keflavík fer í heimsókn í Garðarbæinn og tekur á móti Stjörnunni en Njarðvík fær Tindastól í heimsókn í Ljónagryfjuna.

Keflavík-Njarðvík 87-83 (24-14, 20-21, 26-26, 17-22)

Keflavík:
Hörður Axel Vilhjálmsson 21/9 fráköst/9 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 16, Christian Dion Jones 14/7 fráköst/3 varin skot, Dominique Elliott 11, Ragnar Örn Bragason 9, Daði Lár Jónsson 7, Reggie Dupree 6, Ágúst Orrason 3, Magnús Már Traustason 0, Andri Þór Tryggvason 0, Andri Daníelsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0.

Njarðvík: Logi Gunnarsson 20, Maciek Stanislav Baginski 16/5 fráköst, Terrell Vinson 16/5 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 12/6 fráköst, Kristinn Pálsson 10/6 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 7/7 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0, Brynjar Þór Guðnason 0, Vilhjálmur Theodór Jónsson 0. 

Daníel Guðni Guðmundsson.Vísr/Andri Marinó
Daníel: Nennum ekki að hafa fyrir því að vinna

Daníel Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur var þungur í leikslok. Honum fannst þeir ekki vera að spila fyrir hvorn annann sem þarf til að vinna leiki. Byrjuðu leikinn illa og Keflvíkingar náður alltaf að svara áhlaupum Njarðvíkinga.

„Alltaf þegar við vorum að að koma með þetta þá náðu þeir að svara okkar áhlaupi og það var súrt. Þetta endar með fjórum stigum, gefur Ragga þarna galopinn þrist undir lokinn þar menn voru ekki að hlusta og ekki í takti við hvaða vörn við vorum að spila sem var glatað. Ég fæ það stundum á tilfinningunna að við nennum ekki að vinna eða nennum ekki að hafa fyrir því að vinna. Það er erfitt að vinna körfuboltaleiki, þetta kemur ekki af sjálfum sér menn þurf að fylgja í einu og öllu og gera þetta fyrir hvorn annan og það vantaði aðeins upp á það í kvöld sérstaklega í fyrsta leikhluta við vorum bara glataðir. Ég er ósáttur með það að þeir náðu alltaf að koma til baka þegar við vorum að búa til eitthvað og það stingur. Við prísuðum okkur sæla að vera bara níu stigum undir í hálfleik en því miður hélst það eftir þriðja leikhluta sem gerði okkur aðeins erfitt fyrir. Það er erfitt að þurfa að vinna Keflavík með meira en níu stigum í fjórða leikhluta en eins og ég segi það tókst næstum því,“ sagði hann.

Erfiður leikur framundan á mánudaginn gegn Tindastól og stutt í úrslita keppnina. Daníel sagði að liði yrði að fara sýna betri leik því það styttist óðum í úrslitakeppnina.

„Ef við ætlum að fara að gera eitthvað í úrslitakeppninni þá verðum við að fara að sýna það núna annars verður þetta ekki næganlega gott. Maður hefur óbilandi trú á sínu liði þegar við gerum hlutina, en þegar við gerum það ekki þá erum við jafn lélegir,“ sagði hann.

Reggie Dupree.Vísr/Andri Marinó
Friðrik Ingi: Ánægður með grimmdina og kraftinn

Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflvíkinga var sáttu með sigurinn í kvöld þótt að spilamennskan hafi ekki verið frábær þá fannst honum grimmdin og baráttan til fyrirmyndar.

„Ég held að við getum allaveganna sagt að grimmdin og baráttan var í þessum leik eins og hún á auðvitað að vera og eins og hún hefur mörgum af þessum útileikjum á síðustu misserum. Við höfum spilað betur en það þarf líka að fara í gegnum svona leiki þar sem eru ströggl, tilfinningar og allskyns mistök. Við getum spilað betur en ég er ánægður með grimmdina og kraftinn og þegar mest á reyndi þá náðum við að ná  tökum varnarlega sem hefur vantað svolítið á heimavelli þar sem við höfum verið að fá á okkur allt of mikið af stigum og ekki náð að stýra leikjunum eins og við viljum.“

Friðrik fannst á tímabili að leikurinn þeir gætu klárað þennann leik mun fyrr en þegar lið er með leikmenn eins og Loga Gunnarsson á vellinum er leikurinn fljótur að jafnast.

„Njarðvík er með frábært lið og frábæra leikmenn innan sinna raða og leikmenn eins og nr.14 (Logi Gunnarsson) þegar hann fer í gang þá er oft erfitt að eiga við hann og hann var að setja niður skot á þannig tímapunktum fyrir Njarðvík að það hélt þeim einhvernveginn á floti og gaf þeim von en þá koma fleiri með. En mér fannst svona að það þurfti ekki mikið að gerast að við hefðum jafnvel farið úr þessum tíu stigum sem við vorum með lengi vel jafnvel uppí tuttugu. En svona eru íþróttirnar við náðum aldrei almennilega að klára dæmið en ég er ánægður að við skildum halda dampi og halda haus í svona naglbít og ströggl leik,“ sagði hann.

 

 

 

Reggie Dupree.Vísr/Andri Marinó
Guðmundur Jónsson.Vísr/Andri Marinó
Ragnar Nathanaelsson.Vísr/Andri Marinó
Logi Gunnarsson.Vísr/Andri Marinó
Christian Dion Jones.Vísr/Andri Marinó
Stuðningsmenn Keflavíkur.Vísr/Andri Marinó
Leifur Sigfinnur Gardarsson, Davíð Tómas Tómasson og Davíð Kristján Hreiðarsson dómarar.Vísr/Andri Marinó
Magnús Már Traustason.Vísr/Andri Marinó
Magnús Már Traustason.Vísr/Andri Marinó
Maciek Baginski.Vísr/Andri Marinó
Hörður Axel Vilhjálmsson.Vísr/Andri Marinó
Maciek Baginski.Vísr/Andri Marinó
Maciek Stanislav Baginski.Vísr/Andri Marinó
Daníel Guðni Guðmundsson.Vísr/Andri Marinó
Dominique Elliott.Vísr/Andri Marinó
Daði Lár Jónsson.Vísr/Andri Marinó
Daníel Guðni Guðmundsson og Davíð Kristján Hreiðarsson.Vísr/Andri Marinó

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira