Óli Jó um ákvörðun KSÍ: Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 14:45 Ólafur Jóhannesson í starfi sínu sem landsliðsþjálfari. Vísir/AFP Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var gestur í þættinum Návígi hjá Gunnlaugi Jónssyni á vefmiðlinum fótbolti.net. Ólafur þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 2007 til 2011 en síðan tók Lars Lagerbäck við liðinu og við tók gullaldartími liðsins þar sem strákarnir hafa komist inn á EM og HM í fyrsta sinn. Ólafur fer yfir landsliðsárin í samtalinu við Gunnlaug og segir að hann hafi nokkrum sinnum verið nálægt því að hætta að þjálfa liðið sem auk þess að einu sinni hafi hann verið rekinn en haldið samt áfram störfum. Ólafur ræðir meðal annars það þegar KSÍ ákvað að 21 árs landsliðið gengi fyrir A-landsliðinu en þá kom, gullkynslóð íslenska landsliðsins í dag, 21 árs liðinu inn í úrslitakeppni EM. Ólafur var allt annað en ánægður með þá ákvörðun KSÍ. „Ég sagði þeim þarna að ég væri alvarlega að íhuga að stíga frá borði. Mér var misboðið þarna. Við ræddum þetta og á endanum gerði ég það ekki. Það voru kannski mistök hjá mér að hafa ekki gengið frá borði. Í kjölfarið á þessu voru þung samskipti á milli okkar. Ég var rekinn á einhverjum tímapunkti líka en það varð ekkert úr því einhverja hluta vegna," sagði Ólafur í samtalinu við Gunnlaug en hann hélt áfram: „Þjálfararnir hjá hinum liðunum hringdu í mig og spurðu hvað væri í gangi. Við vorum í keppni við önnur lið í riðlinum. Þetta var móðgun við önnur lið að stilla upp B-liði í leik þar sem stig og markatala skipti máli. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, átti ekki orð. Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu,“ sagði Ólafur. Ólafur fékk talsverða gagnrýni í starfi sínu enda gekk lítið hjá liðinu inn á vellinum í leikjum í undankeppnunum. „Ég íhugaði oft hvort ég ætti ekki bara að hætta þessu helvíti. Ég held að það hefðu margir gengið frá borði miðað við þá gagnrýni og bull sem ég fékk yfir mig. Auðvitað er ég ekki besti vinur blaðamanna, ég hef vitað það alla tíð. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og unnið mína vinnu. Það sem sumir sögðu á þessum tíma var fyrri neðan allar hellur,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Íslandsmeistara Vals og fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var gestur í þættinum Návígi hjá Gunnlaugi Jónssyni á vefmiðlinum fótbolti.net. Ólafur þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 2007 til 2011 en síðan tók Lars Lagerbäck við liðinu og við tók gullaldartími liðsins þar sem strákarnir hafa komist inn á EM og HM í fyrsta sinn. Ólafur fer yfir landsliðsárin í samtalinu við Gunnlaug og segir að hann hafi nokkrum sinnum verið nálægt því að hætta að þjálfa liðið sem auk þess að einu sinni hafi hann verið rekinn en haldið samt áfram störfum. Ólafur ræðir meðal annars það þegar KSÍ ákvað að 21 árs landsliðið gengi fyrir A-landsliðinu en þá kom, gullkynslóð íslenska landsliðsins í dag, 21 árs liðinu inn í úrslitakeppni EM. Ólafur var allt annað en ánægður með þá ákvörðun KSÍ. „Ég sagði þeim þarna að ég væri alvarlega að íhuga að stíga frá borði. Mér var misboðið þarna. Við ræddum þetta og á endanum gerði ég það ekki. Það voru kannski mistök hjá mér að hafa ekki gengið frá borði. Í kjölfarið á þessu voru þung samskipti á milli okkar. Ég var rekinn á einhverjum tímapunkti líka en það varð ekkert úr því einhverja hluta vegna," sagði Ólafur í samtalinu við Gunnlaug en hann hélt áfram: „Þjálfararnir hjá hinum liðunum hringdu í mig og spurðu hvað væri í gangi. Við vorum í keppni við önnur lið í riðlinum. Þetta var móðgun við önnur lið að stilla upp B-liði í leik þar sem stig og markatala skipti máli. Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, átti ekki orð. Þetta setti blett á íslenska knattspyrnu,“ sagði Ólafur. Ólafur fékk talsverða gagnrýni í starfi sínu enda gekk lítið hjá liðinu inn á vellinum í leikjum í undankeppnunum. „Ég íhugaði oft hvort ég ætti ekki bara að hætta þessu helvíti. Ég held að það hefðu margir gengið frá borði miðað við þá gagnrýni og bull sem ég fékk yfir mig. Auðvitað er ég ekki besti vinur blaðamanna, ég hef vitað það alla tíð. Ég hef alltaf verið heiðarlegur og unnið mína vinnu. Það sem sumir sögðu á þessum tíma var fyrri neðan allar hellur,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi EM 2020 í fótbolta HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Sjá meira