Fleiri hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins vegna kynferðisofbeldis og sjálfsvígshugsana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:00 Hanna Ólafsdóttir, umsjónarmaður hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Vísir/Friðrik Samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi sem berast hjálparsíma Rauða krossins hefur farið fjölgandi. Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. Rauði krossinn sinnir að jafnaði um það bil 15 þúsund hjálparsamtölum á ári eða um það bil 40 samtölum á sólarhring. Helstu ástæður þess að fólk hefur samband við hjálparsímann eru þunglyndi, kvíði og einmanaleiki en ekkert vandamál er of stórt eða of lítið til að eiga erindi við hjálparsímann eða netspjallið að sögn umsjónamanns hjá Rauða krossinum. Þótt heildarfjöldi samtala hafi verið nokkuð jafn milli ára hefur samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi þó farið fjölgandi. Þetta sýna tölur sem Rauði krossinn hefur tekið saman. Árið 2015 voru sjálfsvígssamtöl 497 talsins en árið 2016 voru þau 538, ýmist í gegnum síma eða netspjall. Í fyrra voru símtölin 721 og það sem af er árs hafa samtölin verið um 140. Á sama tíma í fyrra voru þau 108.Símtal gæti bjargað lífi „Við teljum ástæðuna vera að það er opnari umræða um tilfinningar og vanlíðan og fleiri eru tilbúnir að tala um sín mál og leita hjálpar. Það þarf ekki endilega að vera að það séu fleiri sem að líður illa,” segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmanna hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Svipuð þróun hefur átt sér stað hvað varðar samtöl vegna kynferðisofbeldis. Árið 2016 voru slík samtöl 217 talsins og þar af 71 vegna nauðgunar. Árið 2017 voru þau 391 og 117 vegna nauðgunar en það sem af er þessu ári hafa samtölin verið 74, þar af 27 vegna nauðgunar. „Við teljum að það sé vegna umræðunnar í samfélaginu, að fleiri séu tilbúnir að ræða sín mál og fá stuðning og fá upplýsingar um hvert það getur leitað í kjölfarið,” segir Hanna. Það eru um 90 sjálfboðaliðar Rauða krossins sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem skiptast á að svara símtölum og sinna netspjalli. Þess má geta að hjálparsíminn á 14 ára afmæli í dag. „Við vitum alveg að okkar þjónusta hefur skipt sköpum í lífi fólks,“ segir Hanna.Fréttin hefur verið uppfærð. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi sem berast hjálparsíma Rauða krossins hefur farið fjölgandi. Að sögn umsjónarmanns hjálparsímanns má líklega þakka vitundarvakningu í samfélaginu og metoo-byltingunni að fleiri leiti sér hjálpar. Rauði krossinn sinnir að jafnaði um það bil 15 þúsund hjálparsamtölum á ári eða um það bil 40 samtölum á sólarhring. Helstu ástæður þess að fólk hefur samband við hjálparsímann eru þunglyndi, kvíði og einmanaleiki en ekkert vandamál er of stórt eða of lítið til að eiga erindi við hjálparsímann eða netspjallið að sögn umsjónamanns hjá Rauða krossinum. Þótt heildarfjöldi samtala hafi verið nokkuð jafn milli ára hefur samtölum sem tengjast sjálfsvígshugleiðingum og kynferðisofbeldi þó farið fjölgandi. Þetta sýna tölur sem Rauði krossinn hefur tekið saman. Árið 2015 voru sjálfsvígssamtöl 497 talsins en árið 2016 voru þau 538, ýmist í gegnum síma eða netspjall. Í fyrra voru símtölin 721 og það sem af er árs hafa samtölin verið um 140. Á sama tíma í fyrra voru þau 108.Símtal gæti bjargað lífi „Við teljum ástæðuna vera að það er opnari umræða um tilfinningar og vanlíðan og fleiri eru tilbúnir að tala um sín mál og leita hjálpar. Það þarf ekki endilega að vera að það séu fleiri sem að líður illa,” segir Hanna Ólafsdóttir, annar umsjónarmanna hjálparsímans hjá Rauða krossinum. Svipuð þróun hefur átt sér stað hvað varðar samtöl vegna kynferðisofbeldis. Árið 2016 voru slík samtöl 217 talsins og þar af 71 vegna nauðgunar. Árið 2017 voru þau 391 og 117 vegna nauðgunar en það sem af er þessu ári hafa samtölin verið 74, þar af 27 vegna nauðgunar. „Við teljum að það sé vegna umræðunnar í samfélaginu, að fleiri séu tilbúnir að ræða sín mál og fá stuðning og fá upplýsingar um hvert það getur leitað í kjölfarið,” segir Hanna. Það eru um 90 sjálfboðaliðar Rauða krossins sem hafa fengið sérstaka þjálfun sem skiptast á að svara símtölum og sinna netspjalli. Þess má geta að hjálparsíminn á 14 ára afmæli í dag. „Við vitum alveg að okkar þjónusta hefur skipt sköpum í lífi fólks,“ segir Hanna.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira