Forseti Alþingis brýnir ríkisstjórnina til dáða Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2018 19:30 Forseti Alþingis tók undir með þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem enn einu sinni kvörtuðu undan því í dag hvað fá mál hefðu komið á dagskrá frá ríkisstjórninni. Æskilegt væri að endurskoðuð þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verði lögð fram sem fyrst. Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingarinnar reiknast til að nú séu aðeins 19 þingfundadagar eftir fram að þinghléi vegna sveitarstjórnarkosninga. Eftir það hlé séu einungis reiknað með sjö þingfundardögum. Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í þrettán vikur. Hún boðaði í stjórnarsáttmála uppbyggingu allra helstu innviða samfélagsins. Og í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hundrað og fjörutíu málum til afgreiðslu á Alþingi. Fæst þeirra hafa hins vegar litið dagsins ljós. Oddný G. Harðardóttir velti fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir kæmu sér ekki saman um mál.Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton„Eru málin stopp í þingflokkunum. Eða er hér bara um almennt dugleysi og metnaðarleysi að ræða hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Oddný.Smári McCarthy þingmaður Pírata varaði við því að ríkisstjórnin dældi málum inn í þingið skömmu fyrir þinglok og ætlaðist til að fá þau öll afgreidd.„Skipulagsleysi að ykkar hálfu mun ekki skapa neitt neyðarástand að okkar hálfu þegar við komum fram í maí. Það mun ekki gerast. Við munum ekki leyfa það. Við verðum að gera þetta betur og það verða að koma fleiri mál frá ríkisstjórninni,“ sagði Smári.Þingmenn annarra flokka stjórnarandstöðunnar sem og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna tóku undir þetta í tæplega klukkustundar umræðum. Skoruðu þingmenn á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins að ýta við ríkisstjórninni.Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016.Vísir/Stefán„Forseti vill á degi hróssins hrósa mönnum fyrir hugkvæmni við að fylla út í fundartíma Alþingis. Jafnvel þótt hér séu fá mál á dagskrá. En að gamni slepptu þá tekur forseti að mörgu leyti undir þau sjónarmið sem hér hafa verið fram færð. Það er afar óheppilegt ef mál safnast upp og koma seint fram,“ sagði Steingrímur. Einnig væri mikilvægt að afgreiða mál úr nefndum. Hins vegar markaði það ástandið að ríkisstjórn hefði tekið við á miðjum vetri. Hann hefði þó skrifað forsætisráðherra bréf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna málsins í síðustu viku. „Að síðustu er ég sammála því sjónarmiði að það væri æskilegt að sem fyrst kæmi frá hæstvirtri ríkisstjórn endurskoðuð þingmálaskrá. Því það er augljóst að hún mun taka breytingum. Þannig að ég tel hafa verið fulla innistæðu fyrir því sem hér hefur verið rætt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Forseti Alþingis tók undir með þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem enn einu sinni kvörtuðu undan því í dag hvað fá mál hefðu komið á dagskrá frá ríkisstjórninni. Æskilegt væri að endurskoðuð þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar verði lögð fram sem fyrst. Oddnýju G. Harðardóttur þingflokksformanni Samfylkingarinnar reiknast til að nú séu aðeins 19 þingfundadagar eftir fram að þinghléi vegna sveitarstjórnarkosninga. Eftir það hlé séu einungis reiknað með sjö þingfundardögum. Ríkisstjórnin hefur nú setið við völd í þrettán vikur. Hún boðaði í stjórnarsáttmála uppbyggingu allra helstu innviða samfélagsins. Og í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir hundrað og fjörutíu málum til afgreiðslu á Alþingi. Fæst þeirra hafa hins vegar litið dagsins ljós. Oddný G. Harðardóttir velti fyrir sér hvort stjórnarflokkarnir kæmu sér ekki saman um mál.Oddný Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton„Eru málin stopp í þingflokkunum. Eða er hér bara um almennt dugleysi og metnaðarleysi að ræða hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Oddný.Smári McCarthy þingmaður Pírata varaði við því að ríkisstjórnin dældi málum inn í þingið skömmu fyrir þinglok og ætlaðist til að fá þau öll afgreidd.„Skipulagsleysi að ykkar hálfu mun ekki skapa neitt neyðarástand að okkar hálfu þegar við komum fram í maí. Það mun ekki gerast. Við munum ekki leyfa það. Við verðum að gera þetta betur og það verða að koma fleiri mál frá ríkisstjórninni,“ sagði Smári.Þingmenn annarra flokka stjórnarandstöðunnar sem og Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna tóku undir þetta í tæplega klukkustundar umræðum. Skoruðu þingmenn á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins að ýta við ríkisstjórninni.Smári McCarthy er þingmaður Suðurkjördæmis og hefur setið á þingi fyrir Pírata frá árinu 2016.Vísir/Stefán„Forseti vill á degi hróssins hrósa mönnum fyrir hugkvæmni við að fylla út í fundartíma Alþingis. Jafnvel þótt hér séu fá mál á dagskrá. En að gamni slepptu þá tekur forseti að mörgu leyti undir þau sjónarmið sem hér hafa verið fram færð. Það er afar óheppilegt ef mál safnast upp og koma seint fram,“ sagði Steingrímur. Einnig væri mikilvægt að afgreiða mál úr nefndum. Hins vegar markaði það ástandið að ríkisstjórn hefði tekið við á miðjum vetri. Hann hefði þó skrifað forsætisráðherra bréf fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vegna málsins í síðustu viku. „Að síðustu er ég sammála því sjónarmiði að það væri æskilegt að sem fyrst kæmi frá hæstvirtri ríkisstjórn endurskoðuð þingmálaskrá. Því það er augljóst að hún mun taka breytingum. Þannig að ég tel hafa verið fulla innistæðu fyrir því sem hér hefur verið rætt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira