Svik við Vestfirðinga af verstu sort í vegagerð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. mars 2018 14:30 Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði. Vísir/Egill Aðalsteinsson Bæjarstjórn Ísafjarðar gagnrýnir Alþingi og ríkisstjórn harðlega fyrir að standa ekki við fyrirheit um uppbyggingu þjóðvegarins um Dynjandisheiði í ályktun sem samþykkt var samhljóða, með níu atkvæðum gegn engu, á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Samkvæmt gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016, átti að verja samtals 850 milljónum króna til framkvæmda á Dynjandisheiði á árunum 2017 og 2018. Ekki var staðið við þau áform í fjárlögum Alþingis. „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega seinagangi í hönnun og undirbúningi vegna lagningar nýs vegar yfir Dynjandisheiði, milli Flókalundar, Dynjanda og Bíldudals,” segir í ályktuninni.Forystumenn núverandi ríkisstjórnar. Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016.Mynd/Stöð 2.„Telur bæjarstjórn sérstaklega ámælisvert að ekki hafi verið sett til hliðar fjármagn á árinu 2018 til að hefja framkvæmdir á nýjum vegi yfir Dynjandisheiði, líkt og gildandi samgönguáætlun mælir þó fyrir um. Vegurinn um heiðina mun leysa af hólmi 60 ára gamlan moldarveg. Þessi vinnubrögð eru áfellisdómur yfir aðkomu Alþingis að frágangi fjárlaga yfirstandandi árs. Alla tíð hefur legið fyrir að vegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg eru nauðsynleg forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist Vestfirðingum sem samgöngubót, enda hefur það jafnan verið óumdeild krafa sveitarfélaga á Vestfjörðum að þessir vegir verði tilbúnir þegar kemur að verklokum jarðganganna. Það væru svik af verstu sort við Vestfirðinga ef ekki verður tenging milli svæða á Vestfjörðum allt árið um kring, nú þegar langþráð markmið um framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hafa loksins náðst. Einnig þýddi það að fresta ætti nýtingu þeirrar miklu fjárfestingar sem göngin eru um nokkur ár, með tilheyrandi lækkun á arðsemi þeirra,” segir bæjarstjórn Ísafjarðar. Yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði lýsti því mati sínu síðastliðið sumar hér í frétt Stöðvar 2 að nýr vegur yfir Dynjandisheiði yrði betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. 26. september 2017 19:00 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Bæjarstjórn Ísafjarðar gagnrýnir Alþingi og ríkisstjórn harðlega fyrir að standa ekki við fyrirheit um uppbyggingu þjóðvegarins um Dynjandisheiði í ályktun sem samþykkt var samhljóða, með níu atkvæðum gegn engu, á bæjarstjórnarfundi í fyrradag. Samkvæmt gildandi samgönguáætlun, sem Alþingi samþykkti haustið 2016, átti að verja samtals 850 milljónum króna til framkvæmda á Dynjandisheiði á árunum 2017 og 2018. Ekki var staðið við þau áform í fjárlögum Alþingis. „Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar mótmælir harðlega seinagangi í hönnun og undirbúningi vegna lagningar nýs vegar yfir Dynjandisheiði, milli Flókalundar, Dynjanda og Bíldudals,” segir í ályktuninni.Forystumenn núverandi ríkisstjórnar. Þau sátu öll á þingi þegar samgönguáætlun var samþykkt samhljóða þann 12. október árið 2016.Mynd/Stöð 2.„Telur bæjarstjórn sérstaklega ámælisvert að ekki hafi verið sett til hliðar fjármagn á árinu 2018 til að hefja framkvæmdir á nýjum vegi yfir Dynjandisheiði, líkt og gildandi samgönguáætlun mælir þó fyrir um. Vegurinn um heiðina mun leysa af hólmi 60 ára gamlan moldarveg. Þessi vinnubrögð eru áfellisdómur yfir aðkomu Alþingis að frágangi fjárlaga yfirstandandi árs. Alla tíð hefur legið fyrir að vegur um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg eru nauðsynleg forsenda þess að Dýrafjarðargöng nýtist Vestfirðingum sem samgöngubót, enda hefur það jafnan verið óumdeild krafa sveitarfélaga á Vestfjörðum að þessir vegir verði tilbúnir þegar kemur að verklokum jarðganganna. Það væru svik af verstu sort við Vestfirðinga ef ekki verður tenging milli svæða á Vestfjörðum allt árið um kring, nú þegar langþráð markmið um framkvæmdir við Dýrafjarðargöng hafa loksins náðst. Einnig þýddi það að fresta ætti nýtingu þeirrar miklu fjárfestingar sem göngin eru um nokkur ár, með tilheyrandi lækkun á arðsemi þeirra,” segir bæjarstjórn Ísafjarðar. Yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði lýsti því mati sínu síðastliðið sumar hér í frétt Stöðvar 2 að nýr vegur yfir Dynjandisheiði yrði betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði.
Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. 26. september 2017 19:00 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. 26. september 2017 19:00
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15