Sjálfstæðisflokkurinn vill þrjú ný hverfi í Reykjavík Þórdís Valsdóttir skrifar 4. mars 2018 18:15 Í Reykjavíkursáttmála Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir að ný hverfi munu rísa við Keldur og í Örfirisey og að hafin verði vinna við skipulagningu byggðar í Geldinganesi. Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill einfalda stjórnkerfi borgarinnar, fækka borgarfulltrúum, byggja upp ný hverfi í borginni og boðar til stórátaks í samgöngumálum. Þetta, ásamt öðru, kemur fram í Reykjavíkursáttmála flokksins sem samþykktur var í gær. Á annað hundrað manns sóttu svokallaðan Reykjavíkurfund í gær en á fundinum var sáttmálinn samþykktur. Vörður fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík stóð fyrir fundinum og í sáttmálanum eru markaðar áherslur flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í Reykjavíkursáttmálanum segir að flokkurinn hyggist fækka borgarfulltrúum úr 23 í 15, komist þeir til valda í Reykjavík í vor. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjöldi fulltrúa í sveitarfélögum, þar sem íbúar eru hundrað þúsund eða fleiri, vera 23 til 31. Þá segir að flokkurinn ætli sér að einfalda stjórnkerfið og stytta boðleiðir til þess að bæta þjónustu við íbúa. „Við viljum beina því til Alþingis að Reykjavík fái að fækka borgarfulltrúum aftur og gera það svo í framhaldinu. Þetta er gríðarlegur kostnaður, mörg hundruð milljónir sem fara í þetta og við teljum að einfaldara stjórnkerfi sé betra stjórnkerfi,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Ætla sér að efla Strætó Sjálfstæðisflokkurinn vill efla Strætó og gera hann þjónustuvænni svo almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur fyrir fleiri. Þá verður kannað hvort möguleiki sé á því að samgöngumiðstöð rísi við Kringluna en fyrir liggur að endurskipulagning fari fram við Kringluna. „Miðstöð er eins og orðið segir miðja og það má segja að BSÍ sé ansi vestarlega en Kringlan er hjartað í borginni því það er stutt í allar áttir. Lækjargatan var miðjan einu sinni, svo Hlemmur og það er rökrétt að fara austar. Við Kringluna eru miklar umferðaræðar og mikil þjónusta. Við sjáum fyrir okkur að sterk miðstöð fyrir Strætó er best þar sem þjónustan er,“ segir Eyþór. Eyþór segir að víða í Reykjavík séu þung og hættuleg víða í Reykjavík. „Það var gerður samningur um framkvæmdastopp árið 2012 og við viljum einfaldlega fara í stórátak og vinna með Vegagerðinni og klára þetta átak á næstu fjórum árum. Það er mikilvægt að það sé farið í þetta, tafatíminn er orðinn svo mikill,“ segir Eyþór og bætir við að flokkurinn vilji vinna nútímalegar lausnir en ekki mannvirki sem rísa of hátt.Vilja sá þrjú ný hverfi rísa Í Reykjavíkursáttmálanum er fjallað um að Reykjavík skuli vera besti búsetukosturinn og að aðalskipulag verði tekið upp í upphafi nýs kjörtímabils. Þá segir að við Keldur muni rísa fjölskylduvænt hverfi, að ný byggð muni rísa í Örfirisey og að hafin verði vinna við skipulagningu byggðar í Geldinganesi. „Í dag er ekki ein einasta íbúð fyrirhuguð í Örfirisey eða á Granda. Ég held að þetta sé spennandi kostur fyrir fólk sem vill búa í Vesturbænum eða Miðbænum og það er hægt að fara í uppbyggingu þarna fljótlega, þú ert ekki að raska grónu hverfi og það er það sama við Keldur. Það er mjög dýrt að byggja til dæmis í Lækjargötunni eða Tryggvagötunni þar sem þarf að rífa hús til að byggja önnur,“ segir Eyþór og bætir við að þetta sé leið til að þétta byggð í Reykjavík á hagkvæman hátt. Stj.mál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Samfylkingin tapar næstum fimm prósentustigum frá kosningunum 2014 í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 10 prósentum frá 2014. Framboðslisti Viðreisnar í borginni verður kynntur innan 1. mars 2018 06:00 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir frá því að eftir að hafa barist við krabbamein og endurheimt heilsu sína hafi hún ákveðið að grípa tækifærið og fara í pólitík. Hún er hlynnt borgarlínu, vill lengja leikskólaaldurinn og segir að það þurfi að finna sátt um staðsetningu flugvallarins. 24. febrúar 2018 16:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill einfalda stjórnkerfi borgarinnar, fækka borgarfulltrúum, byggja upp ný hverfi í borginni og boðar til stórátaks í samgöngumálum. Þetta, ásamt öðru, kemur fram í Reykjavíkursáttmála flokksins sem samþykktur var í gær. Á annað hundrað manns sóttu svokallaðan Reykjavíkurfund í gær en á fundinum var sáttmálinn samþykktur. Vörður fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík stóð fyrir fundinum og í sáttmálanum eru markaðar áherslur flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í Reykjavíkursáttmálanum segir að flokkurinn hyggist fækka borgarfulltrúum úr 23 í 15, komist þeir til valda í Reykjavík í vor. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjöldi fulltrúa í sveitarfélögum, þar sem íbúar eru hundrað þúsund eða fleiri, vera 23 til 31. Þá segir að flokkurinn ætli sér að einfalda stjórnkerfið og stytta boðleiðir til þess að bæta þjónustu við íbúa. „Við viljum beina því til Alþingis að Reykjavík fái að fækka borgarfulltrúum aftur og gera það svo í framhaldinu. Þetta er gríðarlegur kostnaður, mörg hundruð milljónir sem fara í þetta og við teljum að einfaldara stjórnkerfi sé betra stjórnkerfi,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Ætla sér að efla Strætó Sjálfstæðisflokkurinn vill efla Strætó og gera hann þjónustuvænni svo almenningssamgöngur verði raunhæfur kostur fyrir fleiri. Þá verður kannað hvort möguleiki sé á því að samgöngumiðstöð rísi við Kringluna en fyrir liggur að endurskipulagning fari fram við Kringluna. „Miðstöð er eins og orðið segir miðja og það má segja að BSÍ sé ansi vestarlega en Kringlan er hjartað í borginni því það er stutt í allar áttir. Lækjargatan var miðjan einu sinni, svo Hlemmur og það er rökrétt að fara austar. Við Kringluna eru miklar umferðaræðar og mikil þjónusta. Við sjáum fyrir okkur að sterk miðstöð fyrir Strætó er best þar sem þjónustan er,“ segir Eyþór. Eyþór segir að víða í Reykjavík séu þung og hættuleg víða í Reykjavík. „Það var gerður samningur um framkvæmdastopp árið 2012 og við viljum einfaldlega fara í stórátak og vinna með Vegagerðinni og klára þetta átak á næstu fjórum árum. Það er mikilvægt að það sé farið í þetta, tafatíminn er orðinn svo mikill,“ segir Eyþór og bætir við að flokkurinn vilji vinna nútímalegar lausnir en ekki mannvirki sem rísa of hátt.Vilja sá þrjú ný hverfi rísa Í Reykjavíkursáttmálanum er fjallað um að Reykjavík skuli vera besti búsetukosturinn og að aðalskipulag verði tekið upp í upphafi nýs kjörtímabils. Þá segir að við Keldur muni rísa fjölskylduvænt hverfi, að ný byggð muni rísa í Örfirisey og að hafin verði vinna við skipulagningu byggðar í Geldinganesi. „Í dag er ekki ein einasta íbúð fyrirhuguð í Örfirisey eða á Granda. Ég held að þetta sé spennandi kostur fyrir fólk sem vill búa í Vesturbænum eða Miðbænum og það er hægt að fara í uppbyggingu þarna fljótlega, þú ert ekki að raska grónu hverfi og það er það sama við Keldur. Það er mjög dýrt að byggja til dæmis í Lækjargötunni eða Tryggvagötunni þar sem þarf að rífa hús til að byggja önnur,“ segir Eyþór og bætir við að þetta sé leið til að þétta byggð í Reykjavík á hagkvæman hátt.
Stj.mál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Samfylkingin tapar næstum fimm prósentustigum frá kosningunum 2014 í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 10 prósentum frá 2014. Framboðslisti Viðreisnar í borginni verður kynntur innan 1. mars 2018 06:00 Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19 Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir frá því að eftir að hafa barist við krabbamein og endurheimt heilsu sína hafi hún ákveðið að grípa tækifærið og fara í pólitík. Hún er hlynnt borgarlínu, vill lengja leikskólaaldurinn og segir að það þurfi að finna sátt um staðsetningu flugvallarins. 24. febrúar 2018 16:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Sjá meira
Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Samfylkingin tapar næstum fimm prósentustigum frá kosningunum 2014 í nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is, en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig 10 prósentum frá 2014. Framboðslisti Viðreisnar í borginni verður kynntur innan 1. mars 2018 06:00
Framboðslisti xD sagður sem B-mynd með Steven Seagal Gunnar Smári segir stjórnmálaflokkana eins og lélega hasarmynd. 23. febrúar 2018 14:19
Hildur endurheimti framtíðina eftir krabbamein og fór í pólitík Hildur Björnsdóttir sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir frá því að eftir að hafa barist við krabbamein og endurheimt heilsu sína hafi hún ákveðið að grípa tækifærið og fara í pólitík. Hún er hlynnt borgarlínu, vill lengja leikskólaaldurinn og segir að það þurfi að finna sátt um staðsetningu flugvallarins. 24. febrúar 2018 16:00