Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2018 11:45 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í gærkvöldi. RÚV Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. Lokakeppnin í Eurovision fer fram í byrjun maí og það í Lissabon í Portúgal. „Ég hef aldrei komið til Portúgal, en hef oft komið til Spánar eins og flestir Íslendingar. Ég er mjög spenntur að fara út,“ segir Ari Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari mætti í hljóðverið ásamt Þórunni Ernu Clausen sem samdi lag og texta. „Þetta er þriðja árið í röð sem ég á lag í Söngvakeppninni og í fyrsta skipti sem ég vinn þessa keppni sem laga- og textahöfundur. Þetta er eins árs gamalt lag og það var reyndar Aron Hannes sem söng demo-ið til að byrja með. Ég get sagt ykkur það núna,“ segir Þórunn sem samdi lagið ekki með Eurovision í huga.Kynnast í Borgarleikhúsinu „Við kynnumst fyrst þegar Þórunn var aðstoðarleikstjóri í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu árið 2011. Þar var ég aðeins 13 ára. Nokkrum árum seinna eða í október hittumst við aftur. Ég er semsagt nemandi Bergþór Pálssonar og hann hélt upp á 60 ára afmælistónleika sína í Eldborg. Þar söng ég með honum lagið sem ég söng með Sissel Kyrkjebø á tónleikum,“ segir Ari. Þórunn tekur þá við sögunni: „Hann birtist á sviðinu í þessu rauða jakka og í rauðum skóm og gæsahúðin var svo mikil þegar hann byrjaði að syngja og tárin byrjuðu strax að streyma og algjörlega einstök upplifun að vera í salnum.“Kom ekki á óvart Þórunn segir að það hafi ekki komið henni á óvart að Ari hafi unnið á laugardagskvöldið. „Ég hef alltaf trúað virkilega á hann Ara og lagið. Hinsvegar þegar maður er á móti svona frábæru lagi og söngvara, þá getur þetta farið á hvaða veg sem er. Ég hef oft lent í því í lífinu að hlutirnir fara ekki eins og maður ætlar sér.“ Ari segist í raun hafa farið út úr líkama sínum þegar Jón Jónsson tilkynnti að hann hefði unnið keppnina. „Ég fór bara út úr líkamanum í smá stund og horfði á sjálfan mig. Svo komu allir að knúsa mig og ég bara hugsaði vá hvað þetta er yndislegt.“ Mikið var talað um það á samfélagsmiðlum þegar Ari brotnaði niður í viðtali eftir fyrri flutninginn á laugardagskvöldið. „Mín helsta gjöf sem söngvari er að geta gefið frá mér tilfinningar í lagi. Þetta lag er með stórkostlegan boðskap og með yndislega fallega nærveru. Að fá svona fallega nærveru og ást til baka frá áhorfendum hitti mig svo beint í hjartastað og ég réði ekki við mig.“ Eins og áður segir hefur Ari komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá aðeins 11 ára. Árið 2011 var hann síðan mættur í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu en hér að neðan má sjá hann fara á kostum sem Oliver.Ari kom fyrst fram Sissel Kyrkjebø árið 2012 á jólatónleikum Frostrósa og þótti hann standa sig einstaklega vel eins og sjá má hér að neðan.Árið 2015 kom hann síðan fram í The Voice og tók til að mynd lagið Lay Me Down með Sam Smith í blindu áheyrnaprufunum og heillaði hann þar sjálfan Helga Björns eins og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau tvö í heild sinni. Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. Lokakeppnin í Eurovision fer fram í byrjun maí og það í Lissabon í Portúgal. „Ég hef aldrei komið til Portúgal, en hef oft komið til Spánar eins og flestir Íslendingar. Ég er mjög spenntur að fara út,“ segir Ari Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari mætti í hljóðverið ásamt Þórunni Ernu Clausen sem samdi lag og texta. „Þetta er þriðja árið í röð sem ég á lag í Söngvakeppninni og í fyrsta skipti sem ég vinn þessa keppni sem laga- og textahöfundur. Þetta er eins árs gamalt lag og það var reyndar Aron Hannes sem söng demo-ið til að byrja með. Ég get sagt ykkur það núna,“ segir Þórunn sem samdi lagið ekki með Eurovision í huga.Kynnast í Borgarleikhúsinu „Við kynnumst fyrst þegar Þórunn var aðstoðarleikstjóri í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu árið 2011. Þar var ég aðeins 13 ára. Nokkrum árum seinna eða í október hittumst við aftur. Ég er semsagt nemandi Bergþór Pálssonar og hann hélt upp á 60 ára afmælistónleika sína í Eldborg. Þar söng ég með honum lagið sem ég söng með Sissel Kyrkjebø á tónleikum,“ segir Ari. Þórunn tekur þá við sögunni: „Hann birtist á sviðinu í þessu rauða jakka og í rauðum skóm og gæsahúðin var svo mikil þegar hann byrjaði að syngja og tárin byrjuðu strax að streyma og algjörlega einstök upplifun að vera í salnum.“Kom ekki á óvart Þórunn segir að það hafi ekki komið henni á óvart að Ari hafi unnið á laugardagskvöldið. „Ég hef alltaf trúað virkilega á hann Ara og lagið. Hinsvegar þegar maður er á móti svona frábæru lagi og söngvara, þá getur þetta farið á hvaða veg sem er. Ég hef oft lent í því í lífinu að hlutirnir fara ekki eins og maður ætlar sér.“ Ari segist í raun hafa farið út úr líkama sínum þegar Jón Jónsson tilkynnti að hann hefði unnið keppnina. „Ég fór bara út úr líkamanum í smá stund og horfði á sjálfan mig. Svo komu allir að knúsa mig og ég bara hugsaði vá hvað þetta er yndislegt.“ Mikið var talað um það á samfélagsmiðlum þegar Ari brotnaði niður í viðtali eftir fyrri flutninginn á laugardagskvöldið. „Mín helsta gjöf sem söngvari er að geta gefið frá mér tilfinningar í lagi. Þetta lag er með stórkostlegan boðskap og með yndislega fallega nærveru. Að fá svona fallega nærveru og ást til baka frá áhorfendum hitti mig svo beint í hjartastað og ég réði ekki við mig.“ Eins og áður segir hefur Ari komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá aðeins 11 ára. Árið 2011 var hann síðan mættur í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu en hér að neðan má sjá hann fara á kostum sem Oliver.Ari kom fyrst fram Sissel Kyrkjebø árið 2012 á jólatónleikum Frostrósa og þótti hann standa sig einstaklega vel eins og sjá má hér að neðan.Árið 2015 kom hann síðan fram í The Voice og tók til að mynd lagið Lay Me Down með Sam Smith í blindu áheyrnaprufunum og heillaði hann þar sjálfan Helga Björns eins og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau tvö í heild sinni.
Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50
Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25
Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45