Fortíðarþrá dregur gamla hermenn aftur til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2018 23:15 Friðþór Eydal var blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi í gamla daga, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli með fjölskyldum sínum, og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”, sem fjallaði um Varnarstöðina. Áætlað hefur verið að yfir tvöhundruðþúsund Bandaríkjamenn, hermenn og fjölskyldur þeirra, hafi dvalið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma meðan hér var staðsettur bandarískur her.Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari rekur nú Menu-veitingar í gamla Offisera-klúbbnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í gamla Offiseraklúbbnum er nú íslenskur veitingastaður, og þar birtast stundum gamlir gestir: „Eldri menn sem hafa verið hér staðsettir, bandarískir hermenn, hafa komið hér mikið til að kíkja á okkur. Og vildu fá að fara aftur inn í klúbbinn svona til þess að sjá þetta aftur,” sagði Ásbjörn Pálsson, framkvæmdastjóri Menu-veitinga. Blokk, sem áður hýsti sveit landgönguliða, er nú Base-hótel og þangað koma stundum fyrrverandi hermenn. „Ég fékk einu sinni einn, sem var meira að segja í herbergi 309, sem við erum með hérna á þriðju hæðinni. Og hann bað um að fá að kíkja á það. Mér fannst það alveg æðislegt. Hann man og sagði mér allskonar sögur frá þessum tíma,” sagði Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels. Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels, segir frá fyrrverandi hermanni sem bað um að fá að skoða gamla herbergið sitt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þarna dvöldust líka börn hermanna, sem núna koma til að rifja upp tímann á Íslandi. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, sem er til húsa í fyrrum unglingaskóla Varnarliðsins, segir að í fyrra hafi komið bandarísk kona ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Hún hafi fengið að skoða skólann og fundið gamla skápinn sinn, sem hún sýndi börnum sínum stolt: „Here was mammy's locker.” Fyrrverandi nemendur halda hópinn í gegnum Facebook-síðu, sem Keilismenn fóðra á ljósmyndum, en Hjálmar segir að þeir hugsi mjög hlýtt til Íslands.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, við nemendaskápa gamla unglingaskóla Varnarliðsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og það er gaman að sjá athugasemdir þeirra: „Best year of my life.” Þetta voru náttúrlega unglingar, - og eins og við vitum, - unglingsárin geta verið mjög skemmtileg. Og það eru mjög hlýjar tilfinningar sem þessi hópur ber til Íslendinga,” sagði Hjálmar. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi, var leiðsögumaður um svæðið í þættinum „Um land allt”. Friðþór rifjaði meðal annars upp sögu frá þeim tíma þegar flugvélar komust ekki yfir Atlantshafið án millilendingar, áður en þotuöldin gekk í garð. Þá rákust menn stundum á fræga gesti í flugstöðinni. Þannig hafi Vestfirðingur einn, sem vann á Vellinum, séð mann sem hann kannaðist eitthvað við og hélt að væri að vestan. Þar var þá kominn kvikmyndaleikarinn Humphrey Bogart. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjanesbær Um land allt Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Fyrrverandi bandarískir hermenn, sem sinntu herskyldu á Íslandi í gamla daga, sækja í að skoða gamla varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli með fjölskyldum sínum, og segjast bera hlýjar tilfinningar til Íslendinga. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”, sem fjallaði um Varnarstöðina. Áætlað hefur verið að yfir tvöhundruðþúsund Bandaríkjamenn, hermenn og fjölskyldur þeirra, hafi dvalið á Íslandi um lengri eða skemmri tíma meðan hér var staðsettur bandarískur her.Ásbjörn Pálsson matreiðslumeistari rekur nú Menu-veitingar í gamla Offisera-klúbbnum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í gamla Offiseraklúbbnum er nú íslenskur veitingastaður, og þar birtast stundum gamlir gestir: „Eldri menn sem hafa verið hér staðsettir, bandarískir hermenn, hafa komið hér mikið til að kíkja á okkur. Og vildu fá að fara aftur inn í klúbbinn svona til þess að sjá þetta aftur,” sagði Ásbjörn Pálsson, framkvæmdastjóri Menu-veitinga. Blokk, sem áður hýsti sveit landgönguliða, er nú Base-hótel og þangað koma stundum fyrrverandi hermenn. „Ég fékk einu sinni einn, sem var meira að segja í herbergi 309, sem við erum með hérna á þriðju hæðinni. Og hann bað um að fá að kíkja á það. Mér fannst það alveg æðislegt. Hann man og sagði mér allskonar sögur frá þessum tíma,” sagði Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels. Jónatan Ægir Guðmundsson, móttökustjóri Base-hótels, segir frá fyrrverandi hermanni sem bað um að fá að skoða gamla herbergið sitt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þarna dvöldust líka börn hermanna, sem núna koma til að rifja upp tímann á Íslandi. Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, sem er til húsa í fyrrum unglingaskóla Varnarliðsins, segir að í fyrra hafi komið bandarísk kona ásamt eiginmanni og tveimur börnum. Hún hafi fengið að skoða skólann og fundið gamla skápinn sinn, sem hún sýndi börnum sínum stolt: „Here was mammy's locker.” Fyrrverandi nemendur halda hópinn í gegnum Facebook-síðu, sem Keilismenn fóðra á ljósmyndum, en Hjálmar segir að þeir hugsi mjög hlýtt til Íslands.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, við nemendaskápa gamla unglingaskóla Varnarliðsins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Og það er gaman að sjá athugasemdir þeirra: „Best year of my life.” Þetta voru náttúrlega unglingar, - og eins og við vitum, - unglingsárin geta verið mjög skemmtileg. Og það eru mjög hlýjar tilfinningar sem þessi hópur ber til Íslendinga,” sagði Hjálmar. Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Varnarliðsins síðustu 23 ár þess á Íslandi, var leiðsögumaður um svæðið í þættinum „Um land allt”. Friðþór rifjaði meðal annars upp sögu frá þeim tíma þegar flugvélar komust ekki yfir Atlantshafið án millilendingar, áður en þotuöldin gekk í garð. Þá rákust menn stundum á fræga gesti í flugstöðinni. Þannig hafi Vestfirðingur einn, sem vann á Vellinum, séð mann sem hann kannaðist eitthvað við og hélt að væri að vestan. Þar var þá kominn kvikmyndaleikarinn Humphrey Bogart. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjanesbær Um land allt Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira