Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2018 19:30 Valgerður er brött og klár í stóra slaginn. Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. Það var í lok síðustu viku sem símtalið kom að utan hvort Valgerður væri tilbúinn að berjast við hina norsku Katarinu Thanderz um alþjóðlegt belti hjá WBC hnefaleikasambandinu. Hún hélt nú það og mætir brött til leiks þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. Hún var þó eðlilega hissa er símtalið kom. „Þetta var gott sjokk. Ég átti engan veginn von á þessu en ég hikaði ekki við að segja já. Það hefur ekki verið efi í mínum huga síðan. Þetta er töluvert stærra en ég hafði hugsað mér á næstunni miðað við minn feril enda búin með þrjá bardaga,“ segir Valgerður ákveðin en hún ætlar sér að nýta tækifærið. „Ég tel mig ráða vel við þetta. Þetta verður stökk fyrir mig upp um gæðaflokk. Ég mun samt halda mig við mína leikáætlun. Ég hef verið að vinna í hlutum sem ég tel að muni henta mjög vel í þessum bardaga. Ég hlakka til að sýna að ég hafi bætt mig síðan síðast.“ Umboðsmaður Valgerður, Guðjón Vilhelm, segir að Valgerður sé nokkuð langt á undan áætlun að fara í titilbardaga núna en hann er samt ekki hissa á því að leitað hafi verið til sinnar konu. „Ég myndi segja að hún væri einu og hálfu ári á undan áætlun. Þetta er samt engin tilviljun út frá því sem hún hefur verið að gera. Það er samt heppni að hluta að vera kominn hingað núna. Hún er samt búin að vinna fyrir því með frammistöðu sinni,“ segir Guðjón sem hefur tröllatrú á Valgerði og segir að hún eigi eftir að koma á óvart í Osló. „Ég er eiginlega sannfærður um að Valgerður er tilbúin í þetta. Hún er það sterk andlega. Er líka mikil reglumanneskja og mikill íþróttamaður. Hún er klár í þetta ég er sannfærður um það,“ segir umboðsmaðurinn og bætir við að Thanderz sé góður mótherji fyrir Valgerði. „Þessi stelpa hentar henni. Stíllinn hjá Katarinu hentar Valgerði og éf hef fulla trú á því að Valgerður eigi eftir að koma verulega á óvart þetta kvöld. Ég er að vona að Valgerður verði búin að rota hana í þriðju eða fjórðu lotu. Það er mín ósk. Hún hefur það sem þarf til að slá hana niður og rota hana.“ Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Sjá meira
Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. Það var í lok síðustu viku sem símtalið kom að utan hvort Valgerður væri tilbúinn að berjast við hina norsku Katarinu Thanderz um alþjóðlegt belti hjá WBC hnefaleikasambandinu. Hún hélt nú það og mætir brött til leiks þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. Hún var þó eðlilega hissa er símtalið kom. „Þetta var gott sjokk. Ég átti engan veginn von á þessu en ég hikaði ekki við að segja já. Það hefur ekki verið efi í mínum huga síðan. Þetta er töluvert stærra en ég hafði hugsað mér á næstunni miðað við minn feril enda búin með þrjá bardaga,“ segir Valgerður ákveðin en hún ætlar sér að nýta tækifærið. „Ég tel mig ráða vel við þetta. Þetta verður stökk fyrir mig upp um gæðaflokk. Ég mun samt halda mig við mína leikáætlun. Ég hef verið að vinna í hlutum sem ég tel að muni henta mjög vel í þessum bardaga. Ég hlakka til að sýna að ég hafi bætt mig síðan síðast.“ Umboðsmaður Valgerður, Guðjón Vilhelm, segir að Valgerður sé nokkuð langt á undan áætlun að fara í titilbardaga núna en hann er samt ekki hissa á því að leitað hafi verið til sinnar konu. „Ég myndi segja að hún væri einu og hálfu ári á undan áætlun. Þetta er samt engin tilviljun út frá því sem hún hefur verið að gera. Það er samt heppni að hluta að vera kominn hingað núna. Hún er samt búin að vinna fyrir því með frammistöðu sinni,“ segir Guðjón sem hefur tröllatrú á Valgerði og segir að hún eigi eftir að koma á óvart í Osló. „Ég er eiginlega sannfærður um að Valgerður er tilbúin í þetta. Hún er það sterk andlega. Er líka mikil reglumanneskja og mikill íþróttamaður. Hún er klár í þetta ég er sannfærður um það,“ segir umboðsmaðurinn og bætir við að Thanderz sé góður mótherji fyrir Valgerði. „Þessi stelpa hentar henni. Stíllinn hjá Katarinu hentar Valgerði og éf hef fulla trú á því að Valgerður eigi eftir að koma verulega á óvart þetta kvöld. Ég er að vona að Valgerður verði búin að rota hana í þriðju eða fjórðu lotu. Það er mín ósk. Hún hefur það sem þarf til að slá hana niður og rota hana.“
Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Galin mistök kostuðu Bears væntanlega leikinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Sjá meira
Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16