Valgerður: Ég hikaði ekki við að segja já Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2018 19:30 Valgerður er brött og klár í stóra slaginn. Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. Það var í lok síðustu viku sem símtalið kom að utan hvort Valgerður væri tilbúinn að berjast við hina norsku Katarinu Thanderz um alþjóðlegt belti hjá WBC hnefaleikasambandinu. Hún hélt nú það og mætir brött til leiks þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. Hún var þó eðlilega hissa er símtalið kom. „Þetta var gott sjokk. Ég átti engan veginn von á þessu en ég hikaði ekki við að segja já. Það hefur ekki verið efi í mínum huga síðan. Þetta er töluvert stærra en ég hafði hugsað mér á næstunni miðað við minn feril enda búin með þrjá bardaga,“ segir Valgerður ákveðin en hún ætlar sér að nýta tækifærið. „Ég tel mig ráða vel við þetta. Þetta verður stökk fyrir mig upp um gæðaflokk. Ég mun samt halda mig við mína leikáætlun. Ég hef verið að vinna í hlutum sem ég tel að muni henta mjög vel í þessum bardaga. Ég hlakka til að sýna að ég hafi bætt mig síðan síðast.“ Umboðsmaður Valgerður, Guðjón Vilhelm, segir að Valgerður sé nokkuð langt á undan áætlun að fara í titilbardaga núna en hann er samt ekki hissa á því að leitað hafi verið til sinnar konu. „Ég myndi segja að hún væri einu og hálfu ári á undan áætlun. Þetta er samt engin tilviljun út frá því sem hún hefur verið að gera. Það er samt heppni að hluta að vera kominn hingað núna. Hún er samt búin að vinna fyrir því með frammistöðu sinni,“ segir Guðjón sem hefur tröllatrú á Valgerði og segir að hún eigi eftir að koma á óvart í Osló. „Ég er eiginlega sannfærður um að Valgerður er tilbúin í þetta. Hún er það sterk andlega. Er líka mikil reglumanneskja og mikill íþróttamaður. Hún er klár í þetta ég er sannfærður um það,“ segir umboðsmaðurinn og bætir við að Thanderz sé góður mótherji fyrir Valgerði. „Þessi stelpa hentar henni. Stíllinn hjá Katarinu hentar Valgerði og éf hef fulla trú á því að Valgerður eigi eftir að koma verulega á óvart þetta kvöld. Ég er að vona að Valgerður verði búin að rota hana í þriðju eða fjórðu lotu. Það er mín ósk. Hún hefur það sem þarf til að slá hana niður og rota hana.“ Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Valgerður Guðsteinsdóttir verður fyrsti Íslendingurinn sem berst um belti í hnefaleikum í Osló um næstu helgi. Bardaginn bar brátt að en þrátt fyrir lítinn undirbúning segist Valgerður vera klár í að skemma teiti Norðmanna. Það var í lok síðustu viku sem símtalið kom að utan hvort Valgerður væri tilbúinn að berjast við hina norsku Katarinu Thanderz um alþjóðlegt belti hjá WBC hnefaleikasambandinu. Hún hélt nú það og mætir brött til leiks þrátt fyrir takmarkaðan undirbúning. Hún var þó eðlilega hissa er símtalið kom. „Þetta var gott sjokk. Ég átti engan veginn von á þessu en ég hikaði ekki við að segja já. Það hefur ekki verið efi í mínum huga síðan. Þetta er töluvert stærra en ég hafði hugsað mér á næstunni miðað við minn feril enda búin með þrjá bardaga,“ segir Valgerður ákveðin en hún ætlar sér að nýta tækifærið. „Ég tel mig ráða vel við þetta. Þetta verður stökk fyrir mig upp um gæðaflokk. Ég mun samt halda mig við mína leikáætlun. Ég hef verið að vinna í hlutum sem ég tel að muni henta mjög vel í þessum bardaga. Ég hlakka til að sýna að ég hafi bætt mig síðan síðast.“ Umboðsmaður Valgerður, Guðjón Vilhelm, segir að Valgerður sé nokkuð langt á undan áætlun að fara í titilbardaga núna en hann er samt ekki hissa á því að leitað hafi verið til sinnar konu. „Ég myndi segja að hún væri einu og hálfu ári á undan áætlun. Þetta er samt engin tilviljun út frá því sem hún hefur verið að gera. Það er samt heppni að hluta að vera kominn hingað núna. Hún er samt búin að vinna fyrir því með frammistöðu sinni,“ segir Guðjón sem hefur tröllatrú á Valgerði og segir að hún eigi eftir að koma á óvart í Osló. „Ég er eiginlega sannfærður um að Valgerður er tilbúin í þetta. Hún er það sterk andlega. Er líka mikil reglumanneskja og mikill íþróttamaður. Hún er klár í þetta ég er sannfærður um það,“ segir umboðsmaðurinn og bætir við að Thanderz sé góður mótherji fyrir Valgerði. „Þessi stelpa hentar henni. Stíllinn hjá Katarinu hentar Valgerði og éf hef fulla trú á því að Valgerður eigi eftir að koma verulega á óvart þetta kvöld. Ég er að vona að Valgerður verði búin að rota hana í þriðju eða fjórðu lotu. Það er mín ósk. Hún hefur það sem þarf til að slá hana niður og rota hana.“
Box Tengdar fréttir Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16 Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Sjá meira
Valgerður verður í titilbardaga í Osló Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. 5. mars 2018 10:16