Tilraunin Bjarni Karlsson skrifar 7. mars 2018 07:00 Við erum þátttakendur í stærstu tilraun sem gerð hefur verið á jörðinni. Hún hófst seint á sautjándu öld og er kennd við upplýsingu og nútíma. Ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað, skýjakljúfar hafa risið, þotur svífa um gufuhvolfið og alnetið tengir okkur saman með aðstoð gervihnatta, að ekki sé minnst á framfarir í læknavísindum sem linað hafa þjáningar og bætt árum við mannsævir. Tilraunin hófst fyrir meira en þrjú hundruð árum og þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag en nú eru niðurstöður komnar fram sem sýna að samhliða sigurgöngu nútíma þekkingar og tækni hefur orðið til hnattrænt hagkerfi sem snýr þannig að bankaskuldin er hjá þróunarríkjum í suðri gagnvart iðnríkjum í norðri sem aftur eiga þorra vistkerfisskuldanna. Þá hefur orðið til sáttmáli tækni og hagkerfis þess efnis að framkvæma skuli allt sem er tæknilega gerlegt svo lengi sem það skapi hagvöxt. En gallinn er sá að hagvöxtur er þröngt sjónarhorn og tekur ekki til heilsu jarðvegs og vatnasviða, veltir ekki fyrir sér vexti eyðimarka eða rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika og spyr ekki að líðan manna og annarra lífvera. Ljóst er orðið að árangurinn sem náðst hefur byggir á vistkerfisskuld fyrir hönd ófæddra barna sem óvíst er hvort þau nokkru sinni ná að standa undir á meðan neyslu- og framleiðslumynstur reiða sig mikið á barnaþrælkun. Nútíminn var stórkostleg tilraun með enn stórkostlegri veikleikum sem bitna sérstaklega á framtíðinni. Í eftirnútímanum ríður á að hlusta vel og nýta öll þekkingarform mannkyns; vísindi, listir, trúarbrögð, frumbyggjafræði, þjóðsögur og hvað annað sem hönd á festir. Vandinn er flókinn en eitt blasir við: Tíma yfirráðanna er lokið en tími samráðsins runninn upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við erum þátttakendur í stærstu tilraun sem gerð hefur verið á jörðinni. Hún hófst seint á sautjándu öld og er kennd við upplýsingu og nútíma. Ótrúlegar framfarir hafa átt sér stað, skýjakljúfar hafa risið, þotur svífa um gufuhvolfið og alnetið tengir okkur saman með aðstoð gervihnatta, að ekki sé minnst á framfarir í læknavísindum sem linað hafa þjáningar og bætt árum við mannsævir. Tilraunin hófst fyrir meira en þrjú hundruð árum og þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag en nú eru niðurstöður komnar fram sem sýna að samhliða sigurgöngu nútíma þekkingar og tækni hefur orðið til hnattrænt hagkerfi sem snýr þannig að bankaskuldin er hjá þróunarríkjum í suðri gagnvart iðnríkjum í norðri sem aftur eiga þorra vistkerfisskuldanna. Þá hefur orðið til sáttmáli tækni og hagkerfis þess efnis að framkvæma skuli allt sem er tæknilega gerlegt svo lengi sem það skapi hagvöxt. En gallinn er sá að hagvöxtur er þröngt sjónarhorn og tekur ekki til heilsu jarðvegs og vatnasviða, veltir ekki fyrir sér vexti eyðimarka eða rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika og spyr ekki að líðan manna og annarra lífvera. Ljóst er orðið að árangurinn sem náðst hefur byggir á vistkerfisskuld fyrir hönd ófæddra barna sem óvíst er hvort þau nokkru sinni ná að standa undir á meðan neyslu- og framleiðslumynstur reiða sig mikið á barnaþrælkun. Nútíminn var stórkostleg tilraun með enn stórkostlegri veikleikum sem bitna sérstaklega á framtíðinni. Í eftirnútímanum ríður á að hlusta vel og nýta öll þekkingarform mannkyns; vísindi, listir, trúarbrögð, frumbyggjafræði, þjóðsögur og hvað annað sem hönd á festir. Vandinn er flókinn en eitt blasir við: Tíma yfirráðanna er lokið en tími samráðsins runninn upp.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar