Guðmundur stofnar ferðaþjónustufyrirtæki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. mars 2018 14:54 Guðmundur er nýtekinn við íslenska landsliðinu í handbolta Vísir/Anton Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur í samstarfi við félaga sinn stofnað ferðaþjónustufyrirtæki. Markmiðið er að fá fleiri Dani til þess að ferðast til Íslands. Greinir hann frá þessu í viðtali við BT í Danmörku. Þar segir Guðmundur frá því að eftir að hafa hætt sem landsliðsþjálfari handboltalandslið Danmerkur hafi hann íhugað hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. „Ég velti fyrir mér mörgu en endaði á því að einbeita mér að ferðaþjónustunni. Ég stofnaði fyrirtæki sem heitir GoToIceland.dk í samstarfi með félaga mínum,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Segir hann verkefnið hafa verið í undirbúningi undanfarna mánuði en vefsíða fyrirtækisins fór í loftið í síðustu viku. Guðmundur segist lengi hafa haft hug á því að skipuleggja ferðir fyrir Dana til Íslands. „Ísland er yndislegt land og ég þekki landið vel eftir mikil ferðalög. Ég stunda veiði og gönguferðir. Ég hef farið út um allt og elska að vera í náttúrunni. Ísland er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna um þessar mundir og við teljum að Danir muni hafa áhuga á að ferðast þangað,“ segir Guðmundur. Hann tók sem kunnugt er við íslenska landsliðinu á handbolta á nýjan leik í síðasta mánuði. Segir Guðmundur að landsliðið verði auðvitað í forgangi en hann muni samt sem áður taka þátt í starfsemi nýja fyrirtækisins. „Ég mun taka á móti gestum og gefa þeim góð ráð um hvernig er að ferðast á Íslandi,“ segir Guðmundur. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. 7. mars 2018 06:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur í samstarfi við félaga sinn stofnað ferðaþjónustufyrirtæki. Markmiðið er að fá fleiri Dani til þess að ferðast til Íslands. Greinir hann frá þessu í viðtali við BT í Danmörku. Þar segir Guðmundur frá því að eftir að hafa hætt sem landsliðsþjálfari handboltalandslið Danmerkur hafi hann íhugað hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. „Ég velti fyrir mér mörgu en endaði á því að einbeita mér að ferðaþjónustunni. Ég stofnaði fyrirtæki sem heitir GoToIceland.dk í samstarfi með félaga mínum,“ segir Guðmundur.Sjá einnig: Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Segir hann verkefnið hafa verið í undirbúningi undanfarna mánuði en vefsíða fyrirtækisins fór í loftið í síðustu viku. Guðmundur segist lengi hafa haft hug á því að skipuleggja ferðir fyrir Dana til Íslands. „Ísland er yndislegt land og ég þekki landið vel eftir mikil ferðalög. Ég stunda veiði og gönguferðir. Ég hef farið út um allt og elska að vera í náttúrunni. Ísland er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna um þessar mundir og við teljum að Danir muni hafa áhuga á að ferðast þangað,“ segir Guðmundur. Hann tók sem kunnugt er við íslenska landsliðinu á handbolta á nýjan leik í síðasta mánuði. Segir Guðmundur að landsliðið verði auðvitað í forgangi en hann muni samt sem áður taka þátt í starfsemi nýja fyrirtækisins. „Ég mun taka á móti gestum og gefa þeim góð ráð um hvernig er að ferðast á Íslandi,“ segir Guðmundur.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. 7. mars 2018 06:30 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Sjá meira
Guðmundur vildi að hann hefði hætt fyrr með Dani Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var í opinskáu viðtali hjá danska miðlinum BT þar sem hann sagðist meðal annars óska þess að hafa hætt fyrr með danska landsliðið. 7. mars 2018 06:30