Enn sigra Haukar │ Stjarnan sótti sigur í Smárann Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:54 Helena Sverrisdóttir vísir/getty Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino's deild kvenna með sigri á botnliði Njarðvíkur suður með sjó í kvöld. Haukakonur sitja á toppi deildarinnar og stefna hraðbyr að deildarmeistaratitilinum, hafa ekki tapað í síðustu 11 deildarleikjum sínum. Njarðvík hefur hins vegar ekki unnið deildarleik í vetur og var því búist við öruggum Haukasigri í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu mjög sterkt og unnu fyrsta leikhlutann með 16 stigum, 12-28. Heimakonur náðu þó að koma til baka í öðrum leikhluta og var munurinn aðeins átta stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið var hins vegar aldrei líklegt til þess að ná að stela sigrinum og svo fór að lokum að Haukar unnu 75-85. Breiðablik, sem vann topplið Vals í síðustu umferð, fékk Stjörnuna í heimsókn í Smárann í grannaslag. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum þegar fyrsta leikhluta lauk. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 30-35 þegar gengið var til leikhlés. Vörn heimakvenna datt í gang í þriðja leikhluta og skoruðu gestirnir aðeins sjö stig. Blikar skoruðu hins vegar aðeins 16 stig á móti og voru því aðeins með fjögurra stiga forystu fyrir loka leikhlutann. Stjarnan var sterkari á loka sprettinum og fór með 57-63 sigur heim í Garðabæinn. Eftir 23. umferðina eru Haukar því enn á toppnum, með tveggja stiga forystu á Val. Stjarnan situr í fjórða sæti, síðasta sætinu í úrslitakeppnina. Stjörnukonur eru með tveggja stiga forystu á Skallagrím og Breiðablik er aðeins fjórum stigum fyrir aftan þær, svo það er enn allt opið í baráttunni um úrslitakeppnissætið. Njarðvík situr hins vegar sem fastast á botninum og er á leiðinni niður í 1. deildina.Njarðvík-Haukar 75-85 (12-28, 24-16, 16-19, 23-22) Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/22 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 18/5 stolnir, María Jónsdóttir 11/6 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 10/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/7 stoðsendingar.Haukar: Whitney Michelle Frazier 24/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 23/8 fráköst/16 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 8/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2.Breiðablik-Stjarnan 57-63 (12-16, 18-19, 16-7, 11-21) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 21/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 15/11 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/8 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/20 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jenný Harðardóttir 14/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/5 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 2, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino's deild kvenna með sigri á botnliði Njarðvíkur suður með sjó í kvöld. Haukakonur sitja á toppi deildarinnar og stefna hraðbyr að deildarmeistaratitilinum, hafa ekki tapað í síðustu 11 deildarleikjum sínum. Njarðvík hefur hins vegar ekki unnið deildarleik í vetur og var því búist við öruggum Haukasigri í kvöld. Gestirnir úr Hafnarfirði byrjuðu mjög sterkt og unnu fyrsta leikhlutann með 16 stigum, 12-28. Heimakonur náðu þó að koma til baka í öðrum leikhluta og var munurinn aðeins átta stig í hálfleik. Njarðvíkurliðið var hins vegar aldrei líklegt til þess að ná að stela sigrinum og svo fór að lokum að Haukar unnu 75-85. Breiðablik, sem vann topplið Vals í síðustu umferð, fékk Stjörnuna í heimsókn í Smárann í grannaslag. Gestirnir úr Garðabæ byrjuðu leikinn betur og leiddu með fjórum stigum þegar fyrsta leikhluta lauk. Nokkuð jafnt var með liðunum í öðrum leikhluta og var staðan 30-35 þegar gengið var til leikhlés. Vörn heimakvenna datt í gang í þriðja leikhluta og skoruðu gestirnir aðeins sjö stig. Blikar skoruðu hins vegar aðeins 16 stig á móti og voru því aðeins með fjögurra stiga forystu fyrir loka leikhlutann. Stjarnan var sterkari á loka sprettinum og fór með 57-63 sigur heim í Garðabæinn. Eftir 23. umferðina eru Haukar því enn á toppnum, með tveggja stiga forystu á Val. Stjarnan situr í fjórða sæti, síðasta sætinu í úrslitakeppnina. Stjörnukonur eru með tveggja stiga forystu á Skallagrím og Breiðablik er aðeins fjórum stigum fyrir aftan þær, svo það er enn allt opið í baráttunni um úrslitakeppnissætið. Njarðvík situr hins vegar sem fastast á botninum og er á leiðinni niður í 1. deildina.Njarðvík-Haukar 75-85 (12-28, 24-16, 16-19, 23-22) Njarðvík: Shalonda R. Winton 31/22 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Hrund Skúladóttir 18/5 stolnir, María Jónsdóttir 11/6 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 10/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 5/7 stoðsendingar.Haukar: Whitney Michelle Frazier 24/16 fráköst/7 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 23/8 fráköst/16 stoðsendingar, Rósa Björk Pétursdóttir 10, Fanney Ragnarsdóttir 8/3 varin skot, Sigrún Björg Ólafsdóttir 8, Anna Lóa Óskarsdóttir 5, Þóra Kristín Jónsdóttir 5/6 stoðsendingar, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2.Breiðablik-Stjarnan 57-63 (12-16, 18-19, 16-7, 11-21) Breiðablik: Whitney Kiera Knight 21/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 15/11 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/14 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/8 fráköst.Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 32/20 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jenný Harðardóttir 14/11 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 10/4 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 3/5 fráköst, Aldís Erna Pálsdóttir 2, Sunna Margrét Eyjólfsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira