Sigmundur segir ríkisstjórnina stefnulausa úti í kuldanum í bankamálum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 19:07 Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka og nú standi stjórnin stefnulaus út í kuldanum og bíði hvítbókar um framtíðarskipulag fjármálakerfisins. Forsætisráðherra segir allar ríkisstjórnir frá árinu 2009 hafa gætt að hagsmunum almennings við uppgjör föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf sérstaka umræðu um Arion banka á Alþingi í dag. Ríkisstjórn hans hafi á árinu 2013 hafist handa við að vinda ofan af því þegar fyrri stjórn hefði afhent vogunarsjóðum íslenska bankakerfið. „Þegar áformunum var hrint í framkvæmd 2015 var útlistað hvernig þau ættu að ganga fyrir sig skref fyrir skref. Þetta var heildarplan. Verkefnið heppnaðist vel. Svo vel að það stuðlaði að meiri og hraðari efnahagslegum viðsnúningi en dæmi eru um annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð. Það hafi hins vegar komið hökt í framkvæmdina um mitt ár 2016. Einmitt fljótlega eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér forsætisráðherraembættinu. Gjaldeyrisútboðum hafi ítrekað verið frestað og þeim breytt meðal annars að kröfu vogunarsjóða með tuga milljarða skaða. Í upphafi árs 2017 hafi stjórnvöld tekið U-beygju þegar tilkynnt var að vogunarsjóðir hefðu selt sjálfum sér stóran hlut í Arion banka. „Banka sem var óbeint í eigu ríkisins og farið með því á svig við markmið stöðugleikaskilyrðanna. Aðilar sem teljast ekki einu sinni hæfir eigendur fjármálafyrirtækja og starfa á undanþágu,“ sagði formaður Miðflokksins. Ríkisstjórnina hafi því boðið Vogunarsjóðina velkomna aftur til ársins 2009 og boði nú hvítbók um breytingar á fjármálakerfinu. „Ríkisstjórnin afhenti hins vegar vogunarsjóðunum lyklana. Þeir gengu í bæinn og vísuðu ríkisstjórninni út í kuldann og þar stendur hún nú stefnulaus og bíður eftir hvítbókinni,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn fleiri flokka gagnrýndu ferlið við söluna á Arion banka sem hefði ekki verið nógu gagnsætt en tóku þó ekki undir með formanni Miðflokksins um að forsendur fyrir forkaupsrétti ríkisins í bankanum hafi virkjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp sögu málsins allt frá árinu 2009 og sagði ávöxtun á framlagi ríkisins til Arion banka hafa verið mjög góða. „Ég tel að háttvirtur þingmaður hafi staðið sig vel í þessum málum þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Og ég tel raunar að fyrri ríkisstjórn hafi gert að líka. Ég tel að allt frá 2009 hafi setið hér ríkisstjórnir sem hafi haft hagsmuni almennings að leiðarljósi. Samningarnir, hvort sem er hluthafasamkomulagið frá árinu 2009 og stöðugleikasamningarnir frá 2015 og 2016 hafa reynst ríkissjóði hagfelldir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir vogunarsjóði hafa vísað íslenska ríkinu á dyr í Arion banka og nú standi stjórnin stefnulaus út í kuldanum og bíði hvítbókar um framtíðarskipulag fjármálakerfisins. Forsætisráðherra segir allar ríkisstjórnir frá árinu 2009 hafa gætt að hagsmunum almennings við uppgjör föllnu bankanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hóf sérstaka umræðu um Arion banka á Alþingi í dag. Ríkisstjórn hans hafi á árinu 2013 hafist handa við að vinda ofan af því þegar fyrri stjórn hefði afhent vogunarsjóðum íslenska bankakerfið. „Þegar áformunum var hrint í framkvæmd 2015 var útlistað hvernig þau ættu að ganga fyrir sig skref fyrir skref. Þetta var heildarplan. Verkefnið heppnaðist vel. Svo vel að það stuðlaði að meiri og hraðari efnahagslegum viðsnúningi en dæmi eru um annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð. Það hafi hins vegar komið hökt í framkvæmdina um mitt ár 2016. Einmitt fljótlega eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér forsætisráðherraembættinu. Gjaldeyrisútboðum hafi ítrekað verið frestað og þeim breytt meðal annars að kröfu vogunarsjóða með tuga milljarða skaða. Í upphafi árs 2017 hafi stjórnvöld tekið U-beygju þegar tilkynnt var að vogunarsjóðir hefðu selt sjálfum sér stóran hlut í Arion banka. „Banka sem var óbeint í eigu ríkisins og farið með því á svig við markmið stöðugleikaskilyrðanna. Aðilar sem teljast ekki einu sinni hæfir eigendur fjármálafyrirtækja og starfa á undanþágu,“ sagði formaður Miðflokksins. Ríkisstjórnina hafi því boðið Vogunarsjóðina velkomna aftur til ársins 2009 og boði nú hvítbók um breytingar á fjármálakerfinu. „Ríkisstjórnin afhenti hins vegar vogunarsjóðunum lyklana. Þeir gengu í bæinn og vísuðu ríkisstjórninni út í kuldann og þar stendur hún nú stefnulaus og bíður eftir hvítbókinni,“ segir Sigmundur Davíð. Þingmenn fleiri flokka gagnrýndu ferlið við söluna á Arion banka sem hefði ekki verið nógu gagnsætt en tóku þó ekki undir með formanni Miðflokksins um að forsendur fyrir forkaupsrétti ríkisins í bankanum hafi virkjast. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp sögu málsins allt frá árinu 2009 og sagði ávöxtun á framlagi ríkisins til Arion banka hafa verið mjög góða. „Ég tel að háttvirtur þingmaður hafi staðið sig vel í þessum málum þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra. Og ég tel raunar að fyrri ríkisstjórn hafi gert að líka. Ég tel að allt frá 2009 hafi setið hér ríkisstjórnir sem hafi haft hagsmuni almennings að leiðarljósi. Samningarnir, hvort sem er hluthafasamkomulagið frá árinu 2009 og stöðugleikasamningarnir frá 2015 og 2016 hafa reynst ríkissjóði hagfelldir,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Sjá meira