Erlent

Segja 21 hafa orðið fyrir áhrifum taugaeitursins

Samúel Karl Ólason skrifar
Sérfræðingar hafa reist tjald í kringum bekkinn þar sem feðginin fundust meðvitundarlaus.
Sérfræðingar hafa reist tjald í kringum bekkinn þar sem feðginin fundust meðvitundarlaus. Vísir/AFP
Lögreglan í Bretlandi segir að 21 aðili hafi orðið fyrir áhrifum taugaeiturs sem notað var til að reyna að myrða rússneskan njósnara þar í landi um helgina. Einungis þrír eru þó enn á sjúkrahúsi. Það eru njósnarinn Sergei Skripal, dóttir hans Yulia og lögregluþjónninn Nick Bailey.

Feðginin eru enn í alvarlegu ástandi en Bailey er sagður vera á batavegi.

Vísir/GraphicNews
Rannsakendur eru sagðir vinna hörðum höndum að því að finna út hvaðan taugaeitrið sem notað var kemur og hvort meira af því sé í Bretlandi. Sérfræðingar segja líklegast að efni sem þessi séu framleidd af ríkjum og hafa spjótin beinst að Rússlandi.

Sjá einnig: Skripal og dóttir hans urðu fyrir taugaeitri



Sergei Skripal var fangelsaður í Rússlandi árið 2006 fyrir að hafa útvegað leyniþjónustu Bretlands nöfn útsendara Rússa í Evrópu. Hann var frelsaður árið 2010 þegar Bandaríkin og Rússland skiptust á njósnurum sem höfðu verið handsamaðir. Rússar slepptu fjórum njósnurum og Bandaríkin tíu.

Skripal og dóttir hans fundust meðvitundarlaus á bekk á sunnudagskvöldið.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eitur er byrlað fyrir Rússneskum aðila í Bretlandi og gruna yfirvöld Bretlands þegar að yfirvöld Rússlands hafi komið að árásinni. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, gaf í skyn í gær að England myndi mögulega ekki taka þátt í HM í Rússlandi í sumar vegna málsins.

Athygli vakti í dag þegar rússneskur fréttaþulur sagði áhorfendum sínum að „svikarar deyi ungir“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×