Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2018 22:15 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður Sarah Huckabee Sanders, talskonu Hvíta hússins, eftir að hún virtist óvart viðurkenna í gær að Trump hefði gert þagnarsamkomulag við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford. Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005 og á framhjáhaldið að hafa átt sér stað skömmu eftir að Melania fæddi Baron Trump, son þeirra hjóna. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt.Cohen viðurkenndi að hafa greitt Daniels en sagðist hafa gert það úr eigin vasa og þvertók fyrir að það væri vegna umrædds samkomulags. Tilefni ummæla Cohen var að yfirkjörstjórn Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið hafa verið beðin um að kanna hvort að greiðslan hafi komið úr kosningasjóði Trump og hvort hún hafi verið ólögleg. Hins vegar sagði Sanders við blaðamenn í gær ásakanirnar um samkomulagið væru ósannar en bætti við að Trump hefði unnið málið gegn Daniels og virtist hún þar með staðfesta að þagnarsamkomulagið væri raunverulegt. Rétt á eftir því að hafa sagt þetta vera ósannar ásakanir. Samkvæmt heimildum CNN er Trump verulega reiður vegna þessa.Lögmaður Daniels segir að Trump hafi ekki unnið málið. Í lögsókn Daniels segir að framhjáhaldið hafi haldið áfram langt á árið 2007 og að Daniels eigi „skilaboð og/eða myndir“ því til sönnunar. Klámmyndaleikkonan er ekki sú eina sem heldur því fram að hafa gert þagnarsamkomulag við Trump. Playboy-fyrirsætan Karen McDougal sagði New Yorker í síðasta mánuði að í ágúst 2016 hefði hún fengið 150 þúsund dali frá fjölmiðlafyrirtækinu American Media Inc. fyrir sögu hennar af níu mánaða sambandi hennar og Trump. Sagan birtist þó aldrei. Í umfjöllun New Yorker segir að framkvæmdastjóri AMI, David Pecker, sé vinur Trump og hann hafi reglulega keypt réttinn af sögum fólks til þess að koma í veg fyrir birtingu þeirra. Donald Trump Tengdar fréttir Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er reiður Sarah Huckabee Sanders, talskonu Hvíta hússins, eftir að hún virtist óvart viðurkenna í gær að Trump hefði gert þagnarsamkomulag við klámmyndaleikkonuna Stormy Daniels, sem heitir réttu nafni Stephanie Clifford. Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það.Fréttir af samkomulaginu voru fyrirferðamiklar í upphafi árs en lögmaður Bandaríkjaforseta, Michael Cohen, er sagður hafa greitt Clifford 130 þúsund dali, skömmu fyrir forsetakosningarnar 2016, svo hún segði ekki frá kynlífi hennar með forsetanum árið 2006. Trump og Melania Trump gengu í það heilaga árið 2005 og á framhjáhaldið að hafa átt sér stað skömmu eftir að Melania fæddi Baron Trump, son þeirra hjóna. Hvíta húsið hefur ætíð þvertekið fyrir að þetta sé satt.Cohen viðurkenndi að hafa greitt Daniels en sagðist hafa gert það úr eigin vasa og þvertók fyrir að það væri vegna umrædds samkomulags. Tilefni ummæla Cohen var að yfirkjörstjórn Bandaríkjanna og Dómsmálaráðuneytið hafa verið beðin um að kanna hvort að greiðslan hafi komið úr kosningasjóði Trump og hvort hún hafi verið ólögleg. Hins vegar sagði Sanders við blaðamenn í gær ásakanirnar um samkomulagið væru ósannar en bætti við að Trump hefði unnið málið gegn Daniels og virtist hún þar með staðfesta að þagnarsamkomulagið væri raunverulegt. Rétt á eftir því að hafa sagt þetta vera ósannar ásakanir. Samkvæmt heimildum CNN er Trump verulega reiður vegna þessa.Lögmaður Daniels segir að Trump hafi ekki unnið málið. Í lögsókn Daniels segir að framhjáhaldið hafi haldið áfram langt á árið 2007 og að Daniels eigi „skilaboð og/eða myndir“ því til sönnunar. Klámmyndaleikkonan er ekki sú eina sem heldur því fram að hafa gert þagnarsamkomulag við Trump. Playboy-fyrirsætan Karen McDougal sagði New Yorker í síðasta mánuði að í ágúst 2016 hefði hún fengið 150 þúsund dali frá fjölmiðlafyrirtækinu American Media Inc. fyrir sögu hennar af níu mánaða sambandi hennar og Trump. Sagan birtist þó aldrei. Í umfjöllun New Yorker segir að framkvæmdastjóri AMI, David Pecker, sé vinur Trump og hann hafi reglulega keypt réttinn af sögum fólks til þess að koma í veg fyrir birtingu þeirra.
Donald Trump Tengdar fréttir Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48 Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39 Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04 Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni Íhaldssama fréttastöðin segist ekki hafa geta staðfest fréttir um meint samband Donalds Trump við Stormy Daniels. 17. janúar 2018 08:48
Klámmyndaleikkonan kærir Trump Stormy Daniels segir Bandaríkjaforseta aldrei hafa undirritað umtalað þagnarsamkomulag þeirra. 7. mars 2018 06:39
Lögmaður Trump segist hafa borgað klámmyndaleikkonu úr eigin vasa Michael Cohen segir 130 þúsund dala greiðslu til Stormy Daniels, sem sagðist hafa sofið hjá Donald Trump árið 2006, ekki koma forsetanum við. 14. febrúar 2018 10:04
Fleiri klámmyndaleikkonur segjast hafa átt í samskiptum við Trump Klámmyndaleikkonan Alana Evans segir að sér hafi verið boðið upp á hótelherbergi Donalds Trump árið 2006. 14. janúar 2018 15:38
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent