Tiger bjargaði pari með ótrúlegu höggi úr skóginum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2018 08:30 Tiger Woods í erfiðri stöðu en leysti þetta vel. vísir/getty Tiger Woods heldur áfram að spila ágætlega í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina, en hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum eftir fyrsta hringinn á Valspar-meistaramótinu sem hófst í gærkvöldi. Tiger kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari eftir nokkuð skrautlegan hring þar sem að hann fékk fimm fugla og fjóra skolla og sýndi nokkur ótrúleg tilþrif. Þau allra flottustu sáust á 16. braut þar sem Tiger sló boltann út í skóg úr teighögginu og þurfti að koma sér inn á braut og að flöt með því að slá boltann alveg upp við tré. Töframaðurinn Tiger sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og kom sér úr skóginum í fína stöðu til að bjarga pari sem og hann gerði. Geggjað högg sem má sjá hér að neðan sem og það helsta frá fyrsta hringnum hans. Kanadamaðurin Corey Conners er efstur á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring en Whee Kim frá Suður-Kóreu er höggi á eftir sem og Bandaríkjamennirnir Nick Whatney og Keegan Bradley.Staðan á mótinu.Trouble in the trees for Tiger. #QuickHits pic.twitter.com/SGVRs1t5oz— PGA TOUR (@PGATOUR) March 8, 2018 Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að spila ágætlega í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina, en hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum eftir fyrsta hringinn á Valspar-meistaramótinu sem hófst í gærkvöldi. Tiger kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari eftir nokkuð skrautlegan hring þar sem að hann fékk fimm fugla og fjóra skolla og sýndi nokkur ótrúleg tilþrif. Þau allra flottustu sáust á 16. braut þar sem Tiger sló boltann út í skóg úr teighögginu og þurfti að koma sér inn á braut og að flöt með því að slá boltann alveg upp við tré. Töframaðurinn Tiger sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og kom sér úr skóginum í fína stöðu til að bjarga pari sem og hann gerði. Geggjað högg sem má sjá hér að neðan sem og það helsta frá fyrsta hringnum hans. Kanadamaðurin Corey Conners er efstur á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring en Whee Kim frá Suður-Kóreu er höggi á eftir sem og Bandaríkjamennirnir Nick Whatney og Keegan Bradley.Staðan á mótinu.Trouble in the trees for Tiger. #QuickHits pic.twitter.com/SGVRs1t5oz— PGA TOUR (@PGATOUR) March 8, 2018
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira