Tiger bjargaði pari með ótrúlegu höggi úr skóginum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. mars 2018 08:30 Tiger Woods í erfiðri stöðu en leysti þetta vel. vísir/getty Tiger Woods heldur áfram að spila ágætlega í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina, en hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum eftir fyrsta hringinn á Valspar-meistaramótinu sem hófst í gærkvöldi. Tiger kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari eftir nokkuð skrautlegan hring þar sem að hann fékk fimm fugla og fjóra skolla og sýndi nokkur ótrúleg tilþrif. Þau allra flottustu sáust á 16. braut þar sem Tiger sló boltann út í skóg úr teighögginu og þurfti að koma sér inn á braut og að flöt með því að slá boltann alveg upp við tré. Töframaðurinn Tiger sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og kom sér úr skóginum í fína stöðu til að bjarga pari sem og hann gerði. Geggjað högg sem má sjá hér að neðan sem og það helsta frá fyrsta hringnum hans. Kanadamaðurin Corey Conners er efstur á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring en Whee Kim frá Suður-Kóreu er höggi á eftir sem og Bandaríkjamennirnir Nick Whatney og Keegan Bradley.Staðan á mótinu.Trouble in the trees for Tiger. #QuickHits pic.twitter.com/SGVRs1t5oz— PGA TOUR (@PGATOUR) March 8, 2018 Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að spila ágætlega í endurkomu sinni á PGA-mótaröðina, en hann er þremur höggum á eftir efstu mönnum eftir fyrsta hringinn á Valspar-meistaramótinu sem hófst í gærkvöldi. Tiger kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari eftir nokkuð skrautlegan hring þar sem að hann fékk fimm fugla og fjóra skolla og sýndi nokkur ótrúleg tilþrif. Þau allra flottustu sáust á 16. braut þar sem Tiger sló boltann út í skóg úr teighögginu og þurfti að koma sér inn á braut og að flöt með því að slá boltann alveg upp við tré. Töframaðurinn Tiger sýndi að hann er ekki dauður úr öllum æðum og kom sér úr skóginum í fína stöðu til að bjarga pari sem og hann gerði. Geggjað högg sem má sjá hér að neðan sem og það helsta frá fyrsta hringnum hans. Kanadamaðurin Corey Conners er efstur á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hring en Whee Kim frá Suður-Kóreu er höggi á eftir sem og Bandaríkjamennirnir Nick Whatney og Keegan Bradley.Staðan á mótinu.Trouble in the trees for Tiger. #QuickHits pic.twitter.com/SGVRs1t5oz— PGA TOUR (@PGATOUR) March 8, 2018
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira