Vinsælustu skórnir í París koma ekki á óvart, en það eru Louis Vuitton strigaskórnir. Skórnir voru notaðir vð allt, kjóla, buxur og pils og komu þeir alltaf jafn vel út.
Hvíti liturinn var vinsælli en sá svarti, en skórnir komu í sjö mismunandi litaútgáfum.
Louis Vuitton tileinkaði skónum sérstakri verslun í SOHO í New York, sem verður opin til 10. mars næstkomandi. Einnig fóru þeir í sölu í öðrum Louis Vuitton verslunum í heiminum og einnig á vefnum. Þannig ef þú ert í borgarferð, og átt hundraðþúsund krónur til að eyða í strigaskó.
Þeir passa allavega við allt.







