„Andlit“ Hafnarfjarðar verði fimm mínútna hverfið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2018 11:30 Unnið er að því að móta tillögur að því hvernig hverfið muni líta út. Mynd/Hafnarfjarðarbær Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að því vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði verði að svokölluðu „fimm mínútna hverfi“. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla megi svæðið „andlit“ Hafnarfjarðar.Svæðið sem um ræðir afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og má sjá á korti hér að neðan. Þar má finna margvíslega þjónustu en á svæðinu eru fjölmargir skyndibitastaðir, matvöruverslanir sem og ýmis konar iðnaður. „Þarna er um að ræða endurskipulagningu á gömlu hverfi, iðnaðarhverfi, sem hefur verið og er andlit bæjarins ef að svo má segja. Þetta er hverfi sem ef þú ert að koma annars staðar frá höfuðborgarsvæðinu keyrir framhjá eða í gegnum ,“ sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni í gær.Svæðið sem um ræðir afmarkast af hvítu punktalínunni.Sjá einnig: „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Svæðið sem um ræðir er 30 hektarar en til skoðunar hefur verið undanfarin ár hvernig og hvort nýtta mæti svæðið á annan hátt en iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum kallaði Hafnarfjarðarbær eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins, líkt og Vísir fjallaði um á sínum tíma.„Það voru valdar tillögur tveggja arkitektastofa og nú er verið að vinna með þær tvær tillögur og verið að blanda þeim saman. Úr kemur að ætlunin er að fara í þessa uppbyggingu þar sem við gerum ráð fyrir kannski 2.300 íbúum í bland við léttari fyrirtæki,“ segir Rósa.Á hugmyndastigi hefur hið nýja hverfi fengið nafnið „fimm mínútna hverfið“. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins.Svona leit ein tillaga að hverfinu út eftir arkitekta sem fengnir voru til að skila inn tillögu.Mynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir að í hverfinu muni „kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verður lögð á góða blöndun íbúabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. Bílastæði og bílastæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og spennandi útfærslur eru á götumynd að norrænni fyrirmynd. Á sama tíma og aðgengi að almenningssamgöngum sér eins og best verður á kosið.“ Rósa segir að gert sé ráð fyrir að hverfið verði fullbyggt á næstu tíu til fimmtán árum gangi allt að óskum og að þar geti um sex til sjö þúsund manns búið.Kynningarfundur um hið nýja hverfi verður haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði, miðvikudaginn 14. mars og hlusta má á Rósu ræða um hverfið í spilaranum hér fyrir neðan. Skipulag Tengdar fréttir „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vinna nú að því vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði verði að svokölluðu „fimm mínútna hverfi“. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla megi svæðið „andlit“ Hafnarfjarðar.Svæðið sem um ræðir afmarkast af Fjarðarhrauni, Reykjavíkurvegi og Flatahrauni í Hafnarfirði og má sjá á korti hér að neðan. Þar má finna margvíslega þjónustu en á svæðinu eru fjölmargir skyndibitastaðir, matvöruverslanir sem og ýmis konar iðnaður. „Þarna er um að ræða endurskipulagningu á gömlu hverfi, iðnaðarhverfi, sem hefur verið og er andlit bæjarins ef að svo má segja. Þetta er hverfi sem ef þú ert að koma annars staðar frá höfuðborgarsvæðinu keyrir framhjá eða í gegnum ,“ sagði Rósa í Bítinu á Bylgjunni í gær.Svæðið sem um ræðir afmarkast af hvítu punktalínunni.Sjá einnig: „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Svæðið sem um ræðir er 30 hektarar en til skoðunar hefur verið undanfarin ár hvernig og hvort nýtta mæti svæðið á annan hátt en iðnaðarsvæði. Fyrir tveimur árum kallaði Hafnarfjarðarbær eftir hugmyndum fimm skipulagshönnuða um uppbyggingu reitsins, líkt og Vísir fjallaði um á sínum tíma.„Það voru valdar tillögur tveggja arkitektastofa og nú er verið að vinna með þær tvær tillögur og verið að blanda þeim saman. Úr kemur að ætlunin er að fara í þessa uppbyggingu þar sem við gerum ráð fyrir kannski 2.300 íbúum í bland við léttari fyrirtæki,“ segir Rósa.Á hugmyndastigi hefur hið nýja hverfi fengið nafnið „fimm mínútna hverfið“. Hugmyndin gengur út á að íbúar geti fengið flesta þjónustu í fimm mínútna göngufjarlægð frá miðju hverfisins.Svona leit ein tillaga að hverfinu út eftir arkitekta sem fengnir voru til að skila inn tillögu.Mynd/Björn Ólafsson arkitekt, Archus Arkitektar og Rými Arkitektar,Á vef Hafnarfjarðarbæjar segir að í hverfinu muni „kveða við nýjan tón í skipulagsmálum þar sem áhersla verður lögð á góða blöndun íbúabyggðar, þjónustu, létts iðnaðar, verslana, skóla-, dagvistunar- og frístundasvæða. Bílastæði og bílastæðahús verða undir byggðinni að miklu leyti og spennandi útfærslur eru á götumynd að norrænni fyrirmynd. Á sama tíma og aðgengi að almenningssamgöngum sér eins og best verður á kosið.“ Rósa segir að gert sé ráð fyrir að hverfið verði fullbyggt á næstu tíu til fimmtán árum gangi allt að óskum og að þar geti um sex til sjö þúsund manns búið.Kynningarfundur um hið nýja hverfi verður haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði, miðvikudaginn 14. mars og hlusta má á Rósu ræða um hverfið í spilaranum hér fyrir neðan.
Skipulag Tengdar fréttir „Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Sjá meira
„Skeifa Hafnarfjarðar“ tekur stakkaskiptum nái tillögur arkitekta fram að ganga Gera má ráð fyrir að vesturhluti Hrauna í Hafnarfirði muni taka stakkaskiptum gangi hugmyndir skipulagshönnuða eftir. Svæðið er sagt svipa mjög til Skeifunnar í Reykjavík í einni tillögu. 9. febrúar 2017 12:30