Skora á forsætisráðherra að beita sér fyrir friði í Jemen Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 16:32 Áskorunin var afhent forsætisráðherra fyrr í dag. Vísir/Hanna Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. „Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka,“ segir í áskorun félagsins. „Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.“ Félagið skorar á yfirvöld að gera „allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.“ Borgarastyrjöld hefur verið í Jemen í um þrjú ár en rekja má átökin til ársins 2011 þegar þáverandi forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, var þvingaður til að segja af sér og tók þá varaforsetinn Abdrabbuh Mansour Hadi, við völdum. Hadi átti erfitt með að taka á þónokkrum vandamálum, þar á meðal árásum hryðjuverkasamtakanna Al Qaeda, spillingu, atvinnuleysi og matarskorti. Jemen var mjög fátækt land áður en átökin brutust út en nú blasir þar við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað reynt að koma á friðarviðræðum vegna ástandsins í Jemen en án árangurs.Áskorun til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um að taka frumkvæði að friði í JemenVið undirrituð – Vinir Jemens – skorum á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen – með umræðu og frumkvæði í norrænu samstarfi, innan Sameinuðu þjóðanna og í öðrum alþjóðasamtökum auk viðræðna við stjórnvöld þeirra ríkja sem mestu skipta í þessu efni og Íslendingar hafa átt samleið með.Við tengjumst Jemen á ýmsan hátt, meðal annars vegna atbeina Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka.Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.Við skorum á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórnina að gera allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Félagið Vinir Jemens hefur skorað á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen. „Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka,“ segir í áskorun félagsins. „Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.“ Félagið skorar á yfirvöld að gera „allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.“ Borgarastyrjöld hefur verið í Jemen í um þrjú ár en rekja má átökin til ársins 2011 þegar þáverandi forseti landsins, Ali Abdullah Saleh, var þvingaður til að segja af sér og tók þá varaforsetinn Abdrabbuh Mansour Hadi, við völdum. Hadi átti erfitt með að taka á þónokkrum vandamálum, þar á meðal árásum hryðjuverkasamtakanna Al Qaeda, spillingu, atvinnuleysi og matarskorti. Jemen var mjög fátækt land áður en átökin brutust út en nú blasir þar við hungursneyð. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað reynt að koma á friðarviðræðum vegna ástandsins í Jemen en án árangurs.Áskorun til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um að taka frumkvæði að friði í JemenVið undirrituð – Vinir Jemens – skorum á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn Íslands að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir vopnahléi og friðarsamningum í Jemen – með umræðu og frumkvæði í norrænu samstarfi, innan Sameinuðu þjóðanna og í öðrum alþjóðasamtökum auk viðræðna við stjórnvöld þeirra ríkja sem mestu skipta í þessu efni og Íslendingar hafa átt samleið með.Við tengjumst Jemen á ýmsan hátt, meðal annars vegna atbeina Jóhönnu Kristjónsdóttur heitinnar. Við höfum undanfarin ár horft með óhugnaði á harmleikinn í þessu landi fjalla, sanda og stranda – sem til forna var kallað Arabía hin hamingjuríka.Ísland hefur áður sýnt að ekki þarf fjölmenni, auð eða her til að láta rödd sína hljóma um heiminn til aðstoðar smáum ríkjum í vanda.Við skorum á Katrínu Jakobsdóttur og ríkisstjórnina að gera allt sitt til að binda enda á þjáningar jemensku þjóðarinnar í hinu „gleymda“ stríði og hefja uppbyggingu í Jemen.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18 Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52 Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Mesta hungursneyð síðustu áratuga yfirvofandi í Jemen Mesta hungursneyð sem sést hefur á jörðinni í áratugi er yfirvofandi í Jemen, fallist Sádí-Arabar ekki á að opna landamæri landsins á ný fyrir hjálparstofnunum. 9. nóvember 2017 08:18
Fjórðungur barna býr í landi þar sem stríð geisar eða aðrar hörmungar UNICEF hefur birt aþjóðlega neyðaráætlun sína fyrir árið 2018. 30. janúar 2018 10:52
Hútar skutu eldflaugum á Sádi-Arabíu Eldflaugin stefndi á fund sádiarabískra leiðtoga í al-Yamama-höll, að því er sjónvarpsstöð Húta, al-Masirah TV, greindi frá. 20. desember 2017 06:00