Allir gangi samhentir í takt að stórskipahöfn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Miklar vonir eru bundnar við að stórskipa- og olíuþjónstuhöfn í Finnafirði valdi straumhvörfum í atvinnulífi á svæðinu. Vísir/Pjetur Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi oddviti, segir fréttir af því að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafi verið beðin að gangast í milljarðaábyrgðir vegna stórskipahafnar Bremenports í Finnafirði rangar. „Umfjöllunin hefur verið óvönduð og beinlínis röng, en gefið hefur verið í skyn að Bremenports krefjist þess að sveitarfélögin taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir framkvæmdaraðila fyrir milljarða króna,“ segir í bókun sem Siggeir lagði fram á síðasta sveitarstjórnarfundi. Fréttablaðið sagði frá því 1. febrúar síðastliðinn að í skýrslu lögmanna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps komi fram að sveitarfélögin hefðu neitað að taka á sig fjárhagslegar ábyrgðir og skuldbindingar vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnarinnar.Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Langanesbyggð.Bremenports virtist telja nauðsynlegt að hafa tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina gæti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu,“ vitnaði Fréttablaðið til skýrslunnar. „Bremenports telur frekar líklegt að fjárfestar sem munu koma að uppbyggingu í Finnafirði í framtíðinni muni þurfa tryggingar fyrir því að útgefandi sérleyfis geti ekki hlaupist undan sínum skyldum á gildistíma sérleyfisins. Það hefur ekkert með ábyrgðir, tryggingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir háum fjárfestingum sérleyfishafans að gera, eða að sveitarfélögin þurfi að veita slíkar tryggingar,“ fullyrðir Siggeir í bókun sinni.Sjá einnig: Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Að sögn Siggeirs getur sérleyfishafi líklega illa fjármagnað framkvæmdir nema að tryggt sé að útgefandi sérleyfis geti undir öllum tilvikum staðið við sínar skuldbindingar. „Það er og hefur alltaf verið öllum aðilum ljóst frá byrjun að sveitarfélögin munu ekki hafa bolmagn til að koma með fjármagn í þetta verkefni. Viðkomandi verkefni hefur verið í skoðun hjá Langanesbyggð í mörg ár og getur ef vel tekst til skipt sköpum fyrir framtíðarbúsetu á svæðinu. Verkefnið er stórt langtímaverkefni og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar. Því er mikilvægt að sveitarstjórnarmenn sýni samheldni og gangi í takt í þessu máli,“ undirstrikar oddvitinn fyrrverandi. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Vopnafjörður Tengdar fréttir Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi og fyrrverandi oddviti, segir fréttir af því að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafi verið beðin að gangast í milljarðaábyrgðir vegna stórskipahafnar Bremenports í Finnafirði rangar. „Umfjöllunin hefur verið óvönduð og beinlínis röng, en gefið hefur verið í skyn að Bremenports krefjist þess að sveitarfélögin taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir framkvæmdaraðila fyrir milljarða króna,“ segir í bókun sem Siggeir lagði fram á síðasta sveitarstjórnarfundi. Fréttablaðið sagði frá því 1. febrúar síðastliðinn að í skýrslu lögmanna Langanesbyggðar og Vopnafjarðarhrepps komi fram að sveitarfélögin hefðu neitað að taka á sig fjárhagslegar ábyrgðir og skuldbindingar vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnarinnar.Siggeir Stefánsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Langanesbyggð.Bremenports virtist telja nauðsynlegt að hafa tryggingu hins opinbera fyrir því að óstofnað hafnarfélag um framkvæmdina gæti ekki orðið gjaldþrota. „Þeirri kröfu um ábyrgð hefur alfarið verið hafnað, enda ómögulegt að verða við slíkri kröfu,“ vitnaði Fréttablaðið til skýrslunnar. „Bremenports telur frekar líklegt að fjárfestar sem munu koma að uppbyggingu í Finnafirði í framtíðinni muni þurfa tryggingar fyrir því að útgefandi sérleyfis geti ekki hlaupist undan sínum skyldum á gildistíma sérleyfisins. Það hefur ekkert með ábyrgðir, tryggingar eða fjárhagslegar skuldbindingar fyrir háum fjárfestingum sérleyfishafans að gera, eða að sveitarfélögin þurfi að veita slíkar tryggingar,“ fullyrðir Siggeir í bókun sinni.Sjá einnig: Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Að sögn Siggeirs getur sérleyfishafi líklega illa fjármagnað framkvæmdir nema að tryggt sé að útgefandi sérleyfis geti undir öllum tilvikum staðið við sínar skuldbindingar. „Það er og hefur alltaf verið öllum aðilum ljóst frá byrjun að sveitarfélögin munu ekki hafa bolmagn til að koma með fjármagn í þetta verkefni. Viðkomandi verkefni hefur verið í skoðun hjá Langanesbyggð í mörg ár og getur ef vel tekst til skipt sköpum fyrir framtíðarbúsetu á svæðinu. Verkefnið er stórt langtímaverkefni og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar. Því er mikilvægt að sveitarstjórnarmenn sýni samheldni og gangi í takt í þessu máli,“ undirstrikar oddvitinn fyrrverandi.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Vopnafjörður Tengdar fréttir Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Neita að ábyrgjast höfn fyrir tugmilljarða króna Þýska fyrirtækið Bremenports vill að Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur taki á sig fjárhagslegar ábyrgðir vegna stórskipa- og olíuþjónustuhafnar í Finnafirði. Vill tryggingu fyrir því að óstofnað hafnarfélag geti ekki orðið gjaldþrota. 1. febrúar 2018 07:00