Lífið

Jóhanna Guðrún í Allir geta dansað: „Gamla hefur gott af þessu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Guðrún reynir fyrir sér á dansgólfinu.
Jóhanna Guðrún reynir fyrir sér á dansgólfinu. vísir/ernir
„Ég er alveg gríðarlega spennt og ég held að þetta verði ótrúlega gaman,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún sem ætlar að slá til og taka þátt í dansþættinum Allir geta dansað.

Allir geta dansað fer í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars en um er að ræða íslenska útgáfu af þáttunum Dancing with the Stars.

„Ég get alveg hreyft mig en ég mun þurfa mikla þjálfun fyrir þetta verkefni,“ segir Jóhanna um danshæfileika sína.

Fimm karlmenn og fimm konur taka þátt í þáttunum. Þessir aðilar eru paraðir við fimm atvinnudanskonur og fimm atvinnudansarar.

Hún segist vera nokkuð stressuð fyrir þáttunum.

„Ég er svo mikil keppnismanneskja þannig að ég er alltaf hrædd við tap. Þarna er ég ekki fagmaður þannig að ég þarf að læra að taka þetta bara á gleðinni, sem er góður lærdómur fyrir mig. Gamla hefur gott af þessu.“

Fylgstu með Stöð 2 á Instagram.

Behind the scenes í #allirgetadansað í story

A post shared by Stöð 2 (@stodtvo) on


Tengdar fréttir

Vonar að allir geti í alvörunni dansað

Fjölmiðlakonan Hugrún Halldórsdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

Sunddrottning gæti orðið dansdrottning

Hrafnhildur Lúthersdóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.

„Of galin hugmynd til að segja nei“

Sjónvarpskonan Lóa Pind Aldísardóttir er á meðal þeirra sem munu klæða sig í dansskóna í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað sem fara í sýningu á Stöð 2 þann 11. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×