Allt of mikið af öllu Ritstjórn skrifar 21. febrúar 2018 11:00 Glamour/Getty Ashish Gupta var 16 ára gamall þegar hann starfaði í Indlandi, þar sem hann hannaði og saumaði föt fyrir Ameríkumarkað, svokallaðann ódýran fjöldaframleiddan fatnað. Þar hófst innblásturinn fyrir vetrarlínuna, en einnig blandaði hann indverskri götutísku, mexíkósku mynstri og endalaust af pallíettum. Allt eða ekkert var þemað hans í línunni, þar sem ádeila á kauphegðun var svolítið í brennidepli. Fyrirsætur gengu niður tískupallana með marga skræpótta plastpoka, og Ashish lék sér með lógó kreditkorta og breytti textanum. Visa varð að Viva, American Express að American Excess og Mastercard að Masturbate. Hann hélt í sín einkenni, eins og pallíettur og mikið skraut. Megnið af flíkunum var allt í pallíettum eins og svo oft hjá Ashish. Margar flíkurnar hafa lifað vel á samfélagsmiðlum eftir sýninguna, og þá sérstaklega Masturbate hettupeysan. Eitthvað verður hún vinsæl í haust! Mest lesið Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Olíubornir leggir eða hvít málning? Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fyrsta sýnishornið af Ocean's Eight lítur dagsins ljós Glamour Tulipop bestu nýliðarnir Glamour Er trans trend? Glamour Metallic Stan Smith fyrir næsta sumar Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour
Ashish Gupta var 16 ára gamall þegar hann starfaði í Indlandi, þar sem hann hannaði og saumaði föt fyrir Ameríkumarkað, svokallaðann ódýran fjöldaframleiddan fatnað. Þar hófst innblásturinn fyrir vetrarlínuna, en einnig blandaði hann indverskri götutísku, mexíkósku mynstri og endalaust af pallíettum. Allt eða ekkert var þemað hans í línunni, þar sem ádeila á kauphegðun var svolítið í brennidepli. Fyrirsætur gengu niður tískupallana með marga skræpótta plastpoka, og Ashish lék sér með lógó kreditkorta og breytti textanum. Visa varð að Viva, American Express að American Excess og Mastercard að Masturbate. Hann hélt í sín einkenni, eins og pallíettur og mikið skraut. Megnið af flíkunum var allt í pallíettum eins og svo oft hjá Ashish. Margar flíkurnar hafa lifað vel á samfélagsmiðlum eftir sýninguna, og þá sérstaklega Masturbate hettupeysan. Eitthvað verður hún vinsæl í haust!
Mest lesið Ný hugmynd að buxum kynnt til leiks í Tókýó Glamour Natalie Portman fékk þrefalt lægri laun en Ashton Kutcher Glamour Olíubornir leggir eða hvít málning? Glamour Fyrstu myndirnar frá línu H&M Conscious Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Fyrsta sýnishornið af Ocean's Eight lítur dagsins ljós Glamour Tulipop bestu nýliðarnir Glamour Er trans trend? Glamour Metallic Stan Smith fyrir næsta sumar Glamour Febrúarblað Glamour er komið út Glamour