Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 16:15 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Spænsk yfirvöld hafa ekki enn svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka. Dómsmálaráðuneytið sendi þessa formlegu beiðni til spænskra yfirvalda fyrir helgi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi um málið að fallist spænsk yfirvöld á þessa beiðni þá muni rannsókn málsins færast yfir til Íslands sem gerir það að verkum að ekki verður ástæða til að halda Sunnu Elvíru lengur í farbanni á Spáni. Sunna Elvíra slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga 17. janúar síðastliðinn. Hún hefur síðan þá legið á sjúkrahúsi á Malaga en lögreglan þar í borg hefur haldið eftir vegabréfi hennar sem þýðir að Sunna er í ótímabundnu farbanni.Neitar aðild Ekki hafa fengist skýr svör frá lögreglu þar í borg hvers vegna hún fær ekki vegabréfið afhent en fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í síðustu viku að Sunna Elvíra væri grunuð um aðild að fíkniefnasmygli á milli Spánar og Íslands. Sunna hefur alfarið neitað að eiga þátt í því og sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að henni hefði ekki verið tilkynnt að hún hefði stöðu sakbornings vegna þessa máls. Eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, var handtekinn á Spáni um miðjan janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldisbrot gegn Sunnu. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Sigurður var svo handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Sigurður og annar maður eru í haldi vegna málsins en alls hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við það en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fimm vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.Segist ekki hafa sent skámunina Sunna tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar sagðist hún ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ sagði Sunna.Mannréttindabrot að rannsaka á tveimur stöðum Grímur Grímsson sagði við Vísi að það blasi við að lögreglan á Íslandi þurfi að ræða við Sunnu Elvíru, enda hafi lögregluyfirvöld hér á landi óskað eftir því að rannsóknin á málinu flytjist heim. Hann sagði það hefðbundið fyrirkomulag að ef yfirvöld í tveimur löndum eru með sama mál til rannsóknar að rannsóknin verði alfarið á öðrum staðnum. „Það er á skjön við mannréttindi ef verið að rannsaka sömu atburði gegn sömu einstaklingum á tveimur stöðum,“ sagði Grímur. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Spænsk yfirvöld hafa ekki enn svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka. Dómsmálaráðuneytið sendi þessa formlegu beiðni til spænskra yfirvalda fyrir helgi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi um málið að fallist spænsk yfirvöld á þessa beiðni þá muni rannsókn málsins færast yfir til Íslands sem gerir það að verkum að ekki verður ástæða til að halda Sunnu Elvíru lengur í farbanni á Spáni. Sunna Elvíra slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga 17. janúar síðastliðinn. Hún hefur síðan þá legið á sjúkrahúsi á Malaga en lögreglan þar í borg hefur haldið eftir vegabréfi hennar sem þýðir að Sunna er í ótímabundnu farbanni.Neitar aðild Ekki hafa fengist skýr svör frá lögreglu þar í borg hvers vegna hún fær ekki vegabréfið afhent en fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í síðustu viku að Sunna Elvíra væri grunuð um aðild að fíkniefnasmygli á milli Spánar og Íslands. Sunna hefur alfarið neitað að eiga þátt í því og sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að henni hefði ekki verið tilkynnt að hún hefði stöðu sakbornings vegna þessa máls. Eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, var handtekinn á Spáni um miðjan janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldisbrot gegn Sunnu. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Sigurður var svo handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Sigurður og annar maður eru í haldi vegna málsins en alls hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við það en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fimm vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.Segist ekki hafa sent skámunina Sunna tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar sagðist hún ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ sagði Sunna.Mannréttindabrot að rannsaka á tveimur stöðum Grímur Grímsson sagði við Vísi að það blasi við að lögreglan á Íslandi þurfi að ræða við Sunnu Elvíru, enda hafi lögregluyfirvöld hér á landi óskað eftir því að rannsóknin á málinu flytjist heim. Hann sagði það hefðbundið fyrirkomulag að ef yfirvöld í tveimur löndum eru með sama mál til rannsóknar að rannsóknin verði alfarið á öðrum staðnum. „Það er á skjön við mannréttindi ef verið að rannsaka sömu atburði gegn sömu einstaklingum á tveimur stöðum,“ sagði Grímur.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent