Kjarasamningar hundrað þúsund manns gætu runnið út eftir viku Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2018 19:15 Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. Forsendunefnd sambandsins og Samtaka atvinnulífsins er þó enn að störfum næstu vikuna þar til formenn aðildarfélaga ASÍ koma saman og ákveða hvort samningum verði sagt upp. Fyrir ári var hægt að virkja uppsagnarákvæði kjarasamninga á almennum markaði en þá voru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendur samninga væri brostnar. Þá náðist hins vegar samkomulag um tilteknar breytingar á samningum og ákveðið var bíða með möglega uppsögn samninga þar til uppsagnarákvæði yrði virkt á ný um næstu mánaðamót. Eftir miðstjórnarfund í dag segir í ályktun að þá sé mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að því sé heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi. „Við erum að boða formannafund í næstu viku vegna þess að við viljum ráða ráðum með okkar félögum. Handhafar þessa kjarasamnings eru formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Við vildum þá koma því á framfæri að það er mat okkar, Alþýðusambandsins, að það sé forsendubrestur og þess vegna sé einhver vá fyrir dyrum,“ segir Gylfi. Það má því segja að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi sjö daga til að ná saman um hvernig taka eigi á málum með Alþýðusambandinu, ella losna samningar um hundrað þúsund karla og kvenna í aðildarfélögum ASÍ klukkan fjögur á miðvikudag í næstu viku.Hvað gerast þeir hlutir hratt, hvenær yrðu samningar þá formlega lausir? „Í þessari lotu yrðu þeir þá lausir daginn eftir. Launahækkun sem ætti að koma 1. maí kæmi þá ekki. En samningar væru þá lausir til viðbragða. Þá hafa okkar aðildarfélög samningsrétt til að krefjast nýrra kjarasamninga og hefja nýja lotu,“ segir forseti ASÍ. Það sé hins vegar ekki tímabært að ræða hvort uppsögn samninga leiði síðan til aðgerða að hálfu verkalýðsfélaganna. Fyrst þurfi að fjalla um framtíð gildandi samnings. „Afstaða til þess verður þá tekinn á miðvikudaginn í næstu viku. Meðal annars á grundvelli þá hugsanlegra viðbragða hvort sem er atvinnurekenda eða hugsanlega stjórnvalda. Til þess höfum við þá næstu viku til að ráða ráðum okkar og eiga þá samtöl við þessa aðila,“ segir Gylfi. Hins vegar sé fastar þrýst á það nú en fyrir ári að segja samningunum upp. Ég held að það fari ekki framhjá neinum að það sé meira ósætti og ólga innan okkar hreyfingar um þennan kjarasamning og stöðuna en var þá. Það þarf ekki endilega að fela í sér að menn vilji segja samningunum upp. Það þarf bara að koma í ljós, meðal annars á grundvelli þess hvað menn eru tilbúnir að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Kjaramál Tengdar fréttir ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Forsendur kjarasamninga um hundrað þúsund karla og kvenna eru brostnar að mati Alþýðusambandsins og að óbreyttu kann þeim að verða sagt upp eftir viku. Forsendunefnd sambandsins og Samtaka atvinnulífsins er þó enn að störfum næstu vikuna þar til formenn aðildarfélaga ASÍ koma saman og ákveða hvort samningum verði sagt upp. Fyrir ári var hægt að virkja uppsagnarákvæði kjarasamninga á almennum markaði en þá voru bæði Samtök atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sammála um að forsendur samninga væri brostnar. Þá náðist hins vegar samkomulag um tilteknar breytingar á samningum og ákveðið var bíða með möglega uppsögn samninga þar til uppsagnarákvæði yrði virkt á ný um næstu mánaðamót. Eftir miðstjórnarfund í dag segir í ályktun að þá sé mat ASÍ, að óbreyttu, að forsendur um að launastefna kjarasamninganna hafi verið stefnumarkandi hafi ekki gengið eftir. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að því sé heimild til uppsagnar þeirra fyrir lok febrúar enn í gildi. „Við erum að boða formannafund í næstu viku vegna þess að við viljum ráða ráðum með okkar félögum. Handhafar þessa kjarasamnings eru formenn aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Við vildum þá koma því á framfæri að það er mat okkar, Alþýðusambandsins, að það sé forsendubrestur og þess vegna sé einhver vá fyrir dyrum,“ segir Gylfi. Það má því segja að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld hafi sjö daga til að ná saman um hvernig taka eigi á málum með Alþýðusambandinu, ella losna samningar um hundrað þúsund karla og kvenna í aðildarfélögum ASÍ klukkan fjögur á miðvikudag í næstu viku.Hvað gerast þeir hlutir hratt, hvenær yrðu samningar þá formlega lausir? „Í þessari lotu yrðu þeir þá lausir daginn eftir. Launahækkun sem ætti að koma 1. maí kæmi þá ekki. En samningar væru þá lausir til viðbragða. Þá hafa okkar aðildarfélög samningsrétt til að krefjast nýrra kjarasamninga og hefja nýja lotu,“ segir forseti ASÍ. Það sé hins vegar ekki tímabært að ræða hvort uppsögn samninga leiði síðan til aðgerða að hálfu verkalýðsfélaganna. Fyrst þurfi að fjalla um framtíð gildandi samnings. „Afstaða til þess verður þá tekinn á miðvikudaginn í næstu viku. Meðal annars á grundvelli þá hugsanlegra viðbragða hvort sem er atvinnurekenda eða hugsanlega stjórnvalda. Til þess höfum við þá næstu viku til að ráða ráðum okkar og eiga þá samtöl við þessa aðila,“ segir Gylfi. Hins vegar sé fastar þrýst á það nú en fyrir ári að segja samningunum upp. Ég held að það fari ekki framhjá neinum að það sé meira ósætti og ólga innan okkar hreyfingar um þennan kjarasamning og stöðuna en var þá. Það þarf ekki endilega að fela í sér að menn vilji segja samningunum upp. Það þarf bara að koma í ljós, meðal annars á grundvelli þess hvað menn eru tilbúnir að gera,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Kjaramál Tengdar fréttir ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
ASÍ segir forsendur kjarasamninga brostnar Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandi en þar segir að samkvæmt ákvæði í samningunum koma þeir til endurskoðunar fyrir lok þessa mánaðar. 21. febrúar 2018 14:16